Fundargerð - 19. maí 2005
Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla haldinn í Þelamerkurskóla
fimmtudaginn 19. maí 2005 kl. 16:30.
Fundarmenn:
Sigurbjörg Jóhannesdóttir frá Hörgárbyggð, formaður
Sigrún Jónsdóttir frá Arnarneshreppi, varaformaður
Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Hörgárbyggð, ritari
Gylfi Jónsson fulltrúi foreldraráðs
Anna Lilja Sigurðardóttir skólastjóri
Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri
Jónína Sverrisdóttir fulltrúi kennara
Dagskrá:
1. Kennararáðningar
2. Skóladagatal 2005-2006
3. Skólastefna ÞMS
4. Skólaakstur
5. Önnur mál
1. Kennararáðningar
Anna Lilja Sigurðardóttir lagði fram lista yfir umsækjendur um kennarastöður við skólann. Alls bárust 12 umsóknir. Ráða þarf í fulla afleysingastöðu kennara til eins árs með stærðfræði og ensku sem aðalgreinar í 9. og 10. bekk auk félagsmála á unglingastigi og 80% stöðu kennara með upplýsinga/tæknimennt- og tónmenntakennslu og þriggja mánaða afleysingastöðu íþróttakennara. Skólastjóri hefur ákveðið í samráði við skólanefnd að ráða Einar Mána Friðriksson í stöðu kennara í upplýsinga/ tæknimennt og tónmenntakennslu, Ágúst Haraldsson í stöðu íþróttakennara og Önnu Rósu Friðriksdóttur í eins árs afleysingastöðu kennara.
Sigurbjörg Jóhannesdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Eftirtalin bréf voru lögð fram:
Lagt fram bréf dagsett 12. maí 2005 frá Jónínu Garðarsdóttur kennara þar sem hún óskar eftir launalausu leyfi skólaárið 2005-2006 vegna náms. Lagt fram bréf dagsett 29. apríl 2005 þar sem Ásdís Birgisdóttir segir starfi sínu lausu við skólann og þakkar ánægjuleg samskipti. Lagt fram bréf dagsett 25. apríl þar sem Kristjana Halldórsdóttir segir upp störfum sínum við skólann. Lagt fram bréf dagsett 12. maí 2005 frá Baldvini Hallgrímssyni þar sem hann óskar eftir að vera 3 mánuði í fæðingarorlofi frá og með 20. sept. til 20. des 2005. Skólanefnd þakkar þeim aðilum sem eru að hverfa til annarra starfa og óskar þeim alls hins besta.
2. Skóladagatal fyrir skólaárið 2005-2006
Anna Lilja Sigurðardóttir lagði fram drög af skóladagatali fyrir næsta skólaár. Skólasetning verður 24. ágúst 2005 og skólaslit verða 1. júní 2006. Skóladagar eru 177 talsins á skólaárinu. Starfsdagar kennarar á skólaárinu verða 15 þar 5 á starfstíma skóla. Foreldraráð hefur farið yfir skóladagatalið og hefur ekki formlegar athugasemdir. Skólanefnd samþykkir drög að skóladagatali.
3. Skólastefna, skólaþróun
Stefnt að því að halda fund næsta haust þar sem foreldraráð, kennararáð, foreldrafélag og skólanefnd ásamt skólastjórnendum fara í gegnum þá vinnu sem hefur verið unnin varðandi skólastefnu.
4. Skólaakstur
Formaður kynnti stöðu mála varðandi skólaakstur.
5. Önnur mál
Engin önnur mál voru á dagskrá.
Fundi slitið kl. 19:15
Fundaritari Hanna Rósa Sveinsdóttir