Fundargerð - 18. ágúst 2016

Sveitarstjórn Hörgársveitar

71. fundur

 Fundargerð

 

Fimmtudaginn 18. ágúst 2016 kl. 16:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins á nýjum stað í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðar bs

Lagðir fram minnispunktar frá Ólafi Rúnari Ólafssyni sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar sem mætti á fundinn til að fara yfir málið með sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkti að áfram verði unnið að málinu.

2.        Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 11. ágúst 2016

Fundargerðin er í fjórum liðum og þarfnast þrír liðir afgreiðslu sveitarstjórnar,

a) Í 1.lið, erindi Umhverfisstofnunar um tillögu að auglýsingu um friðlýsingu í Hólum.

Sveitarstjórn samþykkir að gera ekki athugasemd við tillögu að auglýsingu eins og hún liggur nú fyrir fyrir utan að þess að í 7. grein standi:

„Almenn umferð vélknúinna ökutækja utan þjóðvegar nr. 1 á landslags-verndarsvæðinu er óheimil. Þó er heimil umferð á afmörkuðum slóðum vegna skógræktar, túnræktar og búfjárhalds, sem og umferð snjósleða um Hóladal.“

b) Í 3.lið, umsókn frá eigendum Þríhyrnings 1 um stofnun landsspildu úr jörðinni.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti þau landskipti í Þríhyrningi 1, sem lýst er í framlögðum gögnum.

c) Í 4.lið, erindi frá Trygg ehf vegna byggingareits fyrir frístundahús að Efri-Rauðalæk

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að heimila byggingu frístundahúss í landi Efri-Rauðalækjar samkvæmt framlögðum gögnum.

3.        Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 18. júlí 2016

Fundargerðin lögð fram, ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.        Fundargerðir fjallskilanefndar frá 11. júlí og 28. júlí 2016

Fundargerðirnar lagðar fram. 

Sveitarstjórn samþykkti þá tillögu fjallskilanefndar að núna á næstu vikum verði farið í lagfæringar á Þórustaðarétt og girðingum við hana ásamt færslu á aðkomu í samvinnu við eigendur Skúta.  Kannað verði með að fjáreigendur á svæðinu komi að vinnu við lagfæringar. Ákvörðun um framtíðar staðsetningu verði ekki tekin að sinni en áfram verði unnið að undirbúningi undir forystu fjallskilastjóra Glæsibæjardeildar.

5.        Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 14.4. og 4.5. 2016

Fundargerðirnar lagðar fram ásamt fylgigögnum.

6.       Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis frá 21. júní 2016

Fundargerðin lögð fram, en þar eru fjórar afgreiðslur er varða Hörgársveit.

7.    Fundargerð framkvæmdastjórnar Byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsv. frá 12. júlí 2016

Fundargerðin lögð fram ásamt ársreikningi embættisins 2015.

8.        Gjaldskrá Byggingafulltrúaembættis Eyjafjarðarsvæðis

Sveitarstjórn Hörgársveitar staðfestir gjaldskrána.

9.        Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra varðandi tilnefningu í stjórn Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar

Sveitarstjórn Hörgársveitar veitir stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fullt umboð til að tilnefna fulltrúa í stjórn sjóðsins.

10.       Bréf frá Íbúðalánasjóði um framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

Bréfið lagt fram.

11.        Erindi frá Búseta á Norðurlandi

Lagður fram tölvupóstur er varðar mögulegt samstarf sveitarfélaga og Búseta á Norðurlandi um byggingu leiguíbúða.

12.        Bréf frá Fjallabyggð varðandi málefni Menntaskólans á Tröllaskaga

Erindið lagt fram þar sem fram kemur annars vegar ósk um að Hörgársveit taki þátt í kostnaði við byggingaframkvæmdir við MTR og hinsvegar er um að ræða drög að

samningi um þátttöku Hörgársveitar í leigu á húsnæði fyrir kennsluaðstöðu.

Afgreiðslu frestað.

13.        Bréf frá Ferðamálastofu með ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks

Bréfið lagt fram en í því kemur m.a. fram ósk um að tilnefnur verði af hálfu sveitarfélagsins tengiliður vegna verkefnisins.

Sveitarstjórn samþykkir að Jón Þór Benediktsson verði tengiliður sveitarfélagsins.

14.        Bréf frá Þjóðskrá varðandi fasteignamat 2017

Lagt fram til kynningar.

15.        B. Jensen ehf uppsetning brennsluofns

Lagt fram bréf þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar varðandi umsókn um breytingu á starfsleyfi fyrir brennsluofn, þar sem farið er fram á að magn verði 200 tonn en ekki 20 tonn eins og auglýst var í tillögu HNE að starfsleyfi.  

Fram kom á fundinum að Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hafi þann 17. ágúst 2016 samþykkt starfsleyfi til eins árs fyrir brennslu á 20 tonnum af cat1 og cat2 frá B.  Jensen.  Heilbrigðisnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að meta reynsluna af rekstri brennsluofns á næstu mánuðum, sérstaklega m.t.t. loftmengunar gagnvart nágrönnum.

Sveitarstjórn mælir gegn því að veitt verði leyfi til þess að brenna meira magn en þau 20 tonn sem nú þegar hefur verið samþykkt.

16.        Rekstur og framkvæmdir 30.6.2016

Lagt fram yfirlit yfir sundurliðaðan rekstrar- og framkvæmdakostnað sveitarfélagsins 30.6.2016 og farið yfir hann.

17.        Heimavistarálma Þelamerkurskóla

Auglýst hefur verið eftir áhugasömum aðilum til að koma að breyttri nýtingu heimavistarálmu Þelamerkurskóla og hafa nokkrir aðilar lýst áhuga sínum á að ræða við sveitarfélagið um þau mál.

Sveitarstjórn samþykkti að fela oddvita og sveitarstjóra að ræða við þá aðila sem til greina koma og að málið verði aftur á dagskrá á næsta fundi.

18.        Umsókn frá eigendum Dagverðartungu um stofnun þriggja landsspildna úr jörðinni.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti þau landskipti í Dagverðartungu, sem lýst er í framlögðum gögnum.

19.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19.00