Fundargerð - 24. janúar 2001
Sveitarstjórn Hörgárbyggðar kom saman til fundar í Hlíðarbæ miðvikudagskvöldið 24. janúar 2001 kl. 20:30. Allir nefndarmenn voru mættir. Einnig voru mættir nokkrir áheyrnarfulltrúar.
1. Oddviti kynnti fyrir sveitarstjórn að kennitala hefði fengist og hún væri 510101- 3830.
2. Oddviti kynnti hugmynd framkvæmdanefndar hvort selja ætti Mið-Samtún. Málið rætt og oddvita falið að kanna málið.
3. Borist hefur tilboð frá Tölvumiðlun ehf. Grensásvegi 8 Reykjavík (Valur Þórarinsson) að útvega forrit S.F.S. fyrir sveitarfélagsreikningana. Kostnaður er, uppsetning á kerfi 58.000.- Uppfærsla 73.000.- Leyfi til notkunar 55.770.- samtals 186.770.- Framkvæmdanefnd leggur til að gengið verði að þessu tilboði. Oddvita falið að kanna kaup á tölvu sem er nógu öflug til að ráða við þennan búnað.
4. Sveitarstjórn leggur til að launakjör sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins verði þannig:
Oddviti fái 40% af þingfararkaupi og greiddan akstur. Framkvæmdanefnd, aðrir en oddviti fá 5% af þingfararkaupi og greiddan akstur. Skrásetjari fundargerða og fréttabréfa 5% af þingfararkaupi útfærslu.
Allar aðrar nefndir og fulltrúi foreldra í leikskólanefnd fá 2% af þingfararkaupi og greiddan akstur fyrir bókaða fundi.
5. Umræður um sorp og sorpflutning
Kynnt var tilboð í sorpflutning, því máli vísað til framkvæmdanefndar. Ákveðið var að hvert heimili fái 50 sorppoka og rekstur 50 sorppoka á ári.
6. Sveitarstjórn ákvað verðhugmyndir fyrir refaveiðar, sem eru 14.000 kr. fyrir unnið grendýr, 7.2000 kr. fyrir yrðling, fyrir hlaupadýr 7.000 kr. og 10.500 fyrir hlaupadýr unni af ráðnum grenjaskyttum Hörgárbyggðar. Ákveðið var að ræða við sömu grenjaskyttur og voru í gömlu sveitarfélögunum.
Minkaleit. Helga Steinsson falið að skoða hvort veiðifélagið taki að sér skipulag á því verki.
7. Oddviti lagði fundargerði og fl. fram og þar með talið bréf frá Minjasafni, sem verði skoðað nánar síðar. Oddviti lagði fram drög um stjórn og fundarsköp Hörgárbyggðar, sem byggð er á fyrirmynd Félagsmálaráðuneytisins. Einnig las oddviti fundargerð Þelamerkurskóla frá 10. jan. sl.
Þar kom fram í 11. lið fundargerðarinnar bókun til vegagerðar. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar ákvað að fylgja þeirri bókun eftir, sem verði svohljóðandi.
Þar sem fyrir liggur að fara í vegaframkvæmdir við þjóðveg 1 fram hjá Þelamerkurskóla á næstunni vill sveitarstjórn Hörgárbyggðar að sett verði aðrein að Þelamerkurskóla og einnig verði sett vegrið á veginn fram hjá skólalóðinni, vegna slysahættu sem óumdeilanlega er fyrir hendi.
Oddviti kynnti fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar sem lögð var fram til fyrstu umræðu.
Heildartekjur eru áætlaðar 80.455.000.- fjárþörf alla 77.702.076.- til eignabreytinga 2.752.924.-
Í fjárhagsáætlun er áætlað 6.100.000.- í gjaldfærða fjárfestingu. Fjárhagsáætlun rædd og leiðrétt eftir þörfum.
Oddviti kynnti bréf frá Menntasmiðju kvenna um fjárstyrk að krónum 50.000.-
Sveitarstjórn samþykkti þá beiðni.
8. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar ákvað að fasteignaskattsprósenta verði 0,40% og 1.32% vegna iðnaðar og verslunarhúsnæðis. Afsláttur til aldraðra, sem eru 70 ára og eldri allt að 20.000 á eigin íbúð. Holræsagjald veði 0,18.
Heilbrigðeftirlitsgjald og tæming rotþróa vísað til framkvæmdanefndar.
9. Á fundinn kom Sigfús Karlsson bókhaldari Þelamerkurskóla og sveitarfélagsins. Sigfús fór yfir svar skólastjóra um framúrkeyrslu Þelamerkurskóla. Sigfús fór yfir þetta lið fyrir lið. Framúrkeyrsla fyrir árið 2000 var ca. 7,6 milljónir, þar af 4,2 milljónir samþykkt á oddvitafundum. Sigfús Karlsson kynnti einnig sveitarstjórn stöðu á reikningum fyrir fyrri ár í íþróttahúsi og Þelamerkurskóla.
10. Sveitarstjórn samþykkti að veita Stellu Sverrisdóttur greiðslufrest á 125.470.- í Sparisjóði Norðlendinga. Oddvita falið að ljúka því máli.
11. Sigfús Karlsson bókhaldi skýrði fyrir sveitarstjórn hvernig staðan væri hjá sér og vildi fá svör frá sveitarstjórn um framhaldið. Sveitarstjórn samþykkti að ráða Sigfús Karlsson til 1. árs, setja honum fyrirmæli að skila reikningum sveitarfélaganna og skóla fyrir apríl lok, annars er heimilt að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Oddvita falið að ljúka málinu.
Ákveðið að næsti sveitarst.fundur verð 21. febr. á Melum í Hörgárdal.
Fleira ekki bókað, fundi slitið
Helgi B. Steinsson