Fundargerð - 22. ágúst 2016

Fjallskilanefnd Hörgársveitar

 

18. fundur

 

Fundargerð

 

Fimmtudaginn 22. ágúst 2016 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Aðalsteinn H. Hreinsson, Jónas Þór Jónasson og Sigríður Kristín Sverrisdóttir nefndarmenn, Jósavin Gunnarsson  og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Undanþágur frá fjallskilum

Fram kom að borist hefðu beiðnir frá jörðunum Árhvammi, Bitru  og Hellulandi um að vera undanþegnar fjallskilum í haust, enda hafi fé þaðan verið í fjárheldum girðingum sumarlangt, sbr. samþykkt nefndarinnar 11. júlí 2016. Samtals er um að ræða 155 kindur.

Fjallskilanefnd samþykkti framkomnar beiðnir um undanþágur frá fjallskilum haustið 2016.

 

2.        Þátttaka sveitarfélagsins

Komið hefur ósk um að sveitarfélagið taki frekari þátt í göngum í Arnarnesdeild til samræmis við það sem er annars staðar.

Fjallskilanefnd samþykkti að ekki væri ástæða til að gera breytingar í þessa veru að þessu sinni.

 

3.        Álagning gangnadagsverka

Lögð fram drög að álagningu fjallskila haustið 2016. Heildarfjöldi gangnadagsverka er 471. Samkvæmt síðustu forðagæsluskýrslu er alls um að ræða 7.504   kindur, sem er fækkun um 9 frá fyrra ári. Af þeim voru 155 kindur innan girðingar í sumar, þannig að til álagningar vegna fjallskilanna koma 7.349 kindur.  Skv. drögunum eru að jafnaði 26,7 kindur í dagsverki í Glæsibæjardeild, í Arnarnesdeild 18,2 kindur, í Skriðudeild 15,8 kindur og í Öxnadalsdeild 8,4 kindur.

Fjallskilanefnd samþykkti framlögð drög að álagningu fjallskila haustið 2016, með þeim breytingum sem gerðar voru á þeim á fundinum.

 

4.        Flutningur á utansveitarfé úr heimaréttum

Fjallskilanefnd samþykkti að þar sem rekið er í heimarétt skuli viðkomandi gangnastjóri sjá um að koma utansveitarfé í skilarétt.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:53