Fundargerð - 23. nóvember 2016

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 

74. fundur

 

Fundargerð

 

Miðvikudaginn 23. nóvember 2016 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, María Albína Tryggvadóttir, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar frá 8. 11. 2016

Fundargerðin er í þremur liðum og þarfnast tveir liðir afgreiðslu sveitarstjórnar:

a) Í 1.lið, sundkort til íbúa sveitarfélagsins

Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2017 eigi íbúar sveitarfélagsins kost á sundkorti án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2016. 

b) Í 2. lið,frístundastyrkur

Sveitarstjórn samþykktiað styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 16.000,- fyrir árið 2017.

2.        Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 14.11.2016

Fundargerðin er í fimm liðum og þarfnast einn liður afgreiðslu sveitarstjórnar:

a) Í 3.lið Fagravík – Pétursborg, umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Lagt er fram erindi dagsett 8.11.2016 þar sem Auður Arna Eiríksdóttir f.h. eigenda Fögruvíkur sækir um breytingu á deiliskipulagi sem felst m.a. í að bæta við einu frístundahúsi, einu afgreiðsluhúsi ásamt því að þjónustu/starfsmannahús verði varanlegt á skipulagssvæðinu. Meðfylgjandi er einnig tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá Búgarði dagsett 7. nóvember 2016.

Sveitarstjórn samþykkti að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.        Fundargerð fræðslunefndar frá 14.11. 2016

Fundargerðin er í fimm liðum og þarfnast einn liður afgreiðslu sveitarstjórnar:

a) Í 2.lið, skóladagatal 2016-2017

Breyting á skóladagatali leikskólans 2016-2017 er varðar tilfærslu á námskeiðs- og skipulagsdögum frá maí til 18.- 21. apríl 2017 en við samþykkt skóladagatals fyrr á árinu hafði komið fram að ef til vill þyrfti að koma til þessara breytinga.Til samræmis færist starfsdagur í Þelamerkurskóla sem vera átti 26. maí til 21. apríl.

Sveitarstjórn samþykkti breytinguna.

4.        Fundargerð stjórnar Eyþings frá 26.10. 2016 og ályktun aðalfundar Eyþings frá 11. og 12. nóvember 2016.

Fundargerðin og ályktunin lagðar fram.

5.        Hlutafjáraukning Hjalteyri ehf

Á hluthafafundi Hjalteyar ehf þann 10.11.2016 var samþykkt að auka hlutafé félagsins um kr. 8.764.000,- . Hörgársveit á 20,54% hlut í félaginu hefur forkaupsrétt að hlut að fjárhæð kr.1.800.000,-

Sveitarstjórn samþykkti að neyta forkaupsréttar og kaupa hlutfé að upphæð kr.1.800.000,-.

6.        Umsókn um Lækjarvelli 7

Lögð fram umsókn um lóðina að Lækjarvöllum 7 frá Vagni Kristjánssyni.

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Vagni Kristjánssyni kt. 311080-5719 lóðinni nr. 7    við Lækjarvelli og er sveitarstjóra falið að gera samning við umsækjanda um lóðina og greiðslu gatnagerðargjalda.

7.        Kosning í svæðisskipulagsnefnd

Sveitarstjórn samþykkti að Snorri Finnlaugsson verði aðalfulltrúi í svæðis-skipulagsnefnd Eyjafjarðar í stað Guðmundar Sigvaldasonar.

8.        Skútar umsókn um endurnýjun starfsleyfis

Lagt fram erindi frá HNE ásamt umsókn um starfsleyfi að Skútum/Moldhaugum, en núverandi starfsleyfi gilti eingöngu í eitt ár.  HNE óskar staðfestingar sveitarfélagsins á því að sú starfsemi sem sótt er um starfsleyfi fyrir samræmist gildandi skipulagi á svæðinu.

Sveitarstjórn áréttar að í samþykktu deiliskipulagi svæðisins segir:

„Geymslusvæði  er fyrir gáma og er mesta hæð 4,0 m – hákmarksstærð gámaflatar er 3,0 ha.  Einnig er það fyrir bíla, krana, vinnuvélar, byggingatengt efni o.þ.h.“

Ekkert ákvæði er í samþykktu deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir geymslusvæði fyrir ónothæfar og úr sér gengnar vinnuvélar né vinnuvélasafni.

Sveitarstjórn mælist til þess endurnýjað starfsleyfi gildi ekki lengur en eitt ár í einu og mælist til þess að í starfsleyfinu verði skýrt skilgreint hvað felst í leyfi til reksturs geymslusvæðis m.a. með tilliti til sjónmengunar og annarrar mengunar.  Sveitarstjórn ítrekar að ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir safn eða safngripi á Skútum/Moldhaugum og því getur starfsleyfi ekki náð til þeirrar starfsemi.

9.        Grund

Meðfylgjandi er erindi þar sem lýst er yfir áhuga á fá að kaupa Grund landspildu nr 220-329 sem er í eigu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að rætt verði við bréfritara.

10.        Bréf frá Akureyrarbæ varðandi drög að rammahluta aðalskipulags Akureyrar fyrir Oddeyri.

Lagt fram til kynningar.

11.        Bréf frá Hestamannafélaginu Létti varðandi framtíðarsýn reiðvegamála

Bréfið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að fundað verði með bréfritara.

12.        Gjaldskrár 2017

a) Rætt um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2017.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2017 verði óbreytt 14,52%.

b) Rætt um álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2017 og drög að afsláttarreglum fasteignaskatts vegna elli- og örorkulífeyrisþega.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall fasteignaskatts fyrir árið 2017 skv. a-lið verði 0,40%, skv. b-lið 1,32% og skv. c-lið 1,40% af fasteignamati. Þá samþykkti sveitarstjórn að 2. gr. gjaldskrár fráveitna í Hörgársveit verði þannig að holræsagjald fráveitu í þéttbýli verði 0,18% og ennfremur að vatnsgjald Vatnsveitu Hjalteyrar verði kr. 10.910 á hverja íbúð og hvert frístundahús, að sorphirðugjald heimila verði kr. 50 .000, að sorphirðugjald frístundahúsa verði kr. 15.585,- enda sé þjónusta þar ekki veitt á vetrum, og að sorphirðugjald vegna búrekstrar verði 89 kr. fyrir hverja sauðkind, 540 kr. fyrir hvern nautgrip, 385 kr. fyrir hvert hross og 497 kr. fyrir hvert svín. Framlögð drög að reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti voru samþykkt af sveitarstjórn. Þær gera ráð fyrir að efstu tekjumörk afsláttar fyrir einstaklinga verði kr. 4.323.000 og fyrir samskattaða kr 5.755.000.

c) Rætt um aðrar gjaldskrár fyrir árið 2017

Sveitarstjórn samþykkti að frá 1. janúar 2017 kosti hver klst. í vistun í Álfasteini 3.565 kr. á mánuði, að fullt fæði í leikskóla kosti 7.875 kr. á mánuði og að mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla verði 655 kr. á dag. Á árinu 2017 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund 800 kr. en aðrar breytingar verði ekki á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Aðrar gjaldskrár varðandi útleigu á húsnæði og húsbúnaði í Þelamerkurskóla sem og gjaldskrá Hlíðarbæjar hækki í samræmi við áætlaðar hækkanir í fjárhagsáætlun 2017.

13.        Viðauki 02 við fjárhagsáætlun 2016

Lögð fram tillaga að viðauka 02 við fjárhagsáætlun 2016

Sveitarstjórn samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016, sem hefur auðkennið 02/2016, og gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 18.571 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 7.107 þús. kr.

14.        Ályktun kennara Þelamerkurskóla

Lögð fram ályktun kennara Þelamerkurskóla til sveitarstjórnar vegna stöðu mála í kjaramálum kennara.

15.        Hækkun á þingfararkaupi skv. úrskurði Kjararáðs

Rætt um úrskurð Kjararáðs en laun sveitarstjórnar – og nefndarmanna taka mið af þingfararkaupi.

Sveitarstjórn samþykkti að laun sveitarstjórnar- og nefndarmanna sveitarfélagsins haldist óbreytt að sinni.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:10