Fundargerð - 22. október 2003
22.10.2003
Fimmtudaginn 22. október 2003 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 42. fundar í Þelamerkurskóla.
Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur. Engir áheyrnarfulltrúar voru mættir.
Helgi Steinsson, oddviti Hörgárbyggðar, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Oddviti óskaði eftir að fundurinn heimilaði að Jónas Ragnarsson kæmi á fundinn vegna ljósastauramálsins. Samþykkt.
Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.
Þetta gerðist:
- Lögfræðiþjónusta. Rætt var um lögfræðiþjónustu fyrir Hörgárbyggð. Á fundinn kom Ólafur Rúnar Ólafsson lögfræðingur og kynnti sig og sín störf en hann hefur fyrst og fremst unnið að stjórnsýslu, gjaldþrota og fjölskyldurétti. Ákveðið var að leggja fyrir hann ákveðið mál og sjá til hvernig reynist.
- Lóðarsamningur vegna Engimýrar. Lagður var fram lóðarsamningur vegna Engimýrar. Um er að ræða þrískiptingu á jörðinni Engimýri. Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
- Þjónustusamningur um Markaðsskrifstofu Norðurlands. Lagður var fram samningur milli Hörgárbyggðar og Markaðsskrifstofu Norðurlands. Samningurinn felur í sér að Markaðsskrifstofan vinni að stefnumótun í ferðamennsku og stuðli að fjölgun ferðamanna í Hörgárbyggð. Má segja að Markaðsskrifstofan taki við þeim þætti Atvinnuþróunarfélagsins sem snéri að ferðaþjónustu auk fleiri þátta. Samþykkt var að ganga að samningnum og sveitarstjóra falið að undirrita hann.
- Tónlistarskóli Eyjafjarðar, kostanðaráætlun vegna haustannar. Hlutur Hörgárbyggðar mánuðina ágúst desember er kr. 307.087 á mánuði. Ársreikningur Tónlistarskólans lagður fram til kynningar. Ákveðið að skoða hvort ekki sé mögulegt að Þelamerkurskóli ráði tónlistakennara við skólann eins og Svalbarðsstrandarhreppur hefur gert. Framkvæmdanefnd og skólanefnd falið að skoða málið.
- Fundargerð Hafnarsamlags Norðurlands. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
- Fundargerðir skólanefndar frá 9. september og 14. október voru afgreiddar án athugasemda.
- Fundargerð framkvæmdanefndar frá 20.10.03. Fundargerðin var afgreidd án athugasemda.
- Fundargerðir Eyþings 144. og 145. fundur. Efni frá aðalfundi. Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. Þá voru lagðar fram ályktanir frá aðalfundi Eyþings og fjárhagsáætlun vegna 2004.
- Frá héraðsnefnd tillögur um mál á haustfundi. Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra héraðsnefndar þar sem sveitarstjórn er bent á að koma megi fram með tillögur að málum fyrir haustfund. Sveitarstjórn leggur áherslu á sorpbrennslumál.
- Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit, seinni umræða. Lögð var fram gjaldskrá vegna sérstaks búfjáreftirlit til seinni umræðu.
- Verðbréfastofan möguleikar. Lagt var fram bréf frá Verðbréfastofunni, þar sem hún kynnir möguleika á lántöku sveitarfélaga, lagt fram til kynningar.
- Kynning: a) Frá Menntamálaráðuneytinu um dag íslenskrar tungu lagt fram til kynningar. b) Lögð fram reglugerðarbreyting frá Félagsmálaráðuneytinu í varasjóð húsnæðismála, þar sem kemur fram að ákveðið hefur verið að ábyrgð sveitarfélaga verði eftirleiðis 4% í stað 5%. c) Lögð fram reglugerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um hreinsun og losun rotþróa. Sveitarstjórn samþykkir að lagt verði á rotþróargjald á næsta ári og muni sveitarfélagið í kjölfarið annast tæmingu rotþróa í öllu sveitarfélaginu með skipulögðum hætti. Gjaldskrá verður ákveðin og lögð fram um leið og önnur gjöld fyrir næsta ár. d) Félagsmálaráðuneytið býður félagsmálanefndum og sveitarstjórnum upp á námskeið um félagsþjónustu og vistun barna í heimahúsum sem haldinn verða í samvinnu við Eyþing á Akureyri dagana 26. og 27. október. Ákveðið að bjóða allri félagsmálanefndinni að sækja námskeiðið ásamt sveitarstjóra. e) Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldinn í Reykjavík 5. og 6. nóvember. Sveitarstjóri mun fara á ráðstefnuna fyrir hönd Hörgárbyggðar.
- Íbúaþing. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að íbúaþingi í stórum dráttum. Ljóst er að nokkur vinna er framundan við undirbúning. Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna áfram að undirbúningnum.
- Fjármál Enn hefur tekjujöfnunarframlagið frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga ekki verið greitt út til sveitarfélaga. Þar sem það er stór upphæði í tekjum sveitarfélagsins er fjárhagsstaðan ekki vel ljós. Þó er víst að greiðslur úr Jöfnunarsjóði eru lægri hvað varðar útgjaldaframlag og skólaakstur og munar þar verulegum upphæðum. Stefna á að halda lokaðan fund um fjármál fyrripartinn í nóvember og opinn sveitarstjórnarfund 19. nóvember í ÞMS.
- Jónas Ragnarsson mætti á fundinn vegna ljósastaura. Ákveðið var að byrja á að setja upp ljósastaura í Öxnadalnum nú í haust fyrir allt að kr. 1.000.000.
- Túnaðarmál, skráð í trúnaðarmálabók.
Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 00:30