Fundargerð - 25. júní 2014

Miðvikuudaginn 25. júní 2014 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Sveitarstjórn kaus á fundi sínum 18. júní 2014 eftirtalda í skipulags- og umhverfisnefnd á yfirstandandi kjörtímabili: Jón Þór Benediktsson, formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Róbert Fanndal.

 

Fundarmenn voru ofantaldir fulltrúar í nefndinni og auk þess Axel Grettisson, oddviti, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024, umræða

Lagt fram bréf, dags. 18. júní 2014, frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, vegna erindis Hörgársveitar, dags. 20. janúar 2014, þar sem óskað er eftir samþykki ráðherra fyrir frestun á ákvörðun um þá þætti sem varða Blöndulínu 3. Í bréfi ráðuneytisins er sveitarfélaginu gefinn kostur á að afturkalla erindið. Í bréfinu kemur fram það mat Skipulagsstofnunar að framsetning Blöndulínu 3 í fyrirliggjandi drögum að aðalskipulagi sveitarfélagsins nái þeim markmiðum sveitarstjórnar að fresta ákvarðanatöku um línulegu og gerð Blöndulínu 3 þar til tilteknar forsendur línunnar hafi skýrst og liggi fyrir. Stofnunin gerir þó ekki athugasemd við að sveitarfélaginu verði veitt umbeðin heimild.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að beiðni um samþykki ráðherra fyrir frestun á ákvörðun um þá þætti í drögum að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024, sem varða Blöndulínu 3 verði afturkölluð. Jafnframt samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga aðalskipulaginu verði auglýst eins og hún var kynnt 8. apríl 2013.

 

2. Umhverfisverðlaun

Rætt um útfærslu á veitingu umhverfisverðlauna í sveitarfélaginu.

 

3. Fundartími nefndarinnar

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að reglulegir fundardagar nefndarinnar verði í vikunni fyrir reglulega sveitarstjórnarfundi, annan hvorn mánuð.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:35.