Fundargerð - 21. ágúst 2002
Miðvikudaginn 21. ágúst 2002 kl. 20:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Hlíðarbæ.
Mættir voru Ármanna Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir,
Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 18. júlí, samþykkt samhljóða.
Fundargerð fjallskilanefndar frá 10. júlí og 30. júlí, samþykkt með þeirri breytingu á fundargerð frá 30. júlí að breytt verði orðlagi í síðustu málsgrein 1. liðar þannig að í stað eyðilendum komi gangnasvæðum. Fundargerð byggingarnefndar frá 16. júlí, samþykkt samhljóða. Fundargerð framkvæmdanefndar frá 20. ágúst 2002, lögð fram til kynningar.
2. Reiðleiðir í Hörgárbyggð. Örn Birgisson og Haukur Sigfússon mættu á fundinn og skýrðu hugmyndir að reiðleiðum. Samþykkt var að sveitarstjórn leggi áherslu á að reiðvegur verði lagður vestan þjóðvegar að Moldhaugum og að almenn reiðleið verði niður Blómsturvallaveg og út með strandlengjunni til Skjaldarvíkur.
3. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Fjárhagsáætlun var staðfest samhljóða. Framlag Hörgárbyggðar á næsta fjárhagsári verður kr. 492.778.
4. Lagt var fram samkomulag við leigutaka í Mið-Samtúni vegna þökuskurðar. Oddvita falið að undirrita samkomulagið.
5. Byggðarmerki. Erindi frá Einkaleyfastofunni þar sem vakin er athygli á skráningu byggðarmerkis. Málinu frestað, verður skoðað við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
6. Staðardagskrá 21. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðið er upp á ráðgjöf vegna Staðardagskrár 21. Málinu frestað að sinni.
7. Sjálfsbjörg landsamband fatlaðra, styrkbeiðni. Samþykkt var kaupa styrktarlínu í blaðið Klifur fyrir kr. 5.000.
8. Kynning á sveitarstjórnum. Erindi frá Fremri kynningarþjónustu, þar sem boðið er uppá kynningu á sveitarstjórn Hörgárbyggðar í tímaritinu Sveitarstjórnarmál. Málið frestað þar til búið er að ráða sveitarstjóra svo hann geti kynnti sig um leið
9. Íslenskunám fyrir útlendinga. Engin áform eru um sérstaka íslenskukennslu í sveitarfélaginu. Ef börn af erlendu bergi brotin koma í Þelamerkurskóla er tekið sérstaklega á því hverju sinni.
10. Önnur mál. Bréf frá Ólafi Gíslasyni þar sem hann kvartar yfir frágangi á rotþró og skemmdum. Erindinu vísað til framkvæmdanefndar.
Erindi frá Sigurgeiri Bragasyni Akureyri þar sem hann óskar eftir lóð í Skógarhlíðinni til að byggja 90 fm. bjálkahús frá Finnlandi. Ákveðið var að bjóða honum lóð nr. 12- 14- eða 16, það væri svo undir byggingarnefnd komið hvort umrætt hús yrði samþykkt á þessum stað.
Tilboð frá Hrólfi B. Skúlasyni í póstflutning á laugardögum 14.460 pr. ferð. Málið verður skoðað í samtarfi við Arnarneshrepp.
Sveitarstjóri. Umsóknir bárust frá eftirtöldum:
Árni Jónsson, Akureyri
Guðlaug Kristinsdóttir, Akureyri
Jón Kristófer Arnarson, Egilsstöðum
Óskar Hjalti Halldórsson, Akureyri
Kristján Snorrason, Dalvíkurbyggð
Helga A. Erlingsdóttir, Þingeyjarsveit
Stefán Sigurðsson, Akureyri
Ingi E. Friðjónsson Elhigizi, Noregi
Magni Þórarinn Ragnarsson, Egilsstöðum
Jónas Egilsson, Reykjavík
Sif Ólafsdóttir, Bifröst
Sigurður Steingrímsson, Akureyri
Þorvaldur Þorsteinsson, Akureyri
Sigfús Arnar Karlsson, Akureyri
Pétur Brynjólfsson, akureyri
Halldór Jónsson, Ísafirði
Gunnar Halldór Gíslason, Akureyri
Guðmundur Sigvaldason, Akureyri
Snorri Finnlaugsson, Bessastaðahreppur
Brynjar Sindri Sigurðsson, Siglufirði
Farið var yfir umsóknirnar. Ákveðið var að velja eftirtalda fjóra einstaklinga úr hópnum og kalla þá til viðtals við sveitarstjórnina á allra næstu dögum. En það er þau Snorri Finnlaugsson, Guðmundur Sigvaldason, Sigfús Karlsson og Helga A. Erlingsdóttir.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 1.00.