Fundargerð - 20. október 2003

Fundur haldinn 20. okt. 2003 í framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla.  Mættir voru Anna Lilja skólastjóri, Unnar Eiríksson, aðstoðarskólastjóri, Hjördís Sigursteinsdóttir, Helgi Steinsson, Ármann Búason og Helga Erlingsdóttir.

 

1.  Fundargerð frá fundi framkvæmdanefndar 16. sept. 2003 var samþykkt í sveitarstjórn Hörgárbyggðar 17. sept. 2003 en í sveitarstjórn Arnarneshrepps 8. okt. 2003.

 

2. Umfjöllun um fyrirhugaða húsaleiguhækkun í áföngum.

Lögð fram drög að húsaleigusamningi í sjö liðum.  Ákveðið að gera smá breytingar á samningsdrögunum.  Oddvitar sjá um að gera samning við leigutaka íbúðanna.  Og sjá um að tilkynna starfsmönnum skólans um að akstursstyrkur (launauppbót) falli niður í tveimur áföngum, samanber fundargerð 16/9, 3. lið.

 

3.  Staða mála í viðhaldi íbúða.

Önnur hæð er alveg frágengin.  Verið er að ljúka viðgerðum á þriðju hæð.  Framkvæmdanefnd leggur til að farið verði í viðhaldsframkvæmdir á fyrstu hæð nú í haust.

 

4.  Kaup á þvottavél.

Framkvæmdanefnd telur að þessi kaup rúmist innan fjárhagsáætlunar og samþykkir að vélin sé keypt.

 

5.  Staðan í undirbúningi afmælishátíðar þann 5. des.

Unnið er að undirbúningi og gengur og gengur það samkvæmt áætlun.

 

Fleira ekki bókað.

 

Ritari: Ármann Búason