Fundargerð - 18. apríl 2016
Atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar
6. fundur
Fundargerð
Mánudaginn 18. apríl 2016 kl. 20:00 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Jóhanna María Oddsdóttir, Bernharð Arnarson, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir í atvinnu- og menningarnefnd og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Afmæli sundlaugarinnar
Lárus Orri Sigurðsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar mætti til fundar við nefndina og lagði fram drög að byggingasögu íþróttamannvirkja að Laugalandi á Þelamörk, sem gerð hafa verið af Guðmundi Sigvaldasyni fyrrverandi sveitarstjóra. Í þessum drögum kemur m.a. fram að væntanlega hefur sundlaugin á Laugalandi verið tekin fyrst í notkun í júní byrjun 1946 og eru því 70 ár síðan, í júní á þessu ári. Afmælisdagurinn telst vera 12. júní.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að haldið verði uppá afmælið með með einhverjum hætti m.a. með því koma sögu íþróttamannvirkja að Laugalandi á framfæri með myndum. Þá verði haldið uppá afmælið einn dag með dagskrá þegar endurbótum samkvæmt lið 2 er lokið ef í þær verður farið.
2. Endurbætur á íþróttamiðstöð 2016
Í samþykktri fjárhagsáætlun eignasjóðs 2016 er gert ráð fyrir 3,5 milljónum til viðhalds og endurbóta á íþróttamiðstöð. Lögð var fram áætlun um frekari endurbætur en áður var ráðgert, sérstaklega er varðar endurbætur á gólfi og veggjum í baðklefum.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að í viðauka við fjárhagsáætlun eignasjóðs 2016 verði gert ráð fyrir 7 milljónum til viðhalds og endurbóta á íþróttamiðstöð í samræmi við framlagða áætlun og framkvæmdin fari fram í byrjun júní og er áætlað að íþróttamiðstöðinni verði lokað í tvær til þrjár vikur á þeim tíma.
3. Menningarstarfsemi í sveitarfélaginu
Rætt var um hina margháttuðu menningarstarfsemi sem fram fer í sveitarfélaginu og með hvaða hætti mætti samræma hana betur.
4. Sæludagur 2016
Rætt um sæludaginn. Fulltrúar félaga sem og aðrir sem áhuga hafa á að taka þátt í deginu verða boðaðir til fundar í leikhúsinu á Möðruvöllum miðvikudagskvöldið 27.apríl n.k. kl. 20.00.
5. Önnur mál.
Ákveðið var um að nefndin fari í kynningarferð 26. ágúst n.k. þar sem skoðuð verði atvinnu- og menningarmál í sveitarfélaginu.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 22:00