Fundargerð - 22. júní 2011
Miðvikudaginn 22. júní 2011 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á Staðarbakka. Mættir eru til fundarins: Aðalsteinn H Hreinsson, Jósavin Gunnarsson, Stefán L Karlsson og Guðmundur Skúlason, en Helgi B Steinsson gat ekki mætt vegna þess að sveitarstjórnarfundur stóð yfir á sama tíma.
Eftirfarandi bókað á fundinum:
1. Fundargerð síðasta fundar undirrituð.
2. Tímasetning gangna haustið 2011 rædd. Ákveðið var að höfðu samráði við fjallskilastjóra nágrannasveitarfélaga að 1. göngur í Hörgársveit verða frá miðvikudeginum 7. september til sunnudagsins 11. september og að seinni göngur verði viku síðar.
3. Ákveðið að álagning gangnadagsverka og annað skipulag fjallskila verði með svipuðum hætti og 2010. Fjallskil verða eingöngu lögð á sauðfé, en ekki á annan búpening eða land.
4. Ákveðið að þeir sem hafa allt sitt fé í sauðheldum girðingum allt sumarið, geti sótt um að vera undanþegnir fjallskilum.
5. Rætt um viðhald fjárrétta sveitarfélagsins. Ákveðið að fjallskilanefndarmaður frá hverri fjallskiladeild sjái um að eðlilegt viðhald verði framkvæmt á réttum sveitarfélagsins í hans deild.
6. Fundargerðin yfirfarin og undirrituð
Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 22:05.