Fundargerð - 18. febrúar 2016

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 

66. fundur

 

Fundargerð

 

Fimmtudaginn 18. febrúar 2016 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

1.        Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands varðandi framlengingu á samstarfssamningi.

Framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar, Arnheiður Jóhannsdóttir mætti á fundinn og kynnti starfsemina.  Lögð voru fram drög að þjónustusamningi milli Hörgársveitar og Markaðsstofu Norðurlands sem gildir til loka árs 2018.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

2.        Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra 3.2.2016

Fundargerðin lögð fram. Eitt atriði varðar Hörgársveit beint, umsögn um deiliskipulag Dysnesi.

3.        Fundargerð stjórnar Eyþings frá 13. janúar 2016

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.        Tækifæri hf. Tilboð í eignarhlut og boð um forkaupsrétt.

Lagt fram erindi frá KEA svf. þar sem boðið er í allt hlutafé Hörgársveitar í Tækifæri hf.  Þá var einnig lagt fram bréf frá Tækifæri hf þar sem sveitarfélaginu er boðinn forkaupsréttur samkvæmt samþykktum félagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að falla frá forkaupsrétti að hlutabréfum í Tækifæri hf. Sveitarstjórn samþykkti að taka tilboði KEA í hlutabréf Hörgársveitar í Tækifæri hf.

5.        Reglur um veitingu framkvæmdaleyfa fyrir efnistöku úr Hörgá og þverám hennar.

Lögð fram drög að reglum til umræðu.

6.        Leikfélag Hörgdæla, beiðni um rekstrarstyrk

Lagt fram erindi frá leikfélaginu þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk vegna leikársins 2015/2016.

Sveitarstjórn samþykkti styrk að upphæð kr. 200.000,-

7.        Ferð á Samfés, beiðni um styrk

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir styrk til að greiða rútu fyrir nemendur í Þelamerkurskóla til að sækja lokakeppni söngvakeppni Samfés í Reykjavík, en skólinn á fulltrúa í lokakeppninni.

Sveitarstjórn samþykkti að taka þátt kostnaði við aksturinn.

8.        Samningur við UMSE

Lögð fram drög að samningi við UMSE er varðar starfsemi sambandsins og árleg fjárframlög sveitarfélagsins til þess árin 2016, 2017 og 2018.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

9.        Umsókn um stofnun lóðar fyrir frístundahús Hraukbæjarkoti

Lagt fram erindi frá Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur þar sem óskað er heimildar til að stofna lóð undir frístundahús í landi Hraukbæjarkots. Umsókninni fylgir uppdráttur.

Sveitarstjórn samþykkti erindið fyrir sitt leiti með fyrirvara um að samþykki allra eigenda Hraukbæjarkots liggi fyrir.

10.        Reykjavíkurflugvöllur

Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi bókun:

„Sveitarstjórn Hörgársveitar skorar á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að  tryggja öryggishagsmuni íbúa landsbyggðanna með óskertri starfsemi Reykjavíkur-flugvallar. Skorað er á þessa aðila að draga ekki með gjörðum sínum úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landspítalann þar sem staðsett er sérhæfð þjónusta.
Mikilvægt er að aðgengi íbúa landsbyggðanna að öflugustu heilbrigðisþjónustu landsmanna sé tryggt og ber ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn höfuðborgar landsins skylda til að tryggja þetta aðgengi.“

11.        Laugaland, breyting á eignarhaldi

Farið yfir stöðu mála.

12.        Framkvæmdir við skóla og skrifstofu og ráðstöfun heimavistarálmu.

Farið yfir stöðu mála í framhaldi af fundi framkvæmdanefndar.

13.        Fundardagskrá sveitarstjórnar 2016 og breytingar á fyrirkomulagi um boðun funda.

Lögð fram drög að dagsetningum funda 2016 og farið yfir breytingar á boðun funda og afhendingu fundargagna.

14.        Skógarhlíð 14, ósk um breytingu.

Lagt fram erindi frá lóðarhafa A.J Byggir ehf. þar sem óskað er eftir heimild sveitastjórnar að auka fjölda íbúða í fyrirhuguðu húsi á lóðinni Skógarhlíð 14 í allt að 4 íbúðir en skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Skógarhlíð (breyting sem öðlaðist gildi 8. febrúar 2006) er heimilt að byggja þríbýlishús á lóðinni. 

Sveitarstjórn samþykkti að heimila umsækjanda að láta vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:25