Fundargerð - 20. febrúar 2002
Miðvikudagskvöldið 20. febrúar 2002 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Hlíðarbæ kl. 20:30. Mættir voru
Dagskrá:
1. Fundargerðir sveitarstjórnar frá 16. janúar 2002, framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla frá 6. febrúar 2002, Tónlistarskóla frá 29. janúar 2002 og skólanefndar frá 5. febrúar 2002
2. Ég er Húsið mitt, styrkur
3. Leikfélag Hörgdæla, styrkur
4. Tilnefning á 6 mönnum í varaslökkvilið (hjálparlið)
5. Námsráðgjafi á Þelamörk
6. Bréf frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins vegna afnota kortagrunns
7. Fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla
8. Fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar lokaafgreiðsla
9. Bréf vegna hlutafjárvæðingar RARIK
10.Samþykkir og reglugerðir lagðar fram til kynningar
11.Önnur mál
1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 16.01.2002. Samþykkt. Fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla frá 06.02.2002 kynnt. Í lið eitt var umsókn frá Ásbirni Valgeirssyni og Hörpu Hrafnsdóttur um leigu á Þelamerkurskóla. Sveitarstjórn samþykkti tilboð frá þeim sem miðast við 10% af allri innkomu af starfseminni auk annars rekstrarkostnaðar (rafmagn og sími). Í lið þrjú var samþykkt að fela oddvita að finna rétta skiptiprósentu á móti Arnarneshreppi í eignarhlut skólans. Í lið sex um akstur í Þelamerkurskóla. Sveitarstjórn samþykkir að núgildandi aksturssamningum verði sagt upp frá og með 1. ágúst 2002. Einnig að gerðir verði húsaleigusamningar við íbúa í Þelamerkurskóla. Fundargerð Tónslistarskóla Eyjafjarðar frá 20.01.2002 var kynnt. Oddvita var falið að fá nánari upplýsingar frá Tónlistarskóla um fjölda yngri og eldri nemenda og sundurliðun þar á milli. Fundargerð skólanefndar frá 05.02.2002 var kynnt. Fundargerð framkvæmdanefndar frá 13.102. 2002 var kynnt. Í lið eitt kemur fram tilboð frá Vegagerð ríkisins í þinghúsið við Þverá í Öxnadal. Tilboð vegagerðarinnar í þinghúsið að Þverá er svohljóðandi: Vegagerð greiði kr. 500.000.- fyrir húsið og sjái um að rífa það og fjarlægja. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Vegagerðarinnar. Oddvita falið að ganga frá því máli.
2. Ég er húsið mitt, bréf frá Birni Þórissyni forvarnafulltrúa. Um er að ræða bók til barna 4. og 8. ára. Kostnaður fyrir okkar sveitarfélag er 7.500.- Sveitarstjórn samþykkir að greiða þessa upphæð.
3. Oddviti las bréf frá Leikfélagi Hörgdæla um ríflegan fjárstuðning. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja leikfélag Hörgdæla um kr. 200.000.
4. Oddviti kynnti bréf frá Tómasi Búa slökkviliðsstjóra, hann óskar eftir að tilnefndir séu 5-7 menn í hjálparlið við slökkvistörf í sveitarfélaginu. Tilnefndir voru: Gestur Hauksson Þríhyrningi, Aðalsteinn Hreiðarsson Öxnhóli, Þór Jónsteinsson Skriðu, Þorsteinn Rútsson Þverá, Haukur Sigfússon Ytri-Bægisá, Baldvin Hallgrímsson Laugalandi og Hermann Harðarson, Skógarhlíð 18.
5. Bréf frá Sigfríði L. Angantýsdóttur skólastjóra. Hún sækir um 2-3 vikustundir fyrir námsráðgjafa við Þelamerkurskóla næsta vetur. Sveitarstjórn samþykkir erindið.
6. Oddviti kynnti bréf frá rannsóknastofnun landbúnaðarins vegna afnota kortagrunns. Sveitarstjórn felur verkefnishóp Nytjalands að skrá jarðamörk og heimilar afnot af loftmyndagrunni sem sveitarfélagið á hlut í, gegn afhendingu gagna sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.
7. Fjárhagsætlun Þelamerkurskóla 2002. Heildarkostnaður er áætlaður 71.148.000.- Hörgárbyggð greiðir 48.323.234.- Sveitarstjórn samþykkir lækkun á viðhaldi húsa 1.200.000.- innanstokksmuna 300.000.- bílstyrkir lækki um 600.000.- samtals 2.100.000.- lækkun. Verður þá hlutur Hörgárbyggðar 46.895.000.-
8. Oddviti kynnti fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar 2002 til lokaafgreiðslu. Áætlaðar tekjur Hörgárbyggðar 107.270.000.- áætluð gjöld 105.661.674.- Fjárhagsáætlunin var rædd lið fyrir lið án verulegra lagfæringa. Fjárhagsáætlunin var samþykkt.
9. Bréf frá Eyþing, Grétari Þór Jónassyni. Efni: Eignarhluti sveitarfélaganna í Rarik. Þau sveitarfélög sem skilgreind eru á notendasvæði Rarik eigi tilkall til eignarhluta í fyrirtækinu en fyrir dyrum stendur hlutafélagavæðing fyrirtækisins. Sveitarfélög eru beðin um að taka saman þessar upplýsingar.
10. Oddviti kynnti framlengingu á samningi um ráðgjafaþjónustu við Akureyrarbæ. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2004. Grunngjald er kr. 3.840.- pr. íbúa 1. des. 2001. Árið 2002 er veittur 40% afsláttur frá grunngjaldi, árið 2003 er 35% afsláttur og 2004 er afslátturinn 30%. Oddvita falið að ganga frá þessum samningi við Akureyrarbær.
Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 00:40. Fundargerðin lesin upp og samþykkt..
Fundarritarar Helgi B. Steinsson og Ármann Þ. Búason