Fundargerð - 18. janúar 2012

Miðvikudaginn 18. janúar 2012 kl. 20:45 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Þriggja ára áætlun sveitarsjóðs 2013-2015, fyrri umræða

Lögð fram drög að helstu forsendum þriggja ára áætlunar sveitarsjóðs fyrir árin 2013-2015. Þá kom fram að leiðrétta þurfi niðurstöðutölu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012, þannig að heildarrekstrarkostnaður (nettó) á að vera 326.265 þús. kr. í stað 327.510 þús. kr.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa gerð þriggja ára áætlunar fyrir árin 2013-2015 til seinni umræðu. Sveitarstjórn samþykkti eftirtaldar leiðréttingar á niðurstöðutölum samþykktrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012: heildarrekstrarkostnaður A-hluta (nettó) 326.265 þús. kr., afgangur af rekstri samstæðunnar 22.317 þús. kr., veltufé frá rekstri 43.854 þús. kr., handbært fé í árslok 46.677 þús. kr.

 

2. Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag, 7. desember 2011

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

3. Fundargerð atvinnumálanefndar, 13. janúar 2012

Fundargerðin er í þremur liðum. Í fyrsta lið hennar er tillaga til sveitarstjórnar um úthlutun styrkja til eflingar á atvinnulífi í sveitarfélaginu og um að auglýst verði í annað sinn eftir umsóknum um samskonar styrki í september 2012. Í fundargerðinni er ennfremur fjallað um óskir um aðstöðu í verksmiðjuhúseignunum á Hjalteyri og um ráðningu framkvæmdastjóra AFE, sem sveitarstjórnin ræddi sérstaklega.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu atvinnumálanefndar um úthlutun styrkja til eflingar á atvinnulífi í sveitarfélaginu, þ.e. til Skíðarútunnar ehf., kr. 200.000, og til Huldu Arnsteinsdóttur, kr. 200.000, og um að aftur verði auglýst eftir umsóknum um samskonar styrki síðar á árinu. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

4. Berghóll II, kaupsamningur

Lögð fram drög að kaupsamningi við Steingrím Steingrímsson um eignarhlut hans í Berghóli II.

Sveitarstjórn samþykkti að veita sveitarstjóra umboð til að undirrita kaupsamning og önnur nauðsynleg skjöl vegna kaupa á eignarhlut Steingríms Steingrímssonar í Berghóli II.

 

5. Hjalteyri ehf., framkvæmdastjórn og húsvarsla

Lögð fram drög að samningi milli Hörgársveitar og Hjalteyrar ehf. um að Hörgár-sveit taki að sér framkvæmdastjórn og húsvörslu fyrir félagið í þrjú ár, 2012-2014.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að Hörgársveit taki að sér um framkvæmdastjórn og húsvörslu fyrir Hjalteyri ehf. á árunum 2012-2014 á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

 

6. Þjónustustöð, húsaleigusamningur

Lögð fram drög að húsaleigusamningi við Hjalteyri ehf. vegna þjónustustöðvar sveitarfélagsins á Hjalteyri. Drögin gera ráð fyrir að samningurinn gildi frá og mð 1. janúar 2012 og gildi til 31. desember 2016.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti framlögð drög að húsaleigusamningi við Hjalteyri ehf. fyrir þjónustustöð sveitarfélagsins.

 

7. Gjaldskrá hundahalds

Lögð fram drög að gjaldskrá hundahalds, sbr. 9. gr. samþykktar um hundahald í Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti að skráningargjald verði kr. 2.000, gjald fyrir veitingu leyfis til að halda hund í þéttbýli verði kr. 5.000, að gjöld vegna handsömunar verði kr. 5.000 og kr. 10.000, eftir atvikum skv. gjaldskrá, og að geymslugjald verði skv. reikningi.

 

8. Gjaldskrá framkvæmdaleyfisgjalda

Lagt fram yfirlit yfir fjárhæðir framkvæmdaleyfisgjalda hjá nokkrum sveitarfélögum. Ennfremur var lögð fram fyrirmynd að gjaldskrá slíkra gjalda sem gerð hefur verið af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Sveitarstjórn samþykkti gerð verði tillaga að gjaldskrá á grundvelli 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sveitarfélagið, eftir atvikum í samstarfi við nágrannasveitarfélög.

 

9. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, kosning aðalmanns

Lagt fram tölvubréf, dags. 16. ágúst 2011, frá Ragnheiði Gunnbjörnsdóttur, þar sem hún óskar eftir lausn frá setu sem aðalmaður í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar sem sameiginlegur fulltrúi Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að Elisabeth J. Zitterbart verði aðalmaður í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar sem sameiginlegur fulltrúi Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps.

 

10. Félagsheimilið Melar, kosning í samráðsnefnd

Fram kom á fundinum að allir hlutaðeigandi hafa staðfest fyrirliggjandi samning um rekstur Félagsheimilisins Mela, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 14. desember 2011. Skv. 7. gr. samningsins skal skipa í samráðsnefnd aðila um rekstur og framkvæmdir félagsheimilisins.

Sveitarstjórn samþykkti að tilnefna Jón Þór Brynjarsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í  samráðsnefnd um Mela.

 

11. Auðbrekka I, landskipti

Lagt fram tölvubréf, dags. 3. janúar 2012, frá Valþóri Stefánssyni, þar sem óskað er eftir umsögn um fyrirhuguð skipti á jörðinni Auðbrekka I, sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Tölvubréfinu fylgir uppdráttur sem sýnir hina fyrirhuguðu skiptingu.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti fyrirhuguð landskipti á jörðinni Auðbrekku I.

 

12. Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 14. desember 2011, frá Landmælingum Íslands þar sem gerð er grein fyrir nýlegum lögum um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar.

 

13. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:55.