Fundargerð - 25. maí 2010
Þriðjudaginn 25. maí 2010, kom hreppsnefnd Arnarneshrepps saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir aðalmenn voru mættir.
Jón Þór Brynjarsson ritaði fundargerð.
Fundurinn hófst kl. 20:00
Oddviti setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fyrir var tekið:
1. Kjörskrárstofn vegna sveitarstjórnarkosninga 29. maí 2010
Lagður fram kjörskrárstofn vegna sveitastjórnarkosninganna 29. maí nk. Á kjörskrá eru 73 karlar og 57 konur. Kjörskráin yfirfarin og samþykkt.
2. Ársreikningur Arnarneshrepps vegna 2009 síðari umræða
Tekjur voru kr. 101.386.346 og gjöld kr. 101.354.210. Niðurstaða fyrir afskriftir var jákvæð um kr. 32.136 og afskriftir voru kr. 5.273.100. Niðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda er neikvæð um kr. 5.240.964, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld neikvæð um kr.1.286.775. Rekstrarniðurstaða ársins er því neikvæð um kr. 6.527.739.
Ársreikningurinn var samþykktur að loknum umræðum og undirritaður.
3. Fundargerð frá Framkvæmdanefnd ÞMS frá 6. maí sl.
Fundargerðin er í einum lið. Fundargerðin rædd og samþykkt.
4. Ársreikningur Þelamerkurskóla vegna 2009 síðari umræða
Ársreikningur Þelamerkurskóla fyrir árið 2009 lagður fram til síðari umræðu. Framlag Arnarneshrepps vegna reksturs skólans var kr. 32.948.911.
Engar athugasemdir voru gerðar við ársreikninginn og hann að lokum samþykktur.
5. Fundargerð frá stjórn ÍMÞ frá 6. maí sl.
Fundargerðin er í einum lið. Fundargerðin rædd og samþykkt.
6. Ársreikningur ÞMS vegna 2009 síðari umræða
Ársreikningur ÍMÞ fyrir árið 2009 lagður fram til síðari umræðu. Framlag Arnarneshrepps vegna reksturs ÍMÞ var kr. 2.257.484
Engar athugasemdir voru gerðar við ársreikninginn og hann að lokum samþykktur.
7. Fornleifavernd ríkisins, vegna deiliskipulags frístundabyggðar Þrastarhóli, bréf frá 16. apríl sl.
Í bréfinu kemur fram að skipulagstillögunni hefur verið breytt lítillega í samræmi við tillögur Fornleifaverndar ríkisins og að stofnunin geri ekki frekari athugasemdir við tillöguna.
8. Deiliskipulag frístundasvæðis í landi Þrastarhóls
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundasvæði í landi Þrastarhóls. Svæðið er samtals um 4,8 ha að stærð. Þar er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir frístundahús, hver um sig 2.395 - 2.735 m2 að stærð. Tillagan hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.
Hreppsnefnd samþykkir tillöguna, eins og hún liggur fyrir, og felur oddvita að annast gildistöku hennar skv. 3. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
9. Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð, drög
Lagt fram tölvubréf, dags. 12. maí 2010, frá Eyþingi um lokadrög að fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð.
Lagt fram til kynningar.
10. Fundargerð frá stjórn Eyþings, 212.fundur frá 30. apríl sl.
Fundargerðin er í 15 liðum. Lagt fram til kynningar.
11. Sýslumaðurinn á Akureyri, rekstarleyfi. Bréf frá 6. maí sl.
Óskað er eftir umsögn hreppsnefndar vegna rekstarleyfis fyrir Dunhaga sf. kt. 630388-1479.
Hreppsnefnd samþykkir erindið og leggur til að umrætt rekstarleyfi verði veitt.
Jósavin Gunnarsson vék af fundi meðan þessi dagskrárliður var afgreiddur.
12. Fundargerð frá HNE, 125. fundur frá 7. apríl sl.
Fundargerðin er í 23 liðum. Lagt fram til kynningar.
13. Skipulagsstofnun, vegna deiliskipulag á Hjalteyri. Bréf frá 5. maí sl.
Yfirlit yfir þær athugasemdir sem að skipulagsstofnun gerir vegna deiliskipulagsins á Hjalteyri.
Hreppsnefnd mun beita sér fyrir því að þessi atriði verði lagfærð hið fyrsta.
14. Stofnun Árna Magnússonar, styrktarbeiðni. Bréf frá 7. maí sl.
Erindinu hafnað.
15. Brunabótafélag Íslands, styrktarsjóður EBÍ. Bréf frá 6. maí sl.
Lagt fram til kynningar.
16. Bréf frá Gústav Geir Bollasyni varðandi vinnustofuhúsnæði.
Afgreiðslu frestað.
17. Önnur mál
Ákveðið hefur verið að halda hreinsunardag í Arnarneshreppi laugardaginn 12. júní nk. Verður nánari framkvæmd á þessum hreinsunardegi auglýst með dreifibréfi þegar nær dregur.
Stefnt er að því að halda Sæludaginn í sveitinni" þann 31. júlí í nýju sameinuðu sveitarfélagi.
Almennt heimilissorp verður hirt vikulega í júní, júlí og ágúst.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:05.