Fundargerð - 25. ágúst 2004

Fundur í skipulagsnefnd haldinn á kaffistofu Hörgárbyggðar 25.08.04

kl 20:15.  Mættir: Gunnar Haukur, Hermann og Árni.

 

1. Tvær síðustu fundargerðir undirritaðar.

2. Erindi undirritað af Ævari Ármannssyni f.h. eigenda Skipalóns. Sótt er um leyfi til að setja upp tvo sumarbústaði í landi Skipalóns samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd. Einnig fylgdi teikningar af fyrirhuguðu húsi, sem á að reisa á lóð B. Nefndin samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá formsatriðum gagnvart skipulagsstofnun.

3. Beiðni frá Eiríki Sigfússyni um leyfi til að byggja tvö sumarhús nr.11 og 12 á áður samþykktu sumarhúsasvæði í Fögruvík. Nefndin samþykkir beiðnina og felur sveitarstjóra að ganga frá málum við skipulagsstofnun.

4. Umræður urðu um skipulagsmál í Skógarhlíð sérstaklega lóðamörk og opin svæði í eigu sveitarfélagsins utan þeirra. Stefnt að því að fá Ævar Ármannsson á fund og koma skipulagsmálum í Skógarhlíð á hreint.

 

Fleira ekki bókað.Fundi slitið kl 22:00.

 

Árni Arnsteinsson