Fundargerð - 21. maí 2015
Sveitarstjórn Hörgársveitar
Fimmtudaginn 21. maí 2015 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Jón Þór Benediktsson,
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Þetta gerðist:
1. Flugklasinn Air 66N
Í upphafi fundar mætti Hjalti Páll Þórarinsson og kynnti fyrir sveitarstjórninni verkefnið Flugklasinn Air 66N en markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar. Fyrir hönd klasans er óskað etir að sveitarfélagið hafi aðkomu að verkefninu með fjárframlagi.
Sveitarstjórn samþykkti að veita til verkefnisins kr. 300 á íbúa vegna ársins 2015.
2. Fundargerð fræðslunefndar 5. maí 2015
Fundargerðin er í sjö liðum.Þar eru fjórir til afgreiðslu sveitarstjórnar
a) Í 2 lið, starfsáætlanir gunn- og leikskóla skólaárið 2015-2016.
Sveitarstjórn samþykkti starfsáætlanir grunn- og leikskóla skólaárið 2015-2016
b) Í 3. lið, skóladvöl næsta ár.
Sveitarstjórn samþykkti að boðið verði uppá skóladvöl í Álfasteini næsta skólaár fyrir börn í 1. og 2. bekk.
c) Í 5 lið, fyrirkomulag námshópa.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
d) Í 7. lið, fyrirhugaðar framkvæmdir við Þelamerkurskóla.
Sveitarstjórn samþykkti að áfram verði unnið að undirbúningi framkvæmda.
3. Fundargerð fræðslunefndar 12. maí 2015
Fundargerðin er í einum lið. Tillaga að breytingu á skóladagatali 2014-2015 skólaslit.
Sveitarstjórn samþykkti tillögu skólastjóra um breytingu á skóladagatali 2014-2015.
4. Fundargerð skipulags og umhverfisnefndar 19. maí 2015
Fundargerðin er í 10 liðum. Þar af eru sex liðir til afgreiðslu sveitarstjórnar.
a) Í 2 .lið. Deiliskipulag Lóni.
Sveitarstjórn samþykkti deiliskipulagið Lóni með óverulegri breytingu á legu vegarins hjá Lóni, sem kynnt hefur verið hlutaðeigandi aðilum.
Þá samþykkti sveitarstjórn að gerð verði breyting á fyrirliggjandi aðalskipulagi og sveitarfélagamörkum í samræmi við fyrirliggjandi gögn með fyrirvara um frekari útfærslu um breytingu á farvegi Lónsár.
b) í 4 lið. Deiliskipulag Laugalandi
Sveitarstjórn samþykkti að koma aftur af stað vinnu við deiliskipulag Laugalandi.
c) í 5. Lið. Umsókn um stofnun lóðar fyrir frístundahús Ytri-Bakka.
Sveitarstjórn samþykkti að veita heimild til að stofna lóð fyrir frístundahús úr jörðinni Ytri-Bakka skv. framlögðum gögnum.
Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn vísar til þess að í gangi er vinna við gerð reglna um stöðuleyfi fyrir gáma og annað bráðbirgðahúsnæði ásamt öðru sem þarf stöðuleyfi fyrir og er ráðgert að reglur um auglýsingaskilti falli þar undir.
Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði veitt leyfi til að reisa auglýsingskilti fyrr en slíkar reglur hafa verið staðfestar.
e) Í 9. lið. Reglur um stöðuleyfi fyrir gáma og annað bráðabirgðahúsnæði.
Sveitarstjórn samþykkti að ákvæði um stöðuleyfi fyrir auglýsingaskilti verði sett inn í reglurnar.
f) Í 10. lið. Breytt fyrirkomulag á gámasvæði á Akureyri.
Sveitarstjórn samþykkti að leita samkomulags við Gámaþjónustu Norðurlands og Akureyrarbæ um aðgengi íbúa Hörgársveitar að gámasvæðinu.
5. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis 21. apríl 2015
Fundargerðin er í þrettán liðum. Tveir liðir varða Hörgársveit.Í 12. lið er umsókn um leyfi fyrir breytingum á 1. hæð Hjalteyrarskóla. Í 13. lið er umsókn um að byggja fjórar verbúðir á lóð við Búðagötu 21-27 á Hjalteyri.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.
6. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Fyrir fundinum lá yfirlit yfir frá Lánasjóði sveitarfélaga yfir lánamöguleika og lánakjör hjá Lánasjóðnum. Málið verður aftur á dagskrá á næsta fundir sveitarstjórnar í júní.
7. Laugaland, breyting á eignarhaldi
Fyrir fundinum lá minnisblað frá forstjóra Norðurorku um atriði sem gætu orðið samningsgrundvöllur á milli Norðurorku hf. og Hörgársveitar.
Sveitarstjórn samþykkti að vinna áfram að málinu.
8. Vinnuskóli 2015
Fyrir fundinum lá minnisblað með upplýsingum um fjölda í vinnuskólanum og fyrirhugað fyrirkomulag hans.
Sveitarstjórn samþykkti að laun í vinnuskóla sumarið 2015 verði 510 kr./klst. fyrir börn fædd 2001, 565 kr./klst. fyrir börn fædd 2000 og 710 kr./klst. fyrir börn fædd 1999. Orlof er innifalið.
9. Jónasarlundur
Fyrir fundinum á skýrsla frá stjórn Jónasarlundar og yfirlit yfir fjárhag 2014. Þá lá fyrir fundinum afrit af tölvubréfi til Vegagerðarinnar vegna óska um lagfæringu á timburvegriðum og tröppum í lundinum. Loks lágu fyrir fundinum drög að reglugerð fyrir Jónasarlund.
Sveitarstjórn samþykkti að staðfesta reglugerð fyrir Jónasarlund í Öxnadal. Jafnframt samþykkti sveitarstjórn að fela stjórn Jónasarlundar að kanna með áhuga Skógræktarfélags Eyfirðinga varðandi umhirðu í lundinum.
10. Greið leið ehf, aðalfundarboð
Fyrir fundinum lá bréf frá Greiðri leið ehf þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 29. maí 2015.
Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri fari með umboð Hörgársveitar á fundinum..
11. UMSE samningur við sveitarfélagið.
Fyrir fundinum lá bréf dags. 27. apríl 2015 þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um gerð langtímasamnings.
Sveitarstjórn samþykkti að hefja viðræður við fulltrúa UMSE.
12. Erindi frá Guðm. Óskari Guðmundssyni v. Hamars
Fyrir fundinum lá erindi frá Guðm. Óskari Guðmundssyni dags. 21.4. 2015 þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar að nafnið Hamar verði lögfest á eignina 178-648 í landi Ytri-Bægisá 1.
Sveitarstjórn samþykkti að heimila lögfestingu á nafninu Hamar á eignina 178-648.
13. Hagaganga, leyfisveitingar.
Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um hagagönguleyfi 2015.
Sveitarstjórn samþykkti að veita leyfi fyrir hagagöngu til eins árs á grundvelli fyrirliggjandi umsókna enda liggi fyrir samþykki viðkomandi landeiganda. Þá liggi fyrir mat fulltrúa Landgræðslu ríkisins á þoli hlutaðeigandi jarða.
14. Trúnaðarmál.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18.45