Fundargerð - 25. apríl 2003

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til 29. fundar á Melum 25. apríl 2003 kl. 19:30. Undirrituð voru mætt.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir

 

Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi bókun.

 

“Kjörnir fulltrúar Hörgárbyggðar í skólanefnd munu fjalla um umsóknir eins og fram kemur í erindisbréfi, enda nýtur skólanefnd fulls trausts sveitarstjórnar Hörgárbyggðar til að vinna þá vinnu. Eftir að skólanefnd hefur skilað umsóknum, umsögnum og tillögum um val á skólastjóra til sveitarstjórnar mun sveitarstjórn Hörgárbyggðar í samvinnu við sveitarstjórn Arnarneshrepps taka endanlega ákvörðun um ráðningu skólastjóra.”

 

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti eftirfarandi breytingu á 12. gr. erindisbréfs skólanefndar Þelmerkurskóla. Að loknum umsóknafresti skal skólanefnd halda fund svo fljótt sem auðið er, fjalla um umsóknir, leita meðmæla og ræða við valda umsækjendur. Umsóknirnar skulu að því loknu sendar sveitarstjórnum ásamt umsögnum og tillögum um val á skólastjóra, með fyrirvara á samþykkt sveitarstjórnar Arnarneshrepps.

 

 

Helgi Bjarni Steinsson,

Sturla Eiðsson,

Guðný Fjóla Árnmarsdóttir,

Klængur Stefánsson,

Sigurbjörg Jóhannesdóttir,

Birna Jóhannesdóttir.