Fundargerð - 26. ágúst 2002

Mánudaginn 26. ágúst 2002 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla til að ræða við Helgu A. Erlingsdóttur sem ákveðið var að ráða í starf sveitarstjóra ef um semdist, með vísan í sveitarstjórnarfund 23. ágúst 2002.

 

Mættir voru Ármanna Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Sturla Eiðsson. Ásrún Árnadóttir varamaður Helga Steinssonar sat fundinn þar sem Helgi taldi sig vanhæfan með vísan í sveitarstjórnarfund 23. ágúst 2002.

Sveitarstjórnin ræddi fyrst saman og skoðaði sambærilegan ráðningarsamning sem hægt væri að styðjast við varðandi kaup og kjör sveitarstjóra. Helga mætti svo á fundinn og voru ráðningarmálin rædd og ákveðið við hvaða tölur ætti að miðast við. Eftir að Helga fór var farið að útbúa ráðningarsamning og var hann síðan sendur með tölvupósti til hennar til skoðunar.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23.00.

 

Birna Jóhannesdóttir, fundarritari