Fundargerð - 20. nóvember 2017

Félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar

 12. fundur

 Fundargerð

 

 

Mánudaginn 20. nóvember 2017 kl. 15:30 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Bragi Konráðsson, Andrea R. Keel og Ingibjörg Stella Bjarnadóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

Dagskrá:

 

1.        Fjárhagsáætlun 2018

Lögð var fram tillaga að fjárhagsáætlun í málaflokknum fyrir árið 2018 ásamt yfirliti yfir stöðu málaflokksins 30.9.2017.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti tillögu að fjárhagsáætlun 2018 fyrir sitt leiti.

2.        Starfsemin í málaflokknum

Sveitarstjóri fór yfir starfsemina er varðar einstaka þætti hennar.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 16.05