Fundargerð - 20. ágúst 2003
Mætt voru: Ármann Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Sturla Eiðsson ásamt sveitarstjóra Helgu Erlingsdóttur. Tveir áheyrnarfulltrúar voru mættir.
Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.
1. Fundargerðir sveitarstjórnar frá 7. og 10. júlí 2003, voru samþykktar án athugasemda.
2. Ársreikningar Þelamerkurskóla og Íþróttahúss, voru afgreiddir án athugasemda.
3. Sveitarstjórnarskrifstofa vinna.
Birna, Helgi og Helga lögðu fram eftirfarandi tillögu: Að stuðlað sé að því að öll mál og framkvæmdir fari í gegn um skrifstofu Hörgárbyggðar. Að oddviti fái greidd 10% af þingfarakaupi (fyrir hækkun ) fast og 200 km. akstur pr. mán., 3% fyrir sveitarstjórnarfundi og 2% fyrir framkvæmdanefndarfundi. Sveitarstjóri fái 20 tíma fast í ev. á mánuði og vinni ekki ev. umfram það. Ásgeir fari í fullt starf frá og með 1. ágúst til áramóta, málin verði þá endurskoðuð. Sveitarstjórn samþykkti framkoma tillögu.
4. Fundargerðir:
a. 142. fundur stjórnar Eyþings, frá 11. júlí, lögð fram til kynningar.
b. fundargerðir byggingarnefndar frá 1., 15. og 18. júlí, voru staðfestar án athugasemda.
c. fundargerð húsnefndar frá 3.júlí, var afgreidd án athugasemda.
d. fundargerð skipulagsnefndar frá 7. júlí afgreidd án athugasemda.
5. Bréf og erindi:
a. Frá landbúnaðarráðuneyti, dags. 12. ágúst s.l. þar kemur fram að svínabú falla undir lög um búfjáreftirlit.
b. Frá Arnarneshreppi, dags. 12. júní s.l. tilkynning um að Sigrún Jónsdóttir sé kosinn aðalmaður í skólanefnd og Hannes Gunnlaugsson til vara. Málinu vísað til næsta fundar.
c. Frá Fornleifavernd ríkisins, dags. 14. júlí s.l. þar sem vakin er athygli á að öll ákvarðanataka sem lýtur að meðferð fornleifa í skipulags- og umhverfismatsmálum sé í höndum Fornleifarverndar ríkisins.
d. Frá Vegagerðinni, dags., 15. júlí s.l. þar sem farið er fram á að sveitarfélagið staðfesti hvort búseta er á bæjum við safnvegina nr. 8208 Dagverðartunguvegur og nr. 837 Steinstaðarvegur. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
e. Frá Sparisjóði Norðlendinga, dags., 15. júlí s.l. þar kemur fram að á aðalfundi Spsj. Norðlendinga 20. mars 2003 var samþykkt að greiða 15% arð til stofnfjáreiganda til hækkunar á stofnfjáreign þeirra. Stofnfjárhlutur Hörgárbyggðar er því kr. 29.250.
f. Frá fjármálaráðuneytinu dags. 7. júlí s.l. vegna seinkunnar á greiðsluframlagi Jöfnunarsjóðs til byrjunar september vegna leiðréttinga frá Fasteignamati ríkisins.
g. Frá Kærunefnd útboðsmála, dags. 11. ágúst 2003, þar kemur fram að kröfum Friðriks Gestssonar og Ingólfs Gestsonar vegna útboðs skólaaksturs við ÞMS er hafnað.
6. Framkvæmdir og viðhald ljósastaura:
a. Ljósastaurar, ákveðið var að vinna að því að kanna hverjir vildu ljósastaura og hvað marga staura hver vill. Hörgárbyggð hefur samþykkt að greiða fyrir endastaura og sjá um allt viðhald þeirra, einnig að sjá um viðhald annarra staura á kostnað eigenda sinna.
b. Tækni á skrifstofu. Búið er að kaupa búnað á skrifstofu sem samtengir tölvurnar.
7. Leikskólinn- ískápur- gallar. Samþykkt að heimila kaup á stærri ísskáp og kaup á tveim göllum. Tveir sátu hjá við ákvarðanatöku og einn var á móti gallakaupunum. Ákveðið að taka leikskólamálin til sérstakrar umræðu á næsta sveitarstjórnarfundi.
8. Íbúðarsala Auðbrekka. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir söluna og afsalar sér forkaupsrétti.
9. Fulltrúar á fund Hrauns í Öxnadal ehf. Samþykkt að Helga og Helgi fari sem fulltrúar Hörgárbyggðar. Ef fleiri sjá sér fært að mæta er það mjög gott.
10. Trúnaðarmál
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23.20