Fundargerð - 21. febrúar 2001

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar kom saman til fundar á Melum miðvikudagskvöldið 21. febrúar 2001. Allir nefndarmenn voru mættir. Einnig voru mættir áheyrnarfulltrúar.

 

1. Oddviti kynnti fundargerðir frá sveitarstjórn 24.01 2001, heilbrigðiseftirliti, skólanefnd, bókasafnsnefnd, framkvæmdanefnd, og bréf frá vegagerð.

a)   Framkvæmdanefnd skoðaði íbúðina undir gamla íþróttasalnum í Þelamerkurskóla til að athuga hvort það pláss hentaði sem skjalageymsla og fundaraðstaða fyrir sveitarfélagið. Framkvæmdanefnd telur að þetta pláss sé góður kostur.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti að skoða þetta nánar.

b)   Oddviti kynnti bréf frá vegagerð sem er svohljóðandi: Efni þjóðvegur 1 við Þelamerkurskóla. Vegagerð hefur borist bréf dagsett 31.01 2001 frá Hörgárbyggð um ofangreint málefni. Vegagerðin hefur ákveðið í samráði við oddvita að sett verði vegrið með fram skólalóð og að sérstök breikkun verði gerð við gatnamótin, svokallað framhjáhlaup, sem sett verður í efri kant vegar. Ástæður fyrir því að ekki er talið hyggilegt að gera sérstaka afrein fyrir afleggjarann eru þær aðstæður að flái sérstakrar afreinar myndi lenda niður á skólalóð. Ennfremur að samkvæmt stöðlum fyrir þessa vegtegund og umferð, er ekki talin þörf á slíkri afrein.

 

2. Tekin var fyrir bókun framkvæmdanefndar um skólaakstur sem er svohljóðandi: Tekið til umræðu bréf frá skólabílstjórum dagsett 8. des. 2000 um breytingar á akstursgjaldi. Voru skólabílstjórar mættir til fundar, þær Klængur Stefánsson, Sigurður Skúlason, Sigurður B. Gíslason og Valur Daníelsson. Fara þeir fram á hækkun á akstursgjaldi, vegna mikilla hækkana á rekstrargjöldum, sérstaklega olíu og tryggingum sem vísitölu viðmiðun í núverandi samningi mælir ekki nógu rétt. Telja þeir sig vera 17% neðar í töxtum en eðlilegt sé.

Framkvæmdanefnd telur eðlilegt að bílstjórum sé bættur kostnaður sem orðinn er til vegna “stjórnvaldsaðgerða” eftir að síðasti samningur var gerður árið 1998 og miðast leiðréttingin við síðustu áramót. Ákveðið var að fá löggiltan endurskoðanda til að reikna út hvað eðlilegt sé að taxtar hækki mikið.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir að hækka prósentutölu sem vísitölur mæla í útreikningum aksturstaxta um 17,0 prósentustig frá 1. janúar 2001 en jafnframt að ef verðbreytingar verði á olíu og eða vaxtabreytingar taki þessi tala breytingum í samræmi við það, aðrar breytingar taka mið af vísitölu samningsins. Þessi hækkun samsvarar ca. 15% hækkun á aksturstaxta frá desember 2000.

 

3. Oddviti kynnti fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla, leikskólans Álfasteins og Hörgárbyggðar.

a)   Fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla: Fjárhagsáætlunin var yfirfarin og rædd. Fjárhagsáætlunin hljóðar upp á 50.246.000.- engin sérverkefni eru í fjárhagsáætlun. Hlutur Hörgárbyggðar er 32.322.000.- Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla árið 2001.

 

b)   Fjárhagsáætlun leikskólans Álfasteins árið 2001

Vegna þess að kjarasamningur liggur ekki fyrir voru niðurstöður ekki endanlega réttar. Málið verður skoða nánar síðar. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir að sami taxti verði á leikskólanum Álfasteini eins og er hjá Akureyrarbæ.

 

c)   Fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar árið 2001. Fjárhagsáætlunin lögð fram til annarar umræðu. Heildartekjur eru 80.436.00.- Heildargjöld 71.824.000.-

Fjárhagsáætlunin rædd og yfirfarin. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

 

d)   Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti að heilbrigðisgjald verði lagt á frá 1. jan. 2001.

 

4. Oddviti yfirfór fundarsköp Hörgárbyggðar. Málið rætt og því vísað til framkvæmdanefndar til nánari útfærslu.

 

5.  Oddviti kynnti teikningu frá Erik Jensen um kaup á 780 fm2 spildu í eigu Hörgárbyggðar við Lón. Oddvita falið að ganga til samninga við Erik Jensen.

 

6.  Oddviti kynnti tillögu framkvæmdanefndar um vegamál. Oddvita falið að senda vegagerð bréf um að lögð verði sérstök áhersla á endurbótum á veginum frá Brakanda að Melum og frá Hlíðarbæ að Hörgárbrú.

 

7.  Sveitarstjórn samþykkti að samið yrði við Aðalstein Hreinsson um snjómokstur á tengivegi að afleggjara að Auðnum.

 

Oddvit kynnti bréf frá Menntamálaráðuneytinu um að vantaði tvo kennsludaga á síðasta skólaári.

 

Oddviti las bréf frá Byggingafulltrúa Eyjafjarðarsvæðis vestra. Málefni bygging geymsluskúrs við bílskúr að Skógarhlíð 35 Hörgárbyggð. Með vísan til 56. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er þér hér með gert að hætta öllum framkvæmdum tafarlaust og fjarlægja hið ólöglega mannvirki strax, eða í síðasta lagi 28. febrúar 2001 að öðrum kosti verður hin ólöglega bygging fjarlægð á þinn kostnað sbr. 2. málsgr. 57. gr. sömu laga.

 

Sveitarstjórn samþykkti að Guðmundur Skúlason verði skipaður fjallskilastjóri Hörgárbyggðar.

 

Á fundinn kom Gísli Pálsson, formaður leiknefndar og kynnti sveitarstjórnarmönnum húsakynni á Melum. Einnig sýndi hann skyssur um breytingar á húsinu, meðal annars vegna leikstarfa. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti að heimila hússtjórn félagsheimilisins að gera kostnaðaráætlun.