Fundargerð - 26. apríl 2007

Fimmtudagskvöldið 26. apríl 2007 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka mættir: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.

 

Eftirfarandi bókað á fundinum:

 

1. Skrifað undir fundargerð síðasta fundar.

 

2. Fjallskilastjóri hefur haft símasamband við Þórarinn Magnúson fjallskilastjóra Akrahrepps varðandi göngur á Almennings- og Seldalsgangnasvæðum fremst í Öxnadal. Þessi svæði voru haustið 2006 mönnuð til helminga frá Hörgárbyggð og Akrahreppi. Það er mat manna að framkvæmdin hafi gengið vel á síðasta hausti og því beri að stefna að sama fyrirkomulagi haustið 2007.

 

3. Sveitarstjóri Guðmundur Sigvaldason og oddviti Helgi Steinsson voru nú mættir á fundinn. Farið var yfir drög af vinnureglum fyrir fjallskilanefnd, sem eru um hvernig skuli leggja á fjallskil o.fl. Sveitarstjóri var búinn að vinna þær upp úr fundargerðum fjallskilanefndar, gerðar voru nokkrar breytingar og ætlar sveitarstjóri að fín vinna reglurnar og senda þær svo til nefndarmanna til yfirlestrar. Síðan verða þær lagðar fyrir sveitarstjórn.

 

4. Farið var lið fyrir lið yfir drög að erindisbréfi fyrir fjallskilanefnd, sem sveitarstjóri var búinn að setja saman. Breytingar voru gerðar á nokkrum atriðum og ætlar sveitarstjóri að koma þessu erindisbréfi í endanlegt form, svo hægt sé að leggja það fyrir sveitarstjórn.

 

5. Fjallskilanefnd beinir því til sveitarstjórnar, að skoða hvort bann við lausagöngu hrossa í Glæsibæjardeild standist lög, þannig að hægt sé að framfylgja banninu, eða afnema það ella. Verði niðurstaðan að lausaganga sé heimil, verði athugað hvort fara eigi fram á ítölu.

 

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 23:50.