Fundargerð - 20. janúar 2004

Fundur haldinn í framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla 20/1 2004. Mættir voru Anna Lilja skólastjóri, Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri, Hjördís Sigursteinsdóttir, Helgi Steinsson, Ármann Búason og Helga Erlingsdóttir reikningshaldari skólans.

 

1.    Bréf dagsett 9/1 2004, frá sjö kennurum sem ekki halda heimili á staðnum. Óska eftir að sveitarstjórnir endurskoði afstöðu sína til jöfnunar vegna aðstöðmunar. Framkvæmdarnefnd leggur til að samþykktin frá 16/9 2003 komi til framkvæmdar 1. febrúar í stað 1. janúar.

 

2.   Bréf frá Ingu S Mattíasdóttir kennara, um hækkun á húsaleigu. Hún telur sig ekki þurfa að greiða hækkun á leigu fyrr en 1. ágúst 2004. Framkvæmdarnefnd leggur til að munnlegt samkomulag sem Inga gerði við oddvita um að greiða kr 25.000.- á mánuði frá 1. janúar gildi.

 

3.   Fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla 2004 var samþykkt í Hörgárbyggð. Arnarneshreppur samþykkti að lækka viðhaldsliði um kr 400.000.-. Geti orðið endurmetið síðar á árinu. Fjárhagsáætlunin er þá kr. 87.527.000.-

 

4.   Reikningshaldari gerir það að tillögu sinni að ákveðinn sé fastur fundartími í framkvæmdanefnd einu sinni í mánuði, meðan skólinn er starfandi. Framkvæmdanefnd telur henta að ákveða síðasta þriðjudag í hverjum mánuði kl 3.

 

5.   Tölvumál

Umræða um tölvumál skólans. Framkvæmdanefnd leggur til að keypt sé fartölva til notkunar fyrir skólastjóra kostar kr. 216.000.- Skólastjóri greiði kr. 3.500.- á mánuði í þrjú ár fyrir afnot að tölvunni. Og hefur síðan kauparétt á lágu verði.

 

6.   Skólastjóri bauð fundarmönnum í skoðunarferð í kennslueldhús. Voru menn sammála um að full þörf væri á að endurbæta það.

 

7.   Launamál skólastjóra

Ekki er búið að ganga frá launakjörum skólastjóra fyrir yfirvinnu og umsjón með staðnum. Skólastjóra og oddvita greinir á um hvað ákveðið var þegar ráðningarsamningur var undirritaður. Ekki náðist niðurstaða á þessum fundi.

 

Fleira ekki bókað.

Ritari: Ármann Búason