Fundargerð - 22. apríl 2002

Mánudagskvöldið 22.04.2002 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar að Melum kl. 20:30. Mættir voru Oddur Gunnarsson, Helgi Steinsson, Ármann Búason, Klængur Stefánsson, Sturla Eiðsson, Aðalheiður Eiríksdóttir og Jóna Antonsdóttir.

 

Dagskrá:

 

1.   Fundargerð Hörgárbyggðar frá 20.04.2002

2.   kosning; aðalmaður og varamaður í stjórn Sparisjóðs Norðlendinga

 

1. Fundargerð Hörgárbyggðar frá 20.04.2002 var lesin, gerðar voru smá orðalagsbreytingar. Fundargerðin samþykkt.

 

2. Oddviti las undirskriftalista frá 21 eigenda að stofnbréfum í Sparisjóði Norðlendinga; þar sem þeir telja tilnefningu Eiríks Sigfússonar í stjórn Sparisjóðs Norðlendinga óásættanlega. Af þeirri ástæðu mundu þessir aðilar ekki mæta á aðalfund sparisjóðsins og freista þessa þar með að koma í veg fyrir kjör hans. Oddviti skýrði frá málum varðandi skipun aðal- og varamanns frá fyrri fundum. Klængur Stefánsson harmaði hvernig mál hafa þróast varðandi kjör aðal- og varamanns í stjórn Sparisjóðs Norðlendinga.

Aðalheiður vill að það komi fram að hún gerði ekki athugasemdir við efnislega afgreiðslu málsins við sveitarstjórnarmenn eftir fundinn 17.04.2002. Aðalheiður gerði hins vegar athugasemdir við það að sveitarstjórnarmenn hefðu ekki kynnt henni stöðu málsins fyrir fundinn þann 17.04.2002. Aðalheiður vill að það komi einnig fram að hún telji Eirík Sigfússon ekki vanhæfan til að sitja í stjórn Sparisjóðs Norðlendinga.

Tilnefning kom fram um Odd Gunnarsson sem aðalmann í stjórn Sparisjóðs Norðlendinga. Beiðni fram um skriflega atkvæðagreiðslu.

Kosning fór þannig:

Oddur Gunnarsson     4 atkvæði

Sturla Eiðsson            1 atkvæði

2 seðlar voru auðir.

Oddur Gunnarssoner því rétt kjörinn aðalmaður til eins árs í stjórn Sparisjóðs Norðlendinga. Kosning varamanns til eins ár í stjórn Sparisjóðs Norðlendinga.

Kosning fór þannig:

Gunnar H. Gunnarsson 3 atkvæði

Jóna Antonsdóttir        1 atkvæði

Ármann Búason          1 atkvæði

Auðir seðlar voru tveir. Gunnar H. Gunnarsson er því rétt kjörinn varamaður til eins árs.

 

Fleira ekki bókað, fundi slitið.

Fundarritari Helgi B. Steinsson