Fundargerð - 20. október 2010

Miðvikudaginn 20. október 2010 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla, matsal.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Sílastaðir 2, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna ferðaþjónustuhúsa að Sílastöðum 2, sem skipulags- og umhverfisnefnd hefur fjallað um og lagt til að verði auglýst, sbr. 5. lið þessarar fundargerðar.

Sveitarstjórn samþykkti að tillaga að deiliskipulagi vegna ferðaþjónustuhúsa að Sílastöðum 2 verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

2. Hjalteyri, framkvæmdaleyfi sjóvarnargarðs

Lögð fram yfirlitsmynd fyrirhugaðs sjóvarnargarðs á Hjalteyri. Skipulags- og umhverfisnefnd hefur lagt til að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir sjóvarnagarðinum, sbr. 5. lið þessarar fundargerðar.

Sveitarstjórn samþykkti að veita framkvæmdaleyfi fyrir sjóvarnagarði á Hjalteyri skv. fyrirliggjandi uppdráttum frá Siglingastofnun, með þeim breytingum að gert verði ráð fyrir aðgengi að fjörunni og að viðbættri hugsanlegri lengingu sjóvarnargarðsins til norðurs.

 

3. Aðalskipulag Akureyrar, breyting

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna svæðis fyrir frístundabyggð og athafna- og íbúðasvæði í landi Hlíðarenda, sem skipulags- og umhverfisnefnd hefur fjallað um og lagt til að ekki verði gerð athugasemd við, sbr. 5. lið þessarar fundargerðar.

Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði gerð athugasemd af hálfu Hörgársveitar við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna svæðis fyrir frístundabyggð og athafna- og íbúðasvæði í landi Hlíðarenda.

 

4. Sorphirða, fyrirkomulag

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skoðað verði að nýlegur samningur Hörgárbyggðar við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. um sorphirðu verði útvíkkaður þannig að hann gildi í öllu sveitarfélaginu, sbr. 5. lið þessarar fundargerðar.

Samþykkt var að fresta málinu og afla frekari gagna.

 

5. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 22. september 2010

Fundargerðin er í þrettán liðum, fjórir þeirra voru til afgreiðslu í dagskrárliðunum hér á undan.

Aðrir liðir fundargerðarinnar en þeir sem þegar hafa verið afgreiddir gefa ekki tilefni til ályktunar.

 

6. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar, 27. september 2010

Fundargerðin er í þremum liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.

 

7. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra

Lagt fram bréf, dags. 20. september 2010, frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra með drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Skv. henni er áætlað að framlag sveitarfélagsins til eftirlitsins verði 378 þús. kr.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2011.

 

8. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 15. september 2010

Fundargerðin er í átján liðum. Liðir 6, 7 og 8 varða skipulagsmál í Hörgársveit. Í liðum 18q og 18r er veitt leyfi fyrir sultugerð, tepökkun og bakstri í Arnarnesi. Þá er í lið 17 bókað að brýn þörf sé fyrir sameiginlega stefnu sveitarfélaganna um farveg fyrir förgun dýrahræa og sláturúrgangs frá lögbýlum.

Sveitarstjórn samþykkti afgreiðslu nefndarinnar á liðum 18q og 18r í fundargerðinni. Aðrir liðir hennar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

9. Fundargerðir samvinnunefndar um svæðisskipulag, 23. september og 7. október 2010

Fyrri fundargerðin er í fjórum liðum og sú síðari í þremur liðum.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

10. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, 11. október 2010

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

11. Fjárhagsrammar fastanefnda fyrir árið 2011

Lögð fram drög að fjárhagsrömmum fastanefnda fyrir árið 2011.

Sveitarstjórn samþykkti framlögð drög að fjárhagsrömmum fastanefnda fyrir árið 2011, með fyrirvara um að þeir geti breyst við vinnslu fjárhagsáætlunar.

 

12. KPMG, athugun á rekstri sveitarfélagsins

Lagt fram tilboð, dags. í september 2010, frá KPMG um athugun á ákveðnum þáttum í rekstri sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að tekið verði tilboði KPMG um athugun á grundvelli “verkefnis C” í tilboðinu, sem felst í greiningu skatttekna og skoðun á öllum lögbundnum og hefðbundum útgjaldaflokkum sveitarfélagsins.

 

13. Framlög Jöfnunarsjóðs vegna sameiningar

Gerð var grein fyrir afgreiðslu Jöfnunarsjóðs á erindi Hörgársveitar um framlög vegna sameiningar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, sbr. 8. lið fundargerðar sveitarstjórnarfundar 15. september 2010. Skv. henni verða veitt framlög til stjórnsýslumála, úttektar á húsnæði Þelamerkurskóla, ráðningar menningar- og tómstundafulltrúa, ráðningar starfsmanns þjónustumiðstöðvar og úttekar á sviði atvinnumála.

 

14. Verksmiðjubyggingar á Hjalteyri, fundur

Rætt var um undirbúning þess að leigja og/eða selja verksmiðjubyggingar sveitarfélagsins á Hjalteyri, sbr. 11. lið fundargerðar sveitarstjórnarfundar 15. september 2010.

Sveitarstjórn samþykkti að haldinn verði almennur fundur þann 3. nóvember 2010 um nýtingu á verksmiðjubyggingum sveitarfélagsins á Hjalteyri.

 

15. Menningar- og tómstundafulltrúi, auglýsing

Rætt um undirbúning að ráðningu starfsmanns til að sinna menningar-, tómstunda- og atvinnumálum í sveitarfélagið.

Sveitarstjórn samþykkti að auglýst verði eftir menningar- og atvinnumálafulltrúa fyrir sveitarfélagið.

 

16. Byggðakvóti, umsókn

Rætt um möguleika á að sveitarfélagið sæki um byggðakvóta botnfisks fyrir Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að sótt verði um byggðakvóta botnfisks fyrir Hjalteyri á grundvelli gildandi reglna.

 

17. Íslandsbanki, greiðslufrestur á láni vegna stofnfjárkaupa

Lagt fram bréf, dags. 24. september 2010, frá Íslandsbanka hf., Akureyri, þar sem boðið er að fresta um 12 mánuði greiðslu eftirstöðva láns sem tekið var 2007 vegna stofnfjárkaupa í Sparisjóði Norðlendinga.

Sveitarstjórn samþykkti að óska eftir 12 mánaða greiðslufresti á eftirstöðvum láns sem tekið var 2007 vegna stofnfjárkaupa í Sparisjóði Norðlendinga.

 

18. Menningarsamningur Eyþings og ráðuneyta

Lagt fram bréf, dags. 20. september 2010, frá Menningarráði Eyþings um nýjan samning um samstarf ríkis og sveitarfélaga á svæði Eyþings um menningarmál, sem gildir fyrir yfirstandandi ár. Þar kemur m.a. fram að kostnaður Hörgársveitar á árinu 2010 vegna samningsins mun verða um 76 þús. kr. hærri en áður var gert ráð fyrir.

Til kynningar.

 

19. Gróðurverndarnefnd, tilnefning

Lagt fram afrit af bréfi, dags. 27. september 2010, til Guðnýjar Sverrisdóttur um eftirfarandi tilnefningu stjórnar Búnaðarsambands Eyjafjarðar í sameiginlega gróðurverndarnefnd fyrir Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp: Aðalmenn Róbert Fanndal, Sigríður Bjarnadóttir og Þórarinn Pétursson, varamenn Ólöf Harpa Jósefsdóttir, Stefán Tryggvason og Valgerður Jónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkti að staðfesta fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tilnefningu stjórnar BSE í gróðurverndarnefnd Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps.

 

20. Innheimtumál

Lagðar fram upplýsingar um þá innheimtuferla sem unnið er eftir hjá sveitarfélaginu, sem byggja á samningi um innheimtuþjónustu sem Hörgárbyggð og Intrum á Íslandi ehf. gerðu 25. febrúar 2009. Þá var lagt fram yfirlit yfir innheimtuárangur yfirstandandi árs. Þar kemur m.a. fram að skilvísi íbúa við sveitarfélagið er í góðu horfi, þar sem um 99% af útgefnum greiðsluseðlum á sl. 12 mánuðum hafa verið greiddir.

Sveitarstjórn samþykkti að samningur um innheimtuþjónustu sem Hörgárbyggð og Intrum á Íslandi ehf. gerðu 25. febrúar 2009 gildi fyrir Hörgársveit út samningstímann.

 

21. Búðargata 5, Hjalteyri, lóðarúthlutun

Tekin fyrir að nýju lóðarumsókn Guðbjörns Þórs Ævarssonar, sjá 16. lið fundargerðar sveitarstjórnarfundar 15. september 2010.

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta úthluta Guðbirni Þór Ævarssyni lóðinni Búðargata 5 á Hjalteyri og að gerður verði samningur um gatnagerðargjald lóðarinnar. Sveitarstjórn samþykkti að árétta ákvæði deiliskipulags um að hús sem byggt verður að lóðinni skuli taka mið af þeim sem fyrir eru við götuna.

 

22. Búðargata 9, Hjalteyri, lóðarúthlutun

Tekin fyrir að nýju lóðarumsókn Önnu Lísu Kristjánsdóttur og Guðbjörns Axelssonar, sjá 15. lið fundargerðar sveitarstjórnarfundar 15. september 2010.

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Önnu Lísu Kristjánsdóttur og Guðbirni Axelssyni lóðinni Búðargata 9 á Hjalteyri og að gerður verði samningur um gatnagerðargjald lóðarinnar. Sveitarstjórn samþykkti að árétta ákvæði deiliskipulags um að hús sem byggt verður að lóðinni skuli taka mið af þeim sem fyrir eru við götuna.

 

23. Hvammsvegur 6, Hjalteyri, lóðarúthlutun

Lögð fram umsókn, dags. 7. júní 2006, frá Auði Hansen um lóð fyrir sumarhús á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Auði Hansen lóðinni Hvammsvegur 6 á Hjalteyri og að gerður verði samningur um gatnagerðargjald lóðarinnar.

 

24. Búðargata 17, Hjalteyri, lóðarúthlutun

Lögð fram umsókn, dags. 21. september 2010, frá Guðbirni Þór Ævarssyni um verbúðarlóðina Búðargötu 17 á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Guðbirni Þór Ævarssyni lóðinni Búðargata 17 á Hjalteyri og að gerður verði samningur um gatnagerðargjald lóðarinnar.

 

25. Refaveiðar

Gerð var grein fyrir viðræðum við refaveiðimenn í Hörgársveit, sbr. 17. lið fundargerðar sveitarstjórnar 15. september 2010. Þá var lagt fram bréf, dags. 11. október 2010, frá Umhverfisstofnun þar sem vakin er athygli á því að í frumvarpi til fjárlaga 2011 er ekki gert ráð fyrir fjármunum til endurgreiðslu vegna refaveiða.

Sveitarstjórn samþykkti að veita sveitarstjóra umboð til að ganga frá samningi um refaveiðar í sveitarfélaginu í samræmi við umræður á fundinum.

 

26. Kaffi Lísa, Hjalteyri, forkaupsréttur

Lagt fram bréf, dags. 8. október 2010, frá Elísabetu Guðbjörnsdóttur, f.h. Önnu Lísu Kristjánsdóttur og Guðbjörns Axelssonar, þar sem sveitarfélaginu er boðinn forkaupsréttur að kaffihúsinu “Kaffi Lísa” á Hjalteyri, en sé hann ekki þeginn er óskað eftir heimild til að breyta notkun fasteignarinnar úr húsnæði fyrir veitingarekstur í sumardvalarstað.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindi bréfsins.

 

27. Ós, leiga á landi

Lagt fram tölvubréf, dags. 18. október 2010, frá Bernharð Arnarsyni og Þórdísi Þórisdóttur þar sem óskað er eftir viðræðum um leigu á ræktuðu landi sem tilheyrir Ósi.

Sveitarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu málsins.

 

28. Ráðningar starfsmanna, almennar reglur

Lagt fram bréf, dags. 24. september 2010, frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem mælst er til þess að skoðað verði hvernig framsali á valdi sveitarstjórnar til ráðningar í helstu stjórnunarstöður er háttað.

Til kynningar.

 

29. Umsókn um tímabundna leikskóladvöl

Lögð fram umsókn um tímabundna leikskóladvöl vegna barns sem flust hefur úr sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

 

30. Neytendasamtökin, styrkbeiðni

Lögð fram tvö bréf, bæði dags. 11. október 2010, frá Neytendasamtökunum, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu, samtals að fjárhæð kr. 10.620.

Sveitarstjórn samþykkti veita Neytendasamtökunum styrk á árinu 2011 að fjárhæð kr. 10.620.

 

31. Garnaveikibólusetning

Rætt var um tilhögun garnaveikibólusetningu lamba og hundahreinsun í haust.

Sveitarstjórn samþykkti að óskað verði eftir tilboði í garnaveikibólusetninguna og að að þessu sinni verði sami háttur á þátttöku sveitarfélagsins í lyfjakostnaði og á síðasta ári í Hörgárbyggð.

 

32.            Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 00:30.