Fundargerð - 26. ágúst 2008

Þriðjudaginn 26. ágúst 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í Íþróttamiðstöðinni. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 15:00.

 

Fyrir var tekið:

 

1.      Áritun á reikninga vegna endurbóta

Ákveðið að reikningar vegna endurbóta sundlaugar verði áritaðir af eftirlitsmanni frá VN og forstöðumanni áður en þeir koma til greiðslu.

 

2.      Meðferð aukaverka

Ákveðið að óska eftir fundi með hönnuðum endurbóta sundlaugar til að ræða tilefni til aukaverka, sem upp eru komin og hugsanlega koma upp, og hvernig fara skuli með þau, þ.m.t. hver beri ábyrgð á slíku.

 

3.      Tröppur fyrir rennibraut og brunavarnakerfi

Rætt um hugsanlega möguleika á að endurbæta tröppur fyrir rennibraut sundlaugarinnar samhliða endurbótunum á sundlauginni, en það verk fylgdi ekki útboðinu. Í núverandi tröppum er ekki snjóbræðslukerfi og á veturna þarf stundum að loka rennibrautinni vegna hálku. Lauslegt mat á kostnaði við verkið er 450-550 þús. kr. og er þá snjóbræðslukerfi innifalið.

Fram kom að ekki er brunavarnakerfi í íþróttamiðstöðinni. Óskað hefur verið eftir áætlun um kostnað við að setja slíkt kerfi upp, en hún liggur ekki fyrir

Ákveðið að vísa ákvörðun um þessi mál til afgreiðslu hjá sveitarstjórnunum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:55