Fundargerð - 19. apríl 2004
Mánudaginn 19. apríl 2004 kl. 20,00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 51. fundar í Þelamerkurskóla.
Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur. Tveir áheyrnarfulltrúar voru mættir
Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og óskaði eftir að bæta við undir 5. lið; drögum að rekstrarsamningi um Þelamerkurskóla milli Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, undir 10. lið; bréfi frá Marteini Magnþórssyni og Jóhönnu Maríu Oddsdóttur á Dagverðareyri og undir 16. lið, h bréfi frá Soffíu Alfreðsdóttur og Eiríki Sigfússyni á Sílastöðum.
Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.
1. Fundargerðir
a. Fundargerðir framkvæmdanefndar frá 20. mars 2004 og var hún afgreidd án athugasemda. Fundargerð frá 30. mars 2004 var rædd og ákveðið að liður 4 í fundargerðinni um útleigu á skólanum verði ræddur á sameiginlega fundinum með Arnarneshreppi svo að sameiginleg niðurstaða fáist. Undir 6. lið óskast bókað að afnot fyrir innansveitarfélög verða eftir sem áður ekki gjaldskyldir. Fundargerðin síðan afgreidd.
b. Fundargerð leikskólanefndar frá 22. mars 2004
Lögð fram til kynningar.
c. Fundargerð skólanefndar frá 23. mars 2004
Afgreidd án athugasemda.
d. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 5. apríl 2004
Lögð fram til kynningar.
c. Fundargerð stjórnar hafnarsamlagsins frá 8. mars 2004
Lögð fram til kynningar.
d. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 12. mars 2004
Lögð fram til kynningar.
e. Fundargerð veganefndar héraðsnefndar frá 30. mars 2004.
Ármann fór yfir helstu atriði og kom fram að þeir Sturla fóru um Hörgárdal niður Skottið á flesta bæi í Hlíðinni og tóku út heimreiðar með tilliti til ástands þeirra. Tillaga Vegagerðarinnar er að kr. 750.000 verði varið í lagfæringar á heimreiðum í Hörgárbyggð á árinu 2004 og þykir fundarmönnum það frekar naumt skammtað. Ljóst er að forgangsraða þarf fyrirliggjandi verkefnum.
2. Leikskólinn rafmagnsmál fjármál
Tilboð að fjárhæð kr. 81.149 hefur borist frá Púlsinum ehf. til að setja niður við Álfastein jarðskaut, spennujöfnun við vatnsinntak og straumskinnu komið fyrir. Áætlað er að gröfuvinna og frágangur sé u.þ.b. 20.000. Tilboðið var samþykkt.
Heilbrigðiseftirlitið kom í Álfastein og skoðaði aðbúnað og leiksvæði og var það í nokkuð góðu lagi en þó þarf aðeins að lagfæra hitt og annað og var ákveðið að senda leikskólanefnd úttekt Heilbrigðiseftirlitsins til frekari úrvinnslu. Mötuneytismál leikskólans vísað til leikskólanefndar til nánari útfærslu.
3. Vinnuskólinn
Ákveðið er að starfrækja vinnuskólann næsta sumar fyrir unglinga fædda 1988 - 1990, með svipuðu sniði og á síðasta ári. Ákveðið er að auglýsa eftir forstöðumanni fyrir vinnuskólann og kanna þáttökufjölda þeirra sem vilja vinna við skólann.
4. KSÍ sparkvöllur gervigrasvöllur
Lagt fram til kynningar en málið verður rætt á sameiginlegum fundi sveitarstjórnanna.
5. Skólamál, ráðningarmál- bréf frá skólastjóra- rekstrarsamningur
Tvö bréf dags. 2. apríl frá sveitarstjórn Arnarneshrepps voru lesin upp og kynnt. Tvö bréf dags. 2. og 5. apríl frá sveitarstjórn Hörgárbyggðar til sveitarstjórnar Arnarneshrepps voru lesin upp og kynnt. Bréf skólastjóra Önnu Lilju Sigurðardóttur dags. 7. apríl, þar sem hún óskar eftir endurráðningu sem skólastjóri Þelamerkurskóla. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar styður það heilshugar að Anna Lilja Sigurðardóttir verði endurráðin sem skólastjóra Þelamerkurskóla. Lagt fram bréf dag. 15. apríl 2004, frá kennurum og starfsmönnum Þelamerkurskóla þar sem þeir lýsa yfir fullum stuðningi við skólastjóra og óska þeir eindregið eftir því að hún verði endurráðin. Einnig er óskað eftir umsögn skólanefndar varðandi endurráðningu skólastjóra.
Samstarfssamningur um rekstur Þelamerkurskóla, milli aðila, lagður fram til kynningar og er óskað eftir ábendingum um það sem betur má fara.
6. Fornminjaskráning
Tilboð að fjárhæð kr. 1.613.070 hefur borist frá Fornleifastofu Norðurlands um að skrá allar fornminjar í Hörgárbyggð á 1 3 árum. Ákveðið var að ganga að tilboðinu þar sem verkið verður unnið á þrem árum og sveitarstjóra falið að sækja um styrk til menntamálaráðuneytisins. Einnig að kynna skipulagsnefnd málið.
7. Refa- og minkaeyðing, bréf frá Veiðifélagi Hörgár
Bréf frá Árna Arnsteinssyni f.h. Veiðifélags Hörgár þar sem farið er fram á að ekki verði slegið slöku við og leitað allra ráða til að eyða minknum úr lífríki Íslands. Oddvita heimilað að leita samninga við heimamenn um eyðingu minks og refs og leggja fyrir næsta sveitarstjórnafund í anda umræðnanna á fundinum.
8. Akureyrarbær Öldrunarsamningur
Lagt fram bréf frá Akureyrarbæ, menningardeild, undirritað af Karli Guðmundssyni, f.h. félagsmálaráðs, dags. 14. apríl s.l. Bréfið sent sveitarfélögum á svæðinu og er efni þess öldrunarsamningur ásamt útreikningum á þátttöku sveitarfélaganna. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samstarfi við önnur sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæði.
9. Frumvörp frá Alþingi v/jarða og ábúðalaga
Sveitarstjórn Hörgárbyggðar gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
10. a. Landspilda í Steðja:
Erindi frá Sverri Baldvinssyni um að taka 23. ha. landspildu úr landi Steðja úr landbúnaðarnotum sbr. meðfylgjandi afstöðumynd. Erindið var samþykkt.
b. Erindi vegna byggingareits á Dagverðareyri:
Erindi frá Marteini Magnþórssyni og Jóhönnu Maríu Oddsdóttur á Dagverðareyri um að sveitarstjórn samþykki byggingareit skv. meðfylgjandi uppdrætti vegna viðbyggingu við íbúðarhús. Erindið var samþykkt.
11. Umsögn vegna Gloppu ehf.
Bréf frá sýslumanni v/ reksturs gistiheimilis að Engimýri. Erindið samþykkt.
12. Kaupsamningur Stóri-Dunhagi:
Lagður fram kaupsamningur um kaup á íbúðarhúsinu í Stóra Dunhaga. Kaupendur eru Helgi Jóhannesson og Eydís E. Þórarinsdóttir og seljendur Arnsteinn Stefánsson og Halldóra Snorradóttir. Samningurinn samþykktur einróma.
13. Erindi frá Hannesi Haraldssyni Engimýri
Þar sem Hannes óskar eftir að Hörgárbyggð endurskoði þá ákvörðun sína að gjaldfæra á hann 225 m rafkapal vegna þeirra þriggja staura sem hann keypti aukalega. Erindinu var hafnað.
14. Drög að samþykktum um gatanagerðagjöld:
Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir drögin og var sveitarstjóra falið að senda þau skipulagsnefnd og til þeirra er málið varðar.
15. Hunda- og kattahald - drög:
Lagt fram til kynningar og er óskað eftir að sveitarstjórnarmenn skili inn athugasemdum hið fyrsta.
16. Ýmis mál lögð fram til kynningar:
a. Markaðsskrifstofa Norðurlands. Stefna og verkefnaáætlun 2004.
b. UST umhverfisstofnun Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.
c. Dagur umhverfisins.
d. Gjafir í umferðagetraun, sveitarstjóra falið að kanna verð á bókunum og kynna fyrir sveitarstjórn.
e. Ísland á iði ÍSÍ, erindinu hafnað.
f. Af fundi um verkefnaflutning og sameiningamál sveitarfélaga, til kynningar
g. Af fundi um tillögur verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð, til kynningar
h. Bréf v/sumarhúsa í Fögruvík, lagt fram til kynningar
17. Trúnaðarmál
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 00:25