Fundargerð - 24. nóvember 2004

Fundargerð 64.

 

Miðvikudaginn 24. nóvember 2004 kl. 20,00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 59. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Engir áheyrnarfulltrúar mættu.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  Óskað var eftir að bæta við liðnum trúnaðarmál og einnig að byrjað væri á lið 3 á dagskránni þ.e. fjárhagsáætlanir og var það samþykkt.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

DAGSKRÁ

 

  1. Fundargerðir

a)      Fjallskilanefnd, frá 24. ágúst og 15. nóvember.

b)      Stjórn Eyþings, 157. fundur, frá 12. nóvember

c)      Skólanefnd, frá 9. nóvember og 16. nóvember.

d)      Héraðsnefnd og héraðsráð, ásamt fjárhagsáætlunum.

e)      Sorpsamlag Eyjafjarðar, fundargerðir og fl.

  1. Bréf:

a)      Frá Náttúrverndarnefnd Eyjafjarðar, dags., 12.nóv. 04.

b)      Reikningsskila- og upplýsinganefnd, dags., 11. nóv. 04.

c)      Frá Samtökum tónlistarskólastjóra, dags., 11. nóv.04.

d)      Frá Siglufjarðarkaupstað, dags., 11. nóv. 04.

  1. Fjárhagsáætlanir.
  2. Sameining sveitarfélaga.
  3. Erindisbréf og reglur.

 

 

1.            Fundargerðir

 

a.   Fundargerðir fjallskilanefndar, frá 24. ágúst og 15. nóvember.  Fundargerðirnar afgreiddar án athugasemda. Varðandi lið 4. í fundar-gerðnni frá 15. nóvember var sveitarstjóra falið að innheimta fjóra aðila fyrir gangnarof skv. greinargerð fjall­skilanefndar. b.  Fundargerð stjórnar Eyþings, 157. fundur, frá 12. nóvember. Lögð fram til kynn­ingar.  c. Fundargerðir skólanefndar, frá 9. nóvember og 16. nóvember,           ræddar og síðan af­greiddar án athugasemda. d.  Fundargerðir héraðsnefndar og héraðsráðs, ásamt fjárhagsáætlunum. Frestað til næsta fundar.  e.  Sorpsamlag Eyjafjarðar, fundargerðir frá 2. sept. og 2. nóv. 2004 og fl.

Þar kemur fram í nýrri skýrslu Stuðuls um Syðri-Bakka í Arnarneshreppi  að á þessu stigi liggi ekkert fyrir sem útiloki það að gera urðunarstað á Syðri-Bakka. Er ákveðið á fundi Sorpeyðingar Eyjafjarðar 2. sept. að senda hreppsnefnd Arnarneshrepps erindi þar sem leitað verður eftir heimild til að gera frekari rannsóknir á Syðri-Bakka og jafnframt óskað eftir vilyrði fyrir að gerðar verði nauðsynlegar skipulagsbreytingar vegna uppbyggingar urðunarstaðar, komi í ljós við frekari rannsóknir að unnt sé að reka slíkan stað á þessu svæði sem stenst öll ákvæði laga og reglugerða um meðhöndlun úrgangs.

 

2.  Bréf:

a.  Frá Náttúrverndarnefnd Eyjafjarðar, dags., 12.nóv. 04.  Þar kemur fram með vísan til 43. gr. laga nr. 44/1999, að hafna beri umsókn Bautans á Akureyri um að setja upp auglýsingaskilti vestan vegar við þjóðveg 1 við Dvergastein, en óskað var eftir umsögn nefndarinnar um framagreint mál með bréfi dags. 17. september 2004.

b. Félagsmálaráðuneytið/reikningsskila- og upplýsinganefnd, dags., 11. nóv. 04.  Þar kemur fram að skv. reglugerð nr. 944/2000, með síðari breytingum, ber sveitarstjórn að afgreiða fjárhagsáætlun 2005 ásamt þriggja ára áætlun 2006-2008 fyrir árslok og skila á rafrænu formi sem uppfyllir kröfur sem ráðuneytið setur.

c.  Frá Samtökum tónlistarskólastjóra, dags., 11. nóv.04.  Þar kemur fram að boðað málþing STS sem vera átti í Ársal Hótels Sögu 19. nóvember sl,. vegna endurskoðunar laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, var ekki haldið þar sem að enginn fulltrúi frá menntamálaráðuneytinu úr laganefndinni taldi það við hæfi að hann sæti í forsvari á málþinginu.  Var því talið að grundvöllurinn fyrir þinginu væri brostinn.

d. Frá Siglufjarðarkaupstað, dags., 11. nóv. 04.  Vegna svæðisskipulags Eyjafjarðar 1998-2018 um óverulega breytingu á aðalskipulagi fyrir Siglufjörð og er sveitarstjórn Hörgárbyggðar gefinn kostur á að koma með skriflegar ábendingar fyrir 26. nóvember 2004, vegna þessa. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar gerir ekki athugasemd vegna breytingarinnar.

 

3. Fjárhagsáætlanir.

Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Hörgárbyggðar v/2005, fyrri umræða.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar ákvað að hætta að sjá um milligöngu á greiðslum vegna sorpurðunar fyrirtækja í Hörgárbyggð. Sveitarstjóra falið að tilkynna fyrirtækjum í Hörgárbyggð um þessa ákvörðun og er þessari þjónustu sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara.

Ákveðið var að hækka sorphirðugjald, fyrir árið 2005, á hvert heimili um kr. 2.000 þe. úr kr. 8.000 í kr. 10.000.

Ákveðið var að útsvarsprósentan á árinu 2005 verði hækkuð úr 12.8 í 13,03, fasteignagjöld 0,4, fasteignagjöld á iðnaðar og atvinnuhúsnæði 1,4, holræsagjald 0,18 og afsláttur af fasteignagjöldum til öryrkja og eldri borgarar allt að kr. 30.000.

 

4. Sameining sveitarfélaga.  Frestað til næsta fundar.

5. Erindisbréf og reglur.  Frestað til næsta fundar.

6. Trúnaðarmál.       

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:50