Fundargerð - 19. febrúar 2003

Miðvikudaginn 19. febrúar 2003 kl. 20:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar á Melum.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt Helgu A. Erlingsdóttur. Engir áheyrnarfulltrúa voru mættir.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Fundargerðir

a.   Fundargerðir sveitarstjórnar frá 22. janúar, 29. janúar og 6. febrúar voru samþykktar samhljóða.

b.   Fundargerðir Sorpeyingar Eyjafjarðar frá miðvikudeginum 22. janúar, 54. og 55. fundur. Lagðar fram til kynningar.

c.   Fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla frá 5. febrúar lögð fram og eftirfarandi bókun gerð. “Oddvita var falið að vinna að leigumálum kennara í samstarfi við oddvita Arnarneshrepps.”. Guðný Fjóla Árnmarsdóttir sat hjá við afgreiðslu á þessum lið.

d.   Fundargerð skipulagsnefndar frá 23. janúar lögð fram til kynningar. Fundargerð leikskólanefndar 12 febrúar 2003 og var eftirfarandi bókun samþykkt. “Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir að óska eftir úttekt hjá Launanefnd sveitarfélaga á launamálum í leikskólanum Álfasteini. Oddvita falið að skoða mötuneytismál leikskólans”.

e.   Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, 64. fundur, ódagsettur og 65. fundur frá 29. janúar. Auk þess kostnaðaráætlun á vorönn og útskrift úr aðalbók vegna 2002. Fram kemur að hlutur Hörgárbyggðar er kr. 274.168 pr. mán. tímabilið jan.-júlí.

f.    Fundargerðir búfjáreftirlitsnefndar, 1. fundur 26. janúar og 2. fundur 3. febrúar lagðar fram til kynningar. Samþykkt var eftirfarandi bókun Ármanns Búasonar “Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk búfjáreftirlitsnefndar svæði 18 og sjái umframkvæmd vorskoðunar 2003”.

g.   Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, 53. fundur, haldinn 13. janúar 2003 var lögð fram til kynningar.

h.   Fundargerð skólanefndar frá 11. febrúar var rædd og afgreidd án athugasemda.

 

2.   Erindi frá Páli Arasyni um kaup á landi í eigu Páls Bergþórssonar og Huldu Baldursdóttur u.þ.b. 2 ha sem er í kringum Bug. Sveitarstjórn tók jákvætt í erindið.

 

3. Styrkbeiðnir

      frá Götusmiðjunni og Neytendasamtökunum var hafnað

      frá Skógræktarfélagi Íslands, samþykkt að kaupa styrktarlínu á kr. 5.000.

 

4. Bréf og erindi sem borist hafa

 

a.   Frá leikskólastjóra Stellu Sverrisdóttur, dags. 11.02.2003

      Sveitarstjórn Hörgárbyggðar vill leiðrétta þann misskilning leikskólastjóra Stellu Sverrisdóttur að ekki sé til skriflegur samningur á milli Arnaneshrepps og Hörgárbyggðar um greiðslu mótframlags Arnaneshrepps með börnum úr Arnarneshreppi.

b.   Frá RARIK, dags. 28.01.03. Sveitarstjóra falið að svara fyrirspurnum RARIK vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda í Skógarhlíð.

c.   Frá oddvita Arnarneshrepps, dags. 31.01.03. Beiðni oddvita Arnarneshrepps þar sem hann óskar eftir skriflegu svari varðandi afgreiðslu sveitarstjórnar Hörgárbyggðar á samstarfi um leikskólamál. Svarbréf hefur nú þegar verið sent dags. 5. febr. í samræmi við bókun 1. liðar a úr fundargerð sveitarstjórnar Hörgárbyggðar dags. 29.01.2003.

d.   Frá Úrvinnslusjóði, dags. 11. febrúar 2003. Lög um úrvinnslugjald, framkvæmd laganna og samstarf við sveitarfélögin í landinu. Lagt fram tilkynningar.

 

e.   Vaðlaheiðargöng. Samþykkt að leggja fram kr. 20.000 í hlutafé vegna Vaðlaheiðarganga. Helgi Steinsson fer sem fulltrúi Hörgárbyggðar á stofnfund samtakanna. Ármann Búason til vara.

f.    Byggingarsvæðið Skógarhlíð. Lítill áhugi hefur verið hjá verktökum til að taka að sér byggingasvæðið við Skógahlíð. Ákveðið að fá Ármann Ævarsson til að senda verktökum á svæðin rafbréf að láta vita að frestur til að komast í úrtakið rennur út um næstu mánaðamót.

g.   Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti með 6 atkvæðum að hætta að greiða niður rafmagn á ljósastaura á lögbýlum í Hörgárbyggð frá og með 1. janúar 2003. Sigurbjörg Jóhannesdóttir greiddi atkvæði á móti. Einnig samþykkt að sveitarsjóður sjái um allt viðhald á endastaurunum, en tekur að sér að laga aðra staura á kostnað eigenda þeirra. Hafa á samband við þá aðila sem eftir eru að fá staura og óska eftir að þeir komi fram með sínar óskir um hvort þeir vilji staura eður ei.

 

 

5.   Fjárhagsáætlun

Var lögð fram til annarrar umræðu. Sveitarstjóra var heimilað að taka af lið 21 til að skila fjárhagsáætluninni með rekstrarniðurstöðu.

Tekjur eru áætlaðar kr. 117.307.000

Gjöld eru áætluð kr. 117.268.000

Rekstrarafgangur er áætlaður kr. 39.000

Endurgerð fjárhagsáætlun 2002 var lögð fram til afgreiðslu og var hún samþykkt. Áætlunin verður send til Félagsmálaráðuneytisins og til annarra þeirra aðila sem málin varða.

 

Sveitarstjóra heimilað að ráða til sín starfsmann, tímabundið, til að leysa þau verkefni sem eru of tímafrek til að þau vinnist upp með eðlilegum hætti.

 

 

 

Fleira ekki gert eða bókað. Fundi slitið kl. 00:45.