Fundargerð - 18. ágúst 2004

Miðvikudaginn 18. ágúst 2004 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 55. fundar í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Óskað var eftir að bæta við dagskrána fundargerð frá fjallskilanefnd og byggingarnefnd og umsókn um styrk frá Sjálfsbjörg/Klifur.

 

1.  Fundargerðir.

a. Fundargerð stjórnar búfjáreftirlits 18. svæðis frá 24. júní 2004.

Þar kemur fram að BSE er tilbúið að sjá um búfjáreftirlitið á svæðinu fyrir sama verð og í samningi frá 1. sept. 2003, að viðbættri verðlagshækkun. Fundargerðin afgreidd án athuga­semda.

b. Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 6. júlí, 21. júlí og 17. ágúst 2004.

Í fundargerð frá 6. júlí eru erindi úr Hörgárbyggð frá Halldóru Vébjörnsdóttur Skógarhlíð 25, um að byggja við hús bílskúr og sólstofu, Jóhönnu M. Oddsdóttur um að byggja við íbúðar­húsið á Dagverðareyri og frá Hörgárbyggð sem óskar umsagnar byggingarnefndar um vín­veitinga­leyfi fyrir Guðveigu A. Eyglóardóttur í Hálsi. Í fundargerð frá 21. júlí eru erindi frá Guðmundi Karli Tryggvasyni f.h. Bautans um að setja upp auglýsingarskilti í landi Hrauk­bæjarkots og frá Helga Jóhannssyni um að fá stöðuleyfi fyrir skúr á íbúðarlóð sinni á Síla­stöðum. Í fundargerð frá 17. ágúst erindi frá Stefáni Karlssyni Y-Bægisá 2. þar sem hann sækir um að byggja gripahús úr timbri sunnan við hlöðuna. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar frestar afgreiðslu á erindi Guðmundar Karls Tryggvasonar fh. Bautans um að setja upp auglýsingarskilti í landi Hraukbæjarkots og ákvað að óska eftir umsögn  náttúruverndarefndar með vísan til  43. gr.  um auglýsingar utan þéttbýlis en þar kemur fram að:  Óheimilt er að setja upp auglýsingar meðfram vegum eða annars staðar utan þéttbýlis. Þó er heimilt, að uppfylltum ákvæðum annarra laga, að setja upp látlausar auglýsingar um atvinnurekstur eða þjónustu eða vörur á þeim stað þar sem slík starfsemi eða framleiðsla fer fram.

Fundargerðir bygginganefndar frá 6. júlí, 21. júlí og 17. ágúst 2004 voru að öðru leyti afgreiddar án athugasemda.

c. Fundargerð héraðsráðs frá 30. júní s.l. og samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar. Afgreidd án athugasemda

d. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 21. júní 2004.  Lögð fram til kynningar.

e. Fundargerð félagsmálanefndar Hörgárbyggðar frá 20. júlí s.l.  Sveitarstjóra falið að skoða lið 3. Að öðru leiti afgreidd án athugasemda

f.  Fundargerð fjallskilanefndar Hörgárbyggðar frá 30. júlí og 9. ágúst 2004.  Undir lið 8 um lausagöngu hrossa ofan girðinga í Glæsibæjardeild er ljóst að eldri samþykktir eru í fullu gildi á meðan annað er ekki ákveðið og því er lausaganga hrossa í Glæsibæjar­deild bönnuð tímabilið frá 1. júní til annarra gangna að hausti. Fundargerðirnar síðan afgreiddar án athugasemda.

g.  Fundargerð heilbrigðisnefndar, 71. fundur, haldinn 9. ágúst 2004.  Afgreidd án athuga­semda.

 

2.  Skipulagsmál.

a.  Fundargerð skipulagsnefndar frá 25. júlí s.l.

Í 1. lið komi sú breyting að formaður útbúi dagskrá í samráði við sveitarstjóra. v/ 4. liðar um erindi Bautans um uppsetningu auglýsingaskiltis vísast til þess að sveitarstjórn Hörgár­byggðar hefur frestað afgreiðslu erindisins.  Fundargerðin að öðru leyti samþykkt.

b. Erindi frá Ævari Ármannssyni f.h. eigenda Skipalóns varðandi sumarbústað þar. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir erindi fyrir sitt leyti, með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu skipulagsnefndar.

c.   Erindi frá Eiríki Sigfússyni, vegna byggingar tveggja sumarbústaða í Fögruvík.  Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir erindið fyrir sitt leyti, með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu skipulagsnefndar og að gengið verði frá deiliskipulagi svæðisins.

d. Erindi frá Áka Garðarssyni um kaup á landi.  Ekki er hægt að verða við erindinu þar sem umrætt land er í útleigu.

 

3. Erindi frá fasteignasölunni Holti, stofnskjal um skráningu á hluta á landi Gása, Gáseyri. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir stofnskjalið eins og það er lagt fram.

 

4.  Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dags. 14. júlí 2004.

Vegna úttektar á sundlaug Íþróttamiðstöðvarinnar ásamt lista yfir þær athugasemdir sem lagfæra þarf innan þriggja mánaða. En þær eru: Útbúa sér aðstöðu til skyndihjálpar á neðri hæð aðgengilegri frá laug, tryggja með segulrofa eða á annan hátt að vatn í laug sé ekki heitara en 55°, setja hitastýringar á handlaugar gesta svo vatn sé ekki heitara en 43°, nota nákvæman mæli og skrá mælingar á fríum og blönduðum klór ásamt ph gildum, setja upp metershátt handrið við setlaugar svo börn geti ekki dottið í þær, setja við gufubað mæla sem sýna raka og hitastig og setja í gufubað neyðarhnapp tengdan við gæsluherbergi. Að öllu öðru leyti fær sundlaug ÞMS mjög góða einkunn eftirlitsins. Ákveðið var að vísa athugasemdum heilbrigðiseftirlitsins til framkvæmdanefndar.

 

5. Bréf varðandi drög að reglum um  hunda- og kattahald.

Þar sem mótmælt er, meðal annars, að banna eigi hunda á gististöðum og í almennings­farartækjum ef eigendur heimili að hundar séu leyfðir.  Bréfritara finnist að reglur um katta­hald séu of strangar og ekki sé þörf á að ábyrgðartryggja ketti. Sveitarstjóra falið að svara bréf­ritara í anda umræðnanna á fundinum.

 

6.  Lagt fram til kynningar:

a.  Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um viðmiðunarreglur vegna nemenda sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags, dags. 5. júlí s.l. Ákveðið að senda viðmiðunarreglurnar til skólanefndar.

b. Bréf frá Akureyrarbæ, málþing um staðardagskrá, dags. 29.07.04.

c. Landsbyggðin lifir, byggðaþing.

d. Afsal á landspildu í Stóra – Dunhaga.

c. Bréf frá félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra, dags. 10.08.04.

 

7. Styrkbeiðnir.

a. Frá Aflinu, beiðni um styrk.  Erindinu hafnað.

b. Frumkvöðlafræðslan, beiðni um styrk til útgáfu á kennslubók.  Erindinu hafnað.

c. Þelamerkurskóli, Baldvin Hallgrímsson, beiðni um 48.000 kr. styrk vegna þátttöku 16 nemenda ÞMS [einstaklinga frá ÞMS] í norrænu skólaíþróttabúðum, þ.e. nemendur 9. bekkjar. Samþykkt að veita umbeðinn styrk.

d. Klifur - Sjálfsbjörg, erindinu hafnað.

 

8. Trúnaðarmál.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:32.