Fundargerð - 19. maí 2015
Fundargerð
Þriðjudaginn 19. maí 2015 kl. 15:30 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Agnar Þór Magnússon nefndarmenn í skipulags- og umhverfisnefnd.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
Þetta gerðist:
1. Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024
Farið var yfir stöðu mála. Skipulagsstilagan er nú í athugasemdaferli hjá Skipulagsstofnun fyrir auglýsingu og er ráðgerður fundur með fulltrúum stofnunarinnar á morgun, miðvikudaginn 20. maí.
2. Deiliskipulag Lóni
Lagðar fram athugasemdir sem borist hafa við skipulagið. Jafnframt voru lagðir fram uppdrætttir sem sýna minni háttar breytingu á deiliskipulaginu. Þá var lagður fram uppdráttur sem sýnir færslu á Lóninu og breytingu á sveitarfélagamörkum Hörgársveitar og Akureyrar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið með óverulegri breytingu á legu vegarins hjá Lóni, sem kynnt hefur verið hlutaðeigandi aðilum.
Þá samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á fyrirliggjandi aðalskipulagi og sveitarfélagamörkum í samræmi við fyrirliggjandi gögn með fyrirvara um frekari útfærslu um breytingu á farvegi Lónsár.
3. Deiliskipulag Hjalteyri - húsakönnun
Farið var yfir vinnu sem í gangi er varðandi deiliskipulag Hjalteyrar og húsakönnun sem í vinnuslu er í samhengi við það.
4. Deiliskipulag Laugalandi
Farið var yfir stöðu mála varðandi deiliskipulag Laugalands í ljósi breytts eignarhalds á jörðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að koma aftur af stað vinnu við deiliskipulag Laugalandi.
5. Umsókn um stofnun lóðar fyrir frístundahús Ytri-Bakka.
Lögð var fram umsókn frá Jóni Þór Benediktssyni þar sem óskað er eftir heimild til að stofna lóð fyrir frístundahús úr jörðinni Ytri-Bakka. Uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða lóð var lagður fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að að leggja til við sveitarstjórn að veitt verði heimild til að stofna lóð fyrir frístundahús úr jörðinni Ytri-Bakka skv. framlögðum gögnum.
Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.
Lögð fram umsókn frá Olgeiri Þór Marinóssyni f.h. Ís og Kaffi ehf um leyfi til að reisa auglýsingaskilti í landi Steinkots
Skipulags- og umhverfisnefnd vísar til þess að í gangi er vinna við gerð reglna um stöðuleyfi fyrir gáma og annað bráðbirgðahúsnæða og er ráðgert að reglur um auglýsingaskilti falli þar undir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði veitt leyfi til að reisa auglýsingskilti fyrr en slíkar reglur hafa verið staðfestar.
7. Aðalskipulag Akureyrar frístundarhús við Búðargil - kynning
Lögð fram kynningargögn frá Akureyrarbæ.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.
8. Jónasarlundur samstarf og umhirða
Kynntur var fundur sem haldinn var með fulltrúum úr stjórn Jónasarlundar. Jafnframt var skýrt frá erindi sem sent hefur verið Vegagerðinni með ósk um lagfæringar á timburvegriðum og tröppum við lundinn.
9. Reglur um stöðuleyfi fyrir gáma og annað bráðabirgðahúsnæði.
Með samþykktum í skipulags- og umhverfisnefnd þann 12.11.2014 og í sveitarstjórn 20.11.2014 voru settar reglur um útfærslu ákvæða byggingareglugerðar um stöðuleyfi fyrir gáma og annað bráðabirgðahúsnæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að ákvæði um stöðuleyfi fyrir auglýsingaskilti verði sett inn í reglurnar. Málið verði tekið fyrir aftur á næsta fundi.
10. Breytt fyrirkomulag á gámasvæði á Akureyri.
Orðið hefur breyting varðandi móttöku á úrgangi á gámasvæði á Akureyri.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að leita samkomulags við Gámaþjónustu Norðurlands og Akureyrarbæ um aðgengi íbúa Hörgársveitar að gámasvæðinu.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl.17.45