Fundargerð - 21. nóvember 2001
Miðvikudagskvöldið 21. nóvember 2001 kl. 20:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar að Melum. Mættir voru Oddur Gunnarson, Ármann Búason, Helgi Steinsson, Klængur Stefánsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Jóna Antonsdóttir og Sturla Eiðsson. 1 áheyrnarfulltrúi.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Hörgárbyggðar frá 17.10.2001. samþykkt.
2. Mættir voru frá Sorpeyðingu Eyjafjarðar, Sveinn Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson og Guðmundur Sigvaldason. Sveinn ræddi um leit að nýjum urðunarstað, sem hefur gengið seint og illa. Nú er helst til skoðunar á Hjalteyri ás sem er í litlu daldragi. Guðundur Guðlaugsson fagnaði að fá að kynna málið. Hann ræddi um flokkun á sorpi. Guðmundur Sigvaldason telur að finna þurfi urðunarstað með tilliti til rekstrarkostnaðar. Sveinn telur verulegar líkur á að sveitarstjórn Arnarnneshrepps samþykki að þessi saur verði valinn sem urðunarstaður. Síðan fóru fram umræður og frummælendur svöruðu spurningum. Ef þessi staður fæst ekki, er líklegt að aðrir staðir í Hörgárbyggð verði skoðaðir.
3. Fundargerð skólanefndar frá 06.11 2001 var kynnt. Hún var í sjö liðum, sem fjölluðu um skóladagsvistun, viðhald lagna, félagsaðstöðu nemenda, unglingavinnu sumarið 2001. Fjárhagsáætlun staðan, erindisbréf, starfslýsingar og önnur mál.
4. Fundargerð leikskólanefndar. Launakostnaður er kominn fram úr fjárhagsáætlun. Formaður Aðalheiður Eiríksdóttir telur að hækka þurfi fjárhagsáætlun um 2,5 milljónir til að endar nái saman um áramót. Sveitarstjórn samþykkir að hækka framlag sveitarfélagsins um 2,5 milljónir árið 2001.
5. Fundargerð 59. fundar skólanefndar Tónlistaskóla Eyjafjarðar frá 29.10.2001 var kynnt. Fundargerðin var í tveim liðum. Þar beinir skólanefnd til sveitarstjórnar að taka afstöðu hvort eigi að innheimta skólagjöld að fullu eða gefa afslátt vegna verkfallsins. Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu fyrr en verkfall er að fullu leyst.
6. Fundargerð heilbrigðisnefndar 39. fundar kynnt.
7. Fundargerð Byggingarnefndar Eyjafjarðar vestursvæðis frá 06.11 2001 var kynnt. Erindi frá félagsbúinu Bakka, frá Ara Jósavinssyni, frá Sighvati Stefánssyni, frá Ármanni Gunnarssyni. Sveitarstjórn er ekki mótfallin því að leyfð sé íbúð í bílskúr að Skógarhlíð 10 svo fremi sem hún standist byggingareglugerð og að allar teikningar liggi fyrir. Varðandi hús að Geirhildargörðum var oddvita falið að senda eiganda landspildu að Geirhildargörðum í Hörgárbyggð skipun um að hús á þessari landspildu verði rifið, samanber bréf frá sveitarstjórn Öxnadalshrepps til byggingarnefndar 6. nóvember 2000.
8. Svæðisskipulag lokaafgreiðsla. Sveitarstjórn samþykkir skipulagið eins og það liggur fyrir með sex atkvæðum gegn einu. Klængur Stefánsson Hlöðum er á móti legu á háspennulínu í næsta nágrenni við heimili sitt.
9. Oddviti kynnti tilboð frá Norðurorku varðandi hitastig vatns í Þelamerkurskóla og íþróttamannvirkjunum við skólann. Kostnaður við að koma hitastig vatns í rétt horf er um 3.000.000 við Þelamerkurskóla og íþróttahús. Hlutur Hörgárbyggðar er um 1.000.000. Norðurorka greiðir um 1.500.00.- af þessum kostnaði.
10. Lesið bréf frá Guðnýju Sverrisdóttur dagsett 16. okt. 2001 um tónlistarskóla. Sveitarstjórn stefnir að því að hætta greiðslu fyrir fullorðna.
11. Oddviti kynnti bréf frá Minjasafninu á Akureyri vegna Gása. Sem varðar rannsókn á Gásum á vegum minjasafns á Akureyri, Þjóðminjasafn Íslands og samráðshóps.
12. Rotþrær innheimta á hlut íbúa og gjöld vegna tæmingar. Samþykkt er að innheimta sama gjald fyrir þrær, flokkað eftir þrem stærðum. Sveitarstjórn samþykkir að gjald vegna tæmingar á rotþró. Fyrir stærri þrær 21.000.- fyrir minni þrær 14.000.-
13. Álagningarprósentur næsta árs. Oddvita falið að koma með tillögur fyrir næsta fund.
14. Oddviti lagði fram kaupsamning um jörðina Hlaði í Hörgárbyggð. Kaupsamningurinn var samþykktur.
15. a) Oddviti kynnti fjárhagsáætlun Sorpsamlags Eyjafjarðar. B) Oddviti kynnti fundargerðir framkvæmdanefndar frá 08.11 2001. c) Oddviti kynnti kostnaðaráætlun vegna breytinga á sal og senuopi og fl. við félagsheimilið á Melum. D) Oddviti kynnti bréf frá Náttúruvernd ríkisins varðandi efnistöku í landi Skipalóns.
Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 01:15.
Fundarritarar, Helgi B. Steinsson og Ármann Þórir Búason