Fundargerð - 25. júlí 2004
Fundur skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins
25.07.04. kl. 20:15.
Mætt voru; Hermann, Árni og Birna, fyrsti varamaður nefndarinnar í stað Gunnars Hauks sem var fjarverandi svo og sveitarstjórinn Helga Arnheiður.
1. mál. Hermann setti fund og lagði fram svohljóðandi tillögur, sem voru samþykktar samhljóða. 1. Búin verði til dagskrá fyrir hvern fund og hún send út ásamt gögnum minnst tveimur sólarhringum fyrir fund.
2. Skila verði inn skriflegum erindum, sem leggja á fyrir nefndina, annars verða þau ekki tekin til afgreiðslu. 3. Athuga ástand mæliblaða með byggingareitum og staðsetningu húsa inn á þeim. 4. Passað verði að umsóknir til nefndarinnar verði ekki látnar bíða of lengi eftir afgreiðslu.
2. mál. Beiðni frá Jóhanni Ólsen og Hjördísi Stefánsdóttur um leyfi til að byggja íbúðarhús í landi Einarstaða neðan þjóðvegar 1. Nefndin samþykkir erindið.
3. mál. Erindi, ásamt teikningum frá Haraldi Árnasyni fyrir hönd hjónanna Halldóru Vébjörnsdóttur og Baldurs Guðlaugssonar Skógarhlíð 25, Hörgárbyggð, um viðbyggingu við íbúðarhús sitt. Farið hefur fram grendarkynning um fyrirhugaðar framkvæmdir og hlotið samþykki allra er málið varðar. Erindið samþykkt.
4. mál. Umsókn um leyfi til uppsetningar á auglýsingaskilti í landi Hraukbæjarkots við þjóðveg 1. Nefndin samþykkir beiðnina til 3 ára með fyrirvara um leyfi Vegagerðar Rrkisins.
Fleira ekki tekið til afgreiðslu. Fundi slitið kl. 21:30.
Árni Arnsteinsson.