Fundargerð - 20. október 2003

Fundur skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, 20. okt. 2003, kl. 20:15.Allir nefndarmenn mættir, auk þeirra sátu fundinn Oddur Gunnarsson og Helga A. Erlingsdóttir sveitarstjóri.

 

1.         Síðustu tvær fundargerðir undirritaðar.

 2.        Munnleg beiðni frá Jósavin Arasyni Skógarhlíð 27 er varðar breytingar á lóðamörkum. Nefndinni þykir beiðnin óljós og Gunnari Hauk falið að ræða við Jósavin og fá gleggri upplýsingar um málið.

 3.        Ábending frá Ármanni Gunnarssyni Skógarhlíð 10 um óræktað og óskipulagt landsvæði vestan íbúðar. Gunnari Hauk falið að ræða við Ármann.

4.         Munnlegt erindi frá Þór hf. Um breytingar á lóðarmörkum þar sem farið er fram á stækkun. Gunnari Hauk falið að ræða við Þór h.f. og einnig forsvarsmenn DMG um hugsanlegar breytingar á lóðamörkum.

5.         Nefndin óskar eftir því við sveitarstjórn að hún geri ráð fyrir fjárveitingu í fjárhagsáætlun fyrir 2004 til formleyfaskráningar í sveitarfélaginu og leiti eftir tilboðum í verkið hjá þeim aðilum sem hana gera.

                Fleira ekki bókað.  Fundi lauk kl 23:20.

 

                                                        Árni Arnsteinsson