Fundargerð - 21. ágúst 2013

Miðvikudaginn 21. ágúst 2013 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Hjalti Jóhannesson.

 

Þetta gerðist:

 

1. Samþykkt um stjórn Hörgársveitar

Bréf dags. 2. júlí 2013 frá Innanríkisráðuneytinu þar sem fram kemur að það hefur staðfest samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar.

Lagt fram til kynningar.

 

2. Reglur um opna nefndarfundi

Lagður fram tölvupóstur frá Sif Konráðsdóttur dags. 1. júlí 2013 þar sem hún bendir á að sveitarfélagið þurfi að setja reglur um opna nefndarfundi. Einnig lögð fram drög að reglum um opna nefndarfundi sem starfandi sveitarstjóri vann.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi drög.

 

3. Samþykkt um búfjárhald í Hörgársveit.

Lagður fram tölvupóstur dags. 10. júlí 2013 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem gerð er tillaga til smávægilegra breytinga á samþykktinni. Breytingar­tillagan hefur verið kynnt fyrir formanni fjallskilanefndar.

Samþykkt um búfjárhald í Hörgársveit var samþykkt með áorðnum breytingum.

 

4. Rekstraryfirlit fyrstu tvo ársfjórðunga 2013.

Lagt fram yfirlit yfir rekstur sveitarsjóðs janúar til júní.

Lagt fram til kynningar.

 

5. Fundargerðir fjallskilanefndar 27. júní og 19. ágúst 2013.

Fundargerðin frá 27. júní er í sjö liðum. Einn þessara liða gefur tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnar, þ.e. 5. liður þar sem fjallskilanefnd skorar á sveitarstjórn að styrkja björgunarsveitina Súlur um 100 þúsund kr. í þakklætisskyni fyrir veitta aðstoð við göngur haustið 2012. Fundargerðin frá 19. ágúst gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnar. Í Hörgársveit verða 1. göngur frá miðvikudeginum 11. til sunnudagsins 15. september, nema í Barkárdal. Þar verða göngur sunnudaginn 22. september. Aðrar göngur eru víðast hvar um viku eftir 1. göngur.

Sveitarstjórn samþykkti að veita björgunarsveitinni Súlum 100 þúsund kr. í styrk í þakklætisskyni.

 

6. Byggingarfulltrúi Eyjafjarðarsvæðis, gjaldskrá vegna byggingareftirlits og fundargerð aðalfundar.

Lögð fram fundargerð aðalfundar Byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðarsvæðis 10. júlí síðastliðinn og  breytt gjaldskrá byggingareftirlits skv. 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

Sveitarstjórn samþykkti breytta gjaldskrá byggingareftirlits fyrir sitt leyti.

 

7. Fundargerð bygginganefndar Eyjafjarðarsvæðis 18. júní 2013.

Lögð fram til kynningar.

 

8. Ráðning sameiginlegs skipulagsfulltrúa.

Lagður fram tölvupóstur dags. 13. ágúst 2013 frá Jóni Hróa Finnssyni, sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps þar sem hann á grundvelli bókunar á 50. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps óskar eftir viðræðum við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp og Hörgársveit um ráðningu sameiginlegs skipulagsfulltrúa fyrir sveitarfélögin.

Sveitarstjórn samþykkti að taka þátt í umræðum um ráðningu sameiginlegs skipulagsfulltrúa fyrir ofangreind sveitarfélög.

 

9. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, fundargerð 153.

Engin mál í fundargerðinni varða Hörgársveit með beinum hætti.

Lagt fram til kynningar.

 

10. Eyþing, heimild fyrir yfirdráttarláni vegna almenningssamgangna.

Bréf dags. 25. júlí 2013 frá Eyþingi þar sem óskað er eftir heimild aðildarsveitarfélaga fyrir töku 10 mkr. yfirdráttarláns vegna rekstrarerfiðleika almenningssamgangna.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins þar til svör frá innanríkisráðuneytinu liggja fyrir.

 

11. Eyþing, fundargerðir 242 og 243.

Lagðar fram til kynningar.

 

12. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2013.

Bréf dags. 31. júlí 2013 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um tillögu sjóðsins til innanríkisráðherra um heildarúthlutun og uppgjör framlags á árinu 2013 til jöfnunar á tekjutapi tiltekinna sveitarfélaga vegna lækkunnar tekna af fasteignaskatti vegna breytinga á álagningarstofni fasteignaskatts sbr. reglugerð nr. 80/2001 með síðari breytingum. Úthlutun til Hörgársveitar á árinu 2013 verður skv. þessu kr. 18.445.570.

Lagt fram til kynningar.

 

13. Íþróttamiðstöð og Þelamerkurskóli, eldvarnaeftirlit.

Lögð fram bréf dags. 9. júlí 2013 vegna úrbóta sbr. bréf dags. 24. janúar 2013.

Úrbætur á íþróttamiðstöð hafa þegar farið fram. Samþykkt að vísa úrbótum á húsnæði Þelamerkurskóla til starfshóps um húsnæðismál skólans.

 

14. Þelamerkurskóli, eftirfylgni með úttekt.

Lagt fram til kynningar bréf frá mennta- og menningrmálaráðuneytinu 8. júlí 2013 þar sem fram kemur að borist hafa upplýsingar um úrbætur í kjölfarið á umbótaáætlun sveitarfélagsins og skólans á skólaárinu 2012-2013.

Lagt fram til kynningar.

 

15. Skólaakstur veturinn 2013-2014.

Lagt fram bréf frá Tryggva Sveinbjörnssyni f.h. FAB-travel þar sem hann óskar eftir skýringum sveitarstjórnar vegna úrvinnslu útboðs á skólaaksturi veturinn 2013-2014. Einnig lagt fram bréf Ólafs Rúnars Ólafssonar f.h. Hörgársveitar dags. 5. júlí 2013 þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir ákvörðun sveitarstjórnar. Einnig kom fram að sveitarstjóri hefur gengið frá samningi við Hópferðabíla Akureyrar sem voru með næst lægsta tilboð vegna aksturs á leið 2.

Sveitarstjórn telur að bréfritara hafi verið svarað með fullnægjandi hætti og staðfestir samning við Hópferðabíla Akureyrar á leið 2.

 

16. Úthlutun úr Námsgagnasjóði.

Lagt fram bréf frá Námsgagnasjóði þar sem fram kemur að Þelamerkurskóla voru veittar kr. 79.112 kr. úr sjóðnum.

Lagt fram til kynningar.

 

17. Sláturhús B. Jensen, viðbygging og færsla Lónsins.

Ritað var bréf til skipulagsnefndar Akureyrarbæjar 29. apríl s.l. um viðræður um færslu Lónsins sbr. ákvörðun á fundi sveitarstjórnar 17. apríl. Oddviti og sveitarstjóri funduðu 18. júní með Helga Snæbjarnarsyni formanni skipulags­nefndar og Pétri Bolla Jóhannessyni skipulagsstjóra. Lagt fram svarbréf frá Akureyrarbæ dags. 28. júní þar sem fram kemur að skipulagsnefnd hefur falið Helga Snæbjarnarsyni, formanni nefndarinnar og Sigurði Guðmundssyni að ræða við sveitarstjóra Hörgársveitar. Viðræður, þar sem Axel Grettisson og sveitarstjóri mættu fyrir hönd sveitarfélagsins, fóru fram þann 23. júlí. Þar kom fram að fulltrúar Akureyrarbæjar sjá ýmis tormerki á að unnt sé að færa Lónið á þessum stað.

Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

18. Skútar, álit Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum efnistöku.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 3. júlí 2013 ásamt áliti stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum vegna efnistöku. Þar kemur fram að áhrif fram­kvæmdarinnar á landslag verða talsvert neikvæð og varanleg. Starfsemin geti valdið ónæði fyrir nálæga bæi og frístundabyggð en hávaði verði þó langt undir viðmiðum reglugerðar. Áhrif á fugla verða óveruleg en áhrif á jarðmyndanir og gróður nokkuð neikvæð. Áhrif á menningarminjar skv. kosti I verða óveruleg en samkvæmt kosti II nokkuð neikvæð. Við leyfisveitingar skal tryggja að frágangur efnistökusvæða verði tryggður og að námavinnslan mengi ekki læki í nágrenni framkæmdavæðisins.

Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd í ljósi þeirra athugasemda sem bárust.

 

19. Skútar, umsögn Umhverfisstofnunar um umhverfisskýrslu og tillögu að deiliskipulagi.

Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 2. júlí 2013 þar sem fram kemur að stofnunin leggur áherslu á að við hönnun og frágang mannvirkja verði leitast við að gera mannvirkin eins lítið áberandi og kostur er. Að öðru leyti gerir stofnunin ekki athugasemdir við umrædda tillögu.

Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd í ljósi þeirra athugasemda sem bárust.

 

20. Björg, álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.

Lagt fram álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum námuvinnslu í landi Bjarga dags. 2. ágúst 2013.

Sveitarstjórn telur að forsendur liggi fyrir til útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir námu­vinnslu í landi Bjarga.

 

21. Dysnes, umsagnir um skipulagslýsingu.

Lögð fram bréf frá Skipulagsstofnunar dags. 19. júlí og Umhverfisstofnun dags. 15. ágúst. Í umsögn Skipulagsstofnunar kemur m.a. fram auglýsa þurfi deiliskipulag hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæðis við Dysnes samhliða nýju aðalskipulagi Hörgársveitar þar sem ekki var gert ráð fyrir viðlegukanti ásamt uppfyllingu og sjóvarnargaði í aðalskipulagi Arnarneshrepps 1997-2017. Umhverfisstofnun gerir ekki athugasemdir við lýsinguna í sinni umsögn.

Samþykkt að vísa erindinu til meðferðar í vinnslu aðalskipulags fyrir Hörgársveit 2012-2024.

 

22. Breyting á skipulagslögum, umsagnarbeiðni.

Lagt fram bréf frá auðlinda- og umhverfisráðuneytinu, dags. 6. ágúst 2013 þar sem óskað er eftir umsögn, eigi síðar en 6. september, um drög að breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 er varðar bótaákvæði laganna svo og ýmsum öðrum ákvæðum laganna í ljósi reynslu af framkvæmd þeirra.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að umsögn í samráði við skipulags- og umhverfisnefnd.

 

23. Hraun í Öxnadal ehf., Úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál dags. 18. júní 2013 vegna kæru Sifjar Konráðsdóttur vegna synjunar á beiðni dags. 3. maí á gögnum um málefni Hrauns í Öxnadal ehf. Einnig lagt fram bréf Ólafs Rúnars Ólafssonar til úrskurðarnefndarinnar f.h. Hörgársveitar dags. 28. júní s.l.

Lagt fram til kynningar.

 

24. Svæðisskipulag Eyjafjarðar, auglýst skipulagstillaga.

Skipulagstillagan var auglýst 26. júní s.l. og frestur til að gera athugasemdir rennur út 30. ágúst.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 

25. Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, kynning á breytingu, akstursíþrótta- og skotsvæði.

Bréf dags. 14. júní 2013. Breytingin felur í sér stækkun á akstursíþrótta- og skotsvæði til vesturs og norðurs.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 

26. Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, tilkynning um breytingu; Kjarni, Hamrar og Gata sólarinnar.

Bréf dags. 9. ágúst 2013. Breytingin felur í sér stækkun frístundasvæðis til vesturs á kostnað svæðis syðst í Naustahverfi, svæði fyrir frístundabyggð austan tengibrautar fellur út og tjaldsvæðið að Hömrum stækkar til norðurs.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 

27. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, upplýsingar um breytta framsetningu upplýsinga á heimasíðu o.fl..

Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 3. júlí 2013 þar sem greint er frá breytingum á framsetningu upplýsinga frá sjóðnum o.fl..

Lagt fram til kynningar.

 

28. Samgöngustofa, upplýsingar um stofnunina.

Lagt fram bréf móttekið 27. júní frá Samgöngustofu sem tók til starfa 1. júlí s.l. skv. lögum nr. 119/2012 og gerð grein fyrir helstu verkefnum stofnunarinnar o.fl.

Lagt fram til kynningar.

 

29. Þelamerkurskóli, umsókn um að staðsetja upplýsingaskilti frá Norðurorku á lóðinni.

Tölvupóstur frá Baldri Dýrfjörð f.h. Norðurorku dags. 15. ágúst 2013 þar sem hann óskar eftir að staðsetja tvö upplýsingaskilti um vatnsverndarsvæði í Hörgárdal og hitaveituna á Laugalandi við bílastæði sunnan skólans.

Samþykkt að heimila uppsetningu skiltanna í samráði við skólastjórnendur.

 

30. Snjómokstur veturinn 2013-2014, fyrirkomulag.

Umræður um fyrirkomulag snjómoksturs næstkomandi vetur.

Samþykkt að fyrirkomulag snjómoksturs verði með svipuðum hætti og síðastliðinn vetur.

 

31. Hafnasamlag Norðurlands, fundargerð 183.

Lögð fram til kynningar, ekkert mál varðar Hörgársveit með beinum hætti.

 

32. Laugaeyri í Hörgárdal, drög að skýrslu ÍSOR.

Lögð fram drög að skýrslu sem starfsmenn ÍSOR hafa unnið um jarðhitaleit á Laugaeyri.

Lagt fram til kynningar.

 

33. Trúnaðarmál.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 22:55.