Fundargerð - 18. nóvember 2010
Fimmtudaginn 18. nóvember 2010 kl. 20:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar í matsal Þelamerkurskóla.
Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, Bernharð Arnarson, Gústav G. Bollason, Halldóra Vébjörnsdóttir og
Þetta gerðist:
1. Málefni Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk
Gerð var grein fyrir nokkrum þáttum hjá Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk, þ.e. aukinni mönnun, sbr. nýja reglur um öryggi sundstaða, viðhald rennibrautar, endurbætur á nýrri flísalögn og endurbætur á blöndunartækjum í baðklefum. Þessir þættir eru til umræður við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
[Árni Arnsteinsson vék af fundi.]
2. Umsóknir um starf menningar- og atvinnumálafulltrúa
Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um starf menningar- og atvinnumálafulltrúa, sem auglýst var í október sl. Umsóknir eru samtals 31.
Að lokunum umræðum var Ákveðið var eftirtaldir umsækjendur verði boðaðir til viðtals um starfið: . . . . . .
Umræður undir þessum lið voru sameiginlegar með atvinnumálanefnd og var niðurstaða menningar- og tómstundanefndar samhljóða niðurstöðu atvinnumálanefndar í málinu, sjá fundargerð hennar frá í dag.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 21:40.