Fundargerð - 23. maí 2016

Fræðslunefnd Hörgársveitar

 

23. fundur

 

Fundargerð

 

Mánudaginn 23. maí 2016 kl. 17:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri, Jónína Sverrisdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Eva María Ólafsdóttir fulltrúi foreldra grunnskóla, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Andrea R. Keel, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteins og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

Málefni Álfasteins:

1.        Skóladagatal Álfasteins 2016-2017, umræður og afgreiðsla

Lagt fram til umræðu og afgreiðslu skóladagatal og ársáætlun Álfasteins 2016-2017.

Fræðslunefnd staðfesti skóladagatalið og ársáætlun Álfasteins 2016-2017 fyrir sitt leiti og leggur til við sveitarstjórn að það verði samþykkt.

2.        Starfsmannamál og fjöldi barna

Leikskólastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi áætlaðan barnafjölda og væntanlegt skipulag að hausti.

3.        Ný skólanámskrá Álfasteins

Skólanámskrá heilsuleikskólans Álfasteins var lögð fram á síðasta fundi fræðslunefndar. Fræðslunefnd samþykkti skólanámskrána fyrir sitt leiti.

 

Sameiginleg málefni:

4.        Skólastefna Hörgársveitar

Guðmundur Sigvaldason fv. sveitarstjóri sem fenginn hefur verið að vinnu við skólastefnuna mætti á fundinn og fór yfir drög að skólastefnunni sem fengið hafa víðtæka kynningu.  Farið var yfir drögin.

Fræðslunefnd samþykkti skólastefnu Hörgársveitar fyrir sitt leiti og leggur til við sveitarstjórn að hún verði staðfest og fái almenna kynningu.

 

Málefni Þelamerkurskóla:

5.        Skóladagatal Þelamerkurskóla 2016-2017, umræður og afgreiðsla

Lögð fram til umræðu og afreiðslu skóladagatal og ársáætlun Þelamerkurskóla 2016-2017.

Fræðslunefnd staðfesti skóladagatalið og ársáætlun Þelamerkurskóla 2016-2017 fyrir sitt leiti og leggur til við sveitarstjórn að það verði samþykkt.

6.        Niðurstöður foreldrakönnunar – kynning

Skólastjóri kynnti niðurstöður foreldrakönnunar.

7.        Næsti vetur – nemendafjöldi, hópaskiptingar og mannahald – kynning

Skólastjóri lagði fram yfirlit yfir nemendafjölda, hópaskiptingar og mannahald.

8.        Húsnæði – framhald á viðhaldi húsnæðis – fyrirspurn og umræður

Umræður um frekari framkvæmdir við viðhald á húsnæði skólans.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 19:05