Fundargerð - 20. maí 2009
Miðvikudaginn 20. maí 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 40. fundar í Þelamerkurskóla.
Mætt voru: Árna Arnsteinssonar, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.
Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.
1. Fundargerð stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk, 7. maí 2009
Fundargerðin er í fjórum liðum. Lögð fram tillaga að samstarfssamningi um Íþróttamiðstöðina á Þelamörk og drög að samningi um afnot Þelamerkurskóla. Framlagður samstarfssamningur og framlögð drög að samningi um afnot ÞMS voru samþykkt einróma.
Fundargerðin rædd og afgreidd.
2. Fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla, 7. maí 2009
Fundargerðin er í fimm liðum. Lagður fram samningar um uppsetningu og rekstur öryggiskerfis, sbr. 3. lið fundargerðarinnar. Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.
3. Fundargerð skólanefndar Þelamerkurskóla, 14. maí 2009
Fundargerðin er í fjórum liðum. Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.
4. Ársreikningar Hörgárbyggðar, Þelamerkurskóla og Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk fyrir árið 2008, síðari umræða
Frá fyrri umræðu um ársreikningana hafa framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla og stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk staðfest ársreikninga stofnananna fyrir sitt leyti.
Ársreikningarnir voru afgreiddir samhljóða.
5. Yfirlit um rekstur og fjárhag
Lagt fram yfirlit um rekstur og fjárhag Hörgárbyggðar á 1. ársþriðjungi 2009. Þar kemur m.a. fram að áætlanir um helstu tekjuliði og gjaldaliði sveitarfélagsins virðast munu standast.
Til kynningar.
6. Samráðsfundur um efnahagsvandann
Lagt fram minnisblað um samráðsfund sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt um efnahagsvandann. Fundurinn var í Reykjavík 13. maí 2009.
Til kynningar.
7. Framkvæmdir 2009
Lagt fram minnisblað um væntanlegar framkvæmdir sumarsins.
Fjárfrekar framkvæmdir eru ekki fyrirhugaðar í Hörgárbyggð á árinu 2009. Helstu framkvæmdir eru áætlaðar þessar: kantsteinaviðgerðir við Skógarhlíð, umhverfisfrágangur við Birkihlíð, lagfærð klæðning á Leikskólanum Álfasteini, uppsetning brunavarnarkerfis í Hlíðarbæ og frágangur vegna nýs hreinsivirkis á Lónsbakka ásamt athugun við fráveitumálum sláturhúss.
8. Skólaakstur 2009-2010
Lagt fram minnisblað um væntanlegan fjölda nemenda næsta vetur á akstursleiðum skólaaksturs fyrir Þelamerkurskóla.
Til kynningar.
9. Sorphirða, samningur
Lagt fram minnisblað um sorphirðu í sveitarfélaginu í tilefni af því að síðasti samningur við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. um sorphirðu rann út 1. okt. sl. Einnig fylgja með Áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum, sem stjórn sambandsins staðfesti 23. janúar 2009. Sveitarstjórn samþykkti að samningur við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. um sorphirðu verði endurnýjaður og að þá verði gert ráð fyrir að komið verði á flokkunarkerfi fyrir heimilisúrgang, sem er hagkvæmt og í samræmi við áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum.
10. Skútaberg ehf., fyrirspurn um brennslustöð fyrir úrgang
Bréf, dags. 15. maí 2009, frá Skútabergi ehf. þar sem óskað er eftir umsögn um staðsetningu hugsanlegrar brennslustöðvar fyrir úrgang á iðnaðarsvæðinu í landi Skúta.
Málið var kynnt og ákveðið að vísa málinu til Flokkunar ehf. og ef vilji er fyrir málinu þar, verði það tekið til frekari skoðunar.
11. Álfasteinn, rekstrarskoðun og aðalskoðun
Bréf, dags. 27. apríl 2009, frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra um reglubundið eftirlit heilbrigðiseftirlitsins með leikskólanum.
Til kynningar.
12. Húni til Hjalteyrar, styrkbeiðni
Bréf, dags. 24. apríl 2009, frá Jóni Þór Benediktssyni, Hollvinafélagi Húna II og Sportrútunni ehf. um verkefnið Húni til Hjalteyrar. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 200.000 til markaðsetningar á verkefninu. Sveitarstjórn finnst verkefnið áhugavert og ákvað að styrkja það um kr. 50.000.
13. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, aðalfundur
Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. sem verður 28. maí 2009. Á fundinum verða afgreidd drög að breyttum samþykktum félagsins, sem koma til vegna breytts hlutverks þess í kjölfar þess að Héraðsnefnd Eyjafjarðar hefur verið lögð niður.
Samþykkt var að sveitarstjóri fari með umboð Hörgárbyggðar á fundinum.
14. Landgræðsla ríkisins, beiðni um styrk
Bréf, dags. 4. maí 2009, frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið að fjárhæð kr. 20.000.
Erindið samþykkt.
15. Skólahreysti 2009, beiðni um styrk
Bréf, dags. í maí 2009, frá Icefitness ehf. þar sem óskað er eftir styrk vegna Skólahreysti 2009 að fjárhæð kr. 50.000.
Erindið samþykkt.
16. SÁÁ, beiðni um styrk
Bréf, dags. í maí 2009, frá SÁÁ Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann þar sem boðnir eru 100 álfar fyrir alls kr. 100.000.
Erindinu hafnað.
17. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, stuðningur við íþróttafélög o.fl.
Bréf, dags. 29. apríl 2009, frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) þar sem kynntar eru samþykktir 69. Íþróttaþings ÍSÍ um stuðning sveitarfélaga við íþróttafélög og um íþróttamannvirki.
Til kynningar.
18. Dagur barnsins 2009
Bréf, dags. 11. maí 2009, frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu um Dag barnsins sem verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 24. maí 2009.
Til kynningar.
19. Leikskólinn á Álfasteini hefur fengið vottun til að flagga Grænfánanum næstu tvö árin. Samþykkt var að kaupa fánastöng fyrir leikskólann svo hann geti flaggað fánanum og er stefnt að því að flagga honum í fyrsta skipti þann 11. júní nk.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22:40.