Fundargerð - 21. júní 2006
Mánudaginn 21. júní 2006 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 2. fundar í Þelamerkurskóla.
Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir.
Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.
Þetta gerðist:
1. Nefndaskipan staðfesting
Eftirtaldir voru tilnefndir í nefndir Hörgárbyggðar 2006-2010:
Skólanefnd: Til vara:
Hanna Rósa Sveinsdóttir Elisabeth Zitterbart
Jóhanna María Oddsdóttir Ingibjörg Smáradóttir
Framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla:
Oddviti á móti oddvita Arnarneshrepps
Héraðsnefnd: Til vara:
Helgi Steinsson Árni Arsteinsson
Skoðunarmenn: Til vara:
Eva María Ólafsdóttir Hanna Rósa Sveinsdóttir
Oddur Gunnarsson Ásbjörn Valgeirsson
Leikskólanefnd: Til vara:
Guðný Fjóla Árnmarsdóttir formaður Ásgrímur Bragi Konráðsson
Bernharð Arnarsson Guðrún Harðardóttir
Líney Diðriksdóttir Birna Jóhannesdóttir
Bygginganefnd: Til vara:
Klængur Stefánsson Haukur Steindórsson
Skipulags- og umhverfisnefnd: Til vara:
Birna Jóhannesdóttir, Jóhanna María Oddsdóttir
Oddur Gunnarsson formaður Guðmundur Víkingsson
Aðalheiður Eiríksdóttir Klængur Stefánsson
Fjallskilanefnd:
Guðmundur Skúlason formaður
Stefán Karlsson
Aðalsteinn H Hreinsson
Aðalfundur Eyþings: Til vara:
Oddur Gunnarsson Jóhanna María Oddsdóttir
Birna Jóhannesdóttir Guðjón Ármansson
Kjörstjórn: Til vara:
Guðmundur Víkingsson formaður Sturla Eiðsson
Jóna Kristín Antonsdóttir Herborg Sigfúsdóttir
Haukur Steindórsson Sverrir Haraldsson
Félagsmála- og jafnréttisnefnd: Til vara:
Guðjón Rúnar Ármannsson Jóhanna María Oddsdóttir
Jóna Kristín Antonsdóttir Sigríður Svavarsdóttir
Unnar Eiríksson formaður Árni Arnsteinsson
Húsnefnd félagsheimila:
Árni Arnsteinsson formaður
Jóhanna María Oddsdóttir
Guðný Fjóla Árnmarsdóttir
2. Sveitarstjóramál
Rætt var við tvo einstaklinga um starf sveitarstjóra og var oddvita falið að vinna áfram að málinu í anda umræðnanna á fundinum.
3. Fundargerð byggingarnefndar frá 6. júní 2006
Fundargerðin afgreidd án athugasemda.
4. Tónlistarskóli
Lögð var fram til kynningar ársskýrsla fyrir skólaárið 2005-2006.
Fundargerð frá 29. maí 2006 lögð fram ásamt áætlaðri skipting launakostnaðar fyrir haustönn 2006. Áætlaður kostnaður fyrir Hörgárbyggð er kr. 484.071 pr. mánuð frá ágúst til desember fyrir fulla kennslu 17 nemenda.
Sveitarstjórn Hörgárbyggðar gerir ekki athugasemd við framlagða kostnaðarskiptinu. Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að sveitarfélögin leiti leiða til að ná fram sparnaði og er sveitarstjóra falið að vinna að því máli í samstarfi við hin aðildarsveitarfélögin.
5. Leikskólamál - staða
Kynnt voru drög að samningi um viðbyggingu við Leikskólans á Álfasteini við Kötlu ehf.
6. Bréf frá félagi vélsleðamanna í Skagafirði
Um nauðsyn þess að ryðja vegarslóð upp eftir Kaldbaksdal á Öxnadalsheiði til að auðvelda mönnum að komast upp á hálendið þegar sjóleysi hamlar för frá láglendinu. Væri það til mikils öryggisauka ef slys ber að höndum yfir vetrartímann að komast þar upp á vélsleðum. Leitað er eftir leyfi landeigenda og þeirra sem hafa lögsögu á þessu svæði að heimila slíka framkvæmd sbr. meðfylgjandi yfirlitsmynd og greinargerð frá VST c/o Birni Sveinssyni.
Einnig kemur fram að Landsbjörg tekur undir með björgunarmönnum SL á Norðurlandi um nauðsyn þess að bæta aðgengi upp á hálendið á norðanverðu landinu.
Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki Náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar. Einnig leggur sveitarstjórn áherslu á að vandað verði til alls frágangs við vegastæðið.
Oddvita falið að koma erindinu til nefndarinnar.
7. Hlíðarbær
Ákveðið er að fara í þak og endurbætur á lofti í sal í Hlíðarbæ nú í sumar. Fjármagn verði tekið af framkvæmdafé sveitarfélagsins. Búið var að samþykkja tilboð í málningu utanhúss.
Oddvita falið að fá tilgreinda aðila í verkið.
8. Njólaeyðing
Sverrir á Djúpárbakka er tilbúin að taka að sé að vinna verkið í samvinnu við landeigendur og er ákveðið að byrja inn í Hörgárdal og fara niður vestan ár. Samþykkt að setja allt að kr. 250.000 fyrir utan VSK í verkið að þessu sinni þ.e. í efni og vinnu.
Oddvita falið að vinna að málinu.
9. Bréf og erindi
a) Frá refaveiðimönnum
Vignir Stefánsson og Hjörleifur Halldórsson óska eftir áframhaldandi ráðningu við refavinnslu í Öxnadal.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
b) Erindi frá formönnum Umf. Smárans
Óskað er eftir fundi með sveitarstjórn Hörgárbyggðar til að ræða framtíðarskipulag á íþróttaaðstöðu Ums. Smárans á Þelamörk.
Oddvita og varaoddvita falið að ræða við formennina.
c) Styrkbeiðni frá UMFÍ til að gefa út Skinfaxa.
Efni blaðsins er helgað Unglingalandsmótinu á Laugum í Reykjadal. Samþykkt var að kaupa styrktarlínu á kr. 5.000.
d) Dreift var á fundinum ýmsu efni til kynningar sem bókað verður á næsta fundi ef þurfa þykir.
10. Trúnaðarmál