Fundargerð - 25. júní 2003
Miðvikudaginn 25. júní 2003 kl. 20:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til 34. fundar í Þelamerkurskóla.
Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt Helgu A. Erlingsdóttur. Engir áheyrnarfulltrúar voru mættir.
Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Helgi óskaði eftir að bæta við dagskrána umræðum um framtíð Melaréttar.
Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.
1. Ársreikningur Hörgárbyggðar, Þelamerkurskóla og Íþróttahúss
Ársreikningur Hörgárbyggðar 2002 var ræddur og síðan samþykktur með sex atkvæðum, einn sat hjá. Ársreikningurinn var síðan áritaður af sveitarstjórn. Ársreikningar Þelamerkurskóla og Íþróttahúss rekstrarárið 2002 voru síðan afgreiddur til síðari umræðu.
2. Starfsemi sveitarstjórnar og skrifstofa sveitarfélagsins
Helga kom með upplýsingar um hver væru laun oddvita og sveitarstjórnarmanna í nágrannabyggðum og er talsverður munur á milli sveitarfélaganna. Helga, Helgu og Birnu var falið að skoða verkaskiptingu milli sveitarstjóra og oddvita ásamt því að skoða launamálin. Samþykkt að Helga fái greidda 25 ev. tíma aukalega fyrir júní.
3. Fundargerðir
a. Fundargerð byggingarnefnd Eyjafj. frá 18. júní sl. afgreidd án athugasemda
b. Fundargerð Heilbrigðinefnd Norðurlands e. frá 2. júní sl. lög fram til kynningar
4. Ýmis erindi lögð fram til kynningar
a) Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar skýrsla stjórnar og ársreikningur, lagt fram til kynningar.
b) Leigusamningur v/Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. og Akureyrarbæjar um leyfi til urðunar sorps á Glerárdal út árið 2007, lagt fram til kynningar.
c) Samningur um stofnanaþjónustu f.aldraða milli Akureyrarbæjar annars vegar og annarra sveitarfélaga við Eyjafjörð hins vegar. Lagður fram til kynningar. Hlutur Hörgárbyggðar verður kr. 989.000.
d) Félagsþjónusta og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
e) Starfsreglur Hörgárbyggðar v/viðbótarlána
Starfsreglur Hörgárbyggðar v/viðbótarlána, unnar af Sigurbjörgu Jóhannesdóttur voru lagðar fram. Samþykkt að fella niður að skilyrði fyrir veitingu viðbótarláns að umsækjendur hefðu lögheimili í Hörgárbyggð og inn komi að þrjú ár þurfi að líða frá veitingu viðbótarláns þar til hægt er að sækja um viðbótarlán að nýju.
f) AFE formleg samskipti, bréf komið 19. júní. Lagt fram til kynningar.
g) Erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar dags. 20. júní sl. Lagt fram til kynningar.
h) Erindi frá Félagi Tónlistarskólakennara dags. 18. júní 2003, lagt fram til kynningar.
5. Styrkbeiðnir. a) Bókaútgáfan Hólar
Samþykkt að veita kr. 10.000 í styrk.
6. EYÞING framlög til menningarstarfs
Óskað er eftir upplýsingum frá Hörgárbyggð um hve framlög sveitarfélagsins séu til menningarmála og hvernig þau skiptast á milli tónlistar, leiklistar, myndlistar, safnastarfsemi og í aðra starfsemi. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
7. Náttúruverndaráætlun 2003-2008. Erindi frá Akureyrarbæ: Friðlýsing Krossanesborga
Sveitarstjórn samþykkir að stuðla að friðun þess svæðis sem tilheyrir Hörgárbyggð.
8. Þóknun til skólanefndar
Í bréfi frá Arnarneshreppi kemur fram að hreppsnefnd Arnarneshrepps getur fallist á að skólanefnd fá fundarþóknun sína greidda tvisvar á ári og að skólanefndarformaðurinn fái 3% af þingfararkaupi en aðrir nefndarmenn 2%. Hreppsnefnd Arnarneshrepps óskar eftir ályktun sveitarstjórnar Hörgárbyggðar og væntir þess að sameiginlegt svar muni berast skólanefnd sem fyrst. Samþykkt að skólanefnd frá greitt mánaðarlega eins og aðrar nefndar Hörgárbyggðar sbr. fundargerð skólanefndar 5. nóvember 2002.
9. Gásir deiliskipulag bæklingur
Hugmyndir um að gera deiliskipulag að Gásakaupstað, sem unnið hefur verið að hjá Minjasafninu og Ferðamálasetri. Málið lagt fram til kynningar.
10. Fundur um urðunarstað fyrir Eyjafjörð
Á fundi Sorpeyðingar Eyjafjarðar 27. maí 2003 var ákveðið að fara til fundar við fulltrúa Hörgárbyggðar, þau Helgu Erlingsdóttur og Helga Steinsson, vegna svarbréfs dags. 29. apríl við bréfi Sorpeyðingar dags. 8. apríl um urðun sorps á Gásum. En í svari Hörgárbyggðar kom fram að ef einhver urðunarstaður annar fyndist í Hörgárbyggð en Gásir væri hægt að skoða það. Helgi nefndi á fundinum að sér litist best á eyðijörðina Skúta sem næsta valkost í Hörgárbyggð. Niðurstaða fundarins var sú að óska eftir því að Björn Jóhann Björnsson að hann skoði Skúta og Skjaldarvík út frá hugsanlegum rekstri urðunarstaðar.
11. Endurgreiðsla VSK
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga komu upplýsingar um að VSK er endurgreiddur sex ár aftur í tímann vegna götusópunar. Áður hefur komið fram er VSK endurgreiddur sex ár aftur í tímann vegna holræsahreinsunar. Lagt fram til kynningar.
12. Deiliskipulag Steðja o.fl.
Teikningar af skipulagi á Steðja var lagt fram á fundinum, með þeim breytingum á texta að staðsetning sé innan byggingarreits og mænistefna sé að jafnaði í samræmi við teikningu. Frá þessu megi þó víkja ef rök mæla með því, sé um frávik að ræða skal samráð haft við höfund tillögunnar. Textabreytingin var samþykkt af sveitarstjórn og sveitarstjóra heimilað að auglýsa deiliskipulagið.
13. Tónlistarhátíð í Skjaldarvík
Umsókn um leyfi sveitarfélagsins. Þrír höfnuðu erindinu einn var meðmæltur og þrír sátu hjá.
14. Framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins
Sveitarstjóra falið að skoða hver eigi að gera við holunar í Skógarhlíðinni og sjá um að viðgerð fari fram. Einnig að láta setja ofaníburð á sveitarstjórnarskrifstofunni.
15. Bréf frá Hugrún leikskólastjóra þar sem hún biður um launalaust leyfi í ár vegna náms maka í Reykjavík. Erindin var hafnað. Þrír sögðu nei, tveir sögðu já, einn skilaði auðu og einn greiddi ekki atkvæði.
16. Stefnuvottur fyrir Hörgárbyggð
Sturla Eiðsson var kjörinn stefnuvottur Hörgárbyggðar og Guðmundur Víkingsson til vara.
Melarétt
Samþykkt að heimila oddvita að ganga frá samkomulagi við hestamannafélagið Framfara, í samræmi við umræðuna á fundinum, um að þeir sjái um allan rekstur og viðhald á Melarétt gegn því að þeir hafi réttina til fullra umráða.
Næsti sveitarstjórnarfundur er áætlaður 20. ágúst í Þelamerkurskóla.
Fleira ekki gert eða bókað. Fundi slitið kl. 00:30.