Fundargerð - 19. mars 2003

Miðvikudaginn 19. mars 2003 kl. 20:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Hlíðarbæ.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt Helgu A. Erlingsdóttur. 4 áheyrnarfulltrúa voru mættir.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Fundargerðir

a. Fundargerðir sveitarstjórnar 17. febrúar, 23. fundur og 19. febrúar, 24. fundur fundargerðarinnar voru samþykktar samhljóða.

 

b. Fundargerð skólanefndar frá 11. mars og samningur um ráðgjafaþjónustu milli Þelmerkurskóla og HA. Fundargerð skólanefndar var afgreidd án athugasemda. Fyrirliggjandi samningur um ráðgjafaþjónustu Háskólans á Akureyri við Þelamerkurskóla var samþykktur samhljóða.

 

c. Fundargerðir húsnefndar frá 5. mars og 7. mars sl. voru lagðar fram til kynningar. Framlög verðskrá fyrir félagsheimilin var samþykkt samhljóða.

 

d. Fundargerð byggingarnefndar frá 3. mars var lögð fram til kynningar.

 

e. Fundargerð Hafnasamlagsins frá 10. mars, 82. fundur, var lögð fram til kynningar.

 

f. Fundargerðir bókasafnsnefndar frá 20. 21. og 22. febrúar voru lagðar fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að fara yfir lög um bókasöfn í samvinnu við bókasafnsnefnd. Samþykkt að fá Hörð Jóhannsson til að fara yfir bækurnar og taka þær til handagagns sem eru verðmætar. Ákvörðun um aðrar bækur bíða betra tíma.

 

g. Fundargerð heilbrigðiseftirlits, 24. fundur. 11.febrúar sl. var lögð fram til kynningar.

 

h. Fundargerð framkvæmdanefndar skólans frá 12. mars var lögð fram il kynningar.

 

2. Rekstrarreikningur Mela vegna 2001 og 2002

Þórður Steindórsson, húsvörður Mela, fór yfir rekstrarreikninga Mela rekstrarárin 2001 og 2002. Ársreikningarnir voru síðan samþykktir samhljóða af sveitarstjórn.

 

3. Styrkbeiðnir frá:

FAAS, Hvata og Sólheimum var öllum hafnað.

 

4. Erindi

a. Beiðni um afslátt af fasteignagjöldum á ónotuðum útihúsum frá Ólafi Ólafssyni. Samþykkt að veita 30% afslátt af fasteignagjöldum umræddra útihúsa með fyrirvara um að húsin séu ekki í neinni notkun. Sveitarstjórn ákvað að þeir sem eru 67 árs og eldri geti sótt skriflega um 30% afslátt af fasteignagjöldum á ónotuðum eða ónýtum útihúsum.

 

b. Erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar vegna breytinga á rekstrarfyrirkomulagi félagsins var vísað til næsta fundar. Sveitarstjóra falið að fylgjast með málinu og þá í samráði við aðra sveitarstjórnarmenn sem eru aðilar að félaginu.

 

c. Gásir – minjasafnið – deiliskipulag. Málið verður skoðað nánar þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að koma að fjármögnun deiliskipulags á svæðinu.

 

d. Beiðni hefur borist frá Leikfélagi Hörgdæla þar sem það óskar eftir greiðslufresti til haustsins 2003 á kr. 1.011.973 vegna framkvæmdanna á Melum, eða þar til skýrist með styrki og þær fjáraflanir sem eru í gangi hjá leikfélaginu. Erindið var samþykkt.

 

e. Tillaga frá Alþingi um GSM. Lögð fram til umsagnar þingsályktunar tillagsa rá Alþingi um aðgang landsmanna að GSM-farsímakerfinu og að það verði skilgreint sem öryggis- og neyðarkerfi í byggð og á aðalþjóðvegum landsins, 546. mál.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti eftirfarandi bókun á fundi sínum 19. mars 2003:

“Í ljósi þess hve GSM-farsímar eru almennir og mikil öryggistæki þar sem samband næst, bæði fyrir almenning og eins fyrir lögreglu, slökkvilið og hjálparsveitir tekur sveitarstjórn Hörgárbyggðar undir tillöguna og leggur áherslu á að kerfið verði eflt enn frekar og hafist verði þegar handa um að GSM-samband verði tryggt um allt land.”

 

f. Orlofshús í landi Tréstaða. Fram var lögð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna orlofshúss í landi Tréstaða undirritað af Ágústi Þór Gunnarssyni, byggingarfræðingi, fyrir hönd Kaupþing banki hf. Þar sem að ljóst er að verið er að fara fram á leyfi til að gera deiliskipulag af svæðinu áður en gengið verður frá kaupum á landinu, samþykkti sveitarstjórn að heimila oddvita og sveitarstjóra að vísa málinu til skipulagsyfirvalda.

 

g. Bréf frá Oddi Gunnarssyni og Gígju Snædal á Dagverðareyri, þar sem þau mótmæla harðlega þeim hugmyndum að sorp verði urðað í landi Gása í Hörgárbyggð, þar sem það hefði í för með sér mikla verðrýrnun á jörðinni Dagverðareyri. “Veiti sveitarstjórn leyfi til urðunar á Gásum er sveitarfélagið skaðabótaskylt og munu við krefjast fullra bóta vegna rýrnunar á verðgildi jarðarinnar.” Sveitarstjórn Hörgárbyggðar hefur fullan skilning á áhyggjum bréfritara.

 

h. Úttekt á Þelamerkurskóla sem unnin var á vegum sveitarstjórnar Arnarneshrepps var lögð fram til kynningar.

 

i. Heimasíða Hörgárbyggðar. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum um gerð heimasíðu fyrir Hörgárbyggð við tölvufyrirtækið Nepal, á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

 

j. Skipulagsfulltrúi. Bréf frá Skipulagsstofnun um að Ævar Ármannsson uppfylli skilyrði sem gerð eru til þeirra sem starfa sem skipulagsfulltrúar.

 

k. Götulýsing. Bréf frá Vegagerðinni, lagt fram til kynningar, þar sem fram kemur að þeir hafi nú þegar sótt um götulýsingu við Þelamerkurskóla til Umferðaröryggissjóðs.

 

l. Akureyrarbær: Umsókn um að taka Syðri- og Ytri-Skjaldarvík úr landbúnaðarnotum. Akureyrarbær fer þess á leit við sveitarstjórn Hörgárbyggð að jörðin Ytri-Skjaldarvík landnr. 152505 og landnr. 152506 ásamt jörðinni Syðri-Skjaldarvík landnr, 152529 verði teknar úr landbúnaðarnotum. Erindið var samþykkt samhljóða.

Akureyrarbær fer einnig fram á að jarðirnar verði sameinaðar í eina jörð og fái eitt landnúmer og heiti upp frá því einu nafni Skjaldarvík. Erindið var samþykkt samhljóða.

 

m. Kosning fulltrúa, aðal- og varamanns á aðalfund Sparisjóðs Norðlendinga til 4 ára.

Oddur Gunnarssonvar kosinn stjórnarmaður í Sparisjóði Norðlendinga með fjórum atkvæðum. Gunnar Haukur Gunnarsson var kosinn varamaður í stjórn Sparisjóðs Norðlendinga með þremur atkvæðum. Sveitarstjóri eða oddviti fara með umboð stofnfjáreigenda á aðalfundinum.

 

n. Aðal- og varamaður á aðalfund Minjasafnsins. Ármann Búason var kosinn aðalmaður og Guðný Fjóla Árnmarsdóttir til vara. 

 

5. Leikskólinn, launanefnd

Karli Björnssyni, formanni launanefndar sveitarfélaga, hefur verið falið það verkefni að fara yfir launamál leikskólans og var sveitarstjóra og oddvita falið að vinna að málin áfram í samvinnu við Karl.

 

6. Vinnuskóli

Fyrirkomulag vinnuskólans var rætt og er fyrirhugað að börn fædd á árunum 1987, 1988 og 1989 verði boðin vinna í nokkrar vikur í sumar. Sveitarstjóra og Guðnýju falið að vinna áfram að málinu.

 

7. Sameiningarviðræður

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti með fjórum atkvæðum eftirfarandi bókun, tveir voru á móti og einn seðill var auður.

“Sveitarstjórn Hörgárbyggðar vill kanna hug sveitarstjórnar Arnarneshrepps varðandi hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna á kjörtímabilinu. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar telur mikilvægt að ljóst verði fljótlega hvort af hugsanlegri sameiningu geti orðið, þar sem annars mun stefnumótun Hörgárbyggðar út kjörtímabilið miðast við óbreytt sveitarfélag.

 

8. Þriggja ára fjárhagsáætlun

Var rædd og endurskoðuð. Áætlunin verður lögð fram til afgreiðslu á næsta sveitarstjórnarfundi.

 

9. Samtún

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti að bjóða núverandi ábúendum að kaupa jörðina Mið-Samtún, þ.e. allt land ofan markalínu ca. 13 ha. ásamt öllum byggingum samkvæmt úttekt Ólafs Vagnssonar. Ef ábúendur vilja ekki nýta sé forkaupsrétt verður jörðin seld hæstbjóðanda.

 

10. Lokaðar umræður - kjaramál

Ritari sveitarstjórnar hefur áfram 3% af þingfararkaupi pr. mánuð fyrir ritun fundargerða en fallið hafði niður að afgreiða laun ritara með ákvörðun um laun nefndarmanna í janúar 2003.

Sveitarstjórn samþykkti að greiða sveitarstjóra 55 eftirvinnutíma vegna yfirvinnu í janúar og febrúar umfram það sem þegar hefur verið greitt. Einnig samþykkti sveitarstjórn að greiða sveitarstjóra 25 eftirvinnutíma pr. mánuð í mars og apríl.

Samþykkt að fá Jóhönnu Rögnvaldsdóttur til að vera í tímabundinni vinnu út apríl sjá þá til með það hvort ráðinn verði inn starfsmaður á skrifstofuna og þá í hvaða starfshlutfalli.

 

Sveitarstjórn samþykkti að þeir peningar sem eru til inni á bók vegna gamalla mötuneytisreikninga verður varið til kaupa á stólum í mötuneytissal í Þelamerkurskóla í samráði við Arnarneshrepp.

 

 

Fleira ekki gert eða bókað. Fundi slitið kl. 01:30.