Fundargerð - 17. október 2012

Miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fundargerðir samvinnunefndar um svæðisskipulag, 16. janúar, 4. júní, 24. september og 1. október 2012

Fyrsta fundargerðin er í þremur liðum, önnur í fjórum liðum, sú þriðja í þremur liðum og sú síðasta er í tveimur liðum. Í fundargerðunum er gerð grein fyrir framvindu á gerð svæðisskipulags Eyjafjarðar 2012-2024. Skv. síðustu fundargerðinni er tillaga að svæðisskipulaginu í lokayfirferð hjá samvinnunefndinni.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

2. Hraun í Öxnadal ehf., drög að kaupsamningi um hlutafé

Lögð fram drög að kaupsamningi um hlutafé í Hrauni í Öxnadal ehf., sbr. bókun sveitarstjórnar 19. september 2012, og samþykkt stjórnar félagsins á því að þau kaup, sem samningsdrögin kveða á um, eigi sér stað.

Sveitarstjórn samþykkti að veita sveitarstjóra umboð til að undirrita fyrirliggjandi kaupsamning vegna hlutafjár í Hrauni í Öxnadal ehf., með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

 

3. Amtmannssetrið á Möðruvöllum ses., samningaviðræður um staðarhald á Möðruvöllum

Lagt fram bréf, dags. 12. október 2012, frá Amtmannssetrinu á Möðruvöllum ses. þar sem óskað er eftir umboði frá Hörgársveit, sem meirihlutaeiganda, handa sjálfseignarstofnuninni til að ganga til samningaviðræðna við Landbúnaðarháskóla Íslands og fasteignasvið Þjóðkirkjunnar um staðarhald á Möðruvöllum. Jafnframt er óskað eftir að sveitarstjórn tilnefni fulltrúa sinn í viðræðunum, ef til þeirra kemur.

Sveitarstjórn samþykkti að veita ekki Amtmannssetrinu á Möðruvöllum ses. umboð til að eiga samningaviðræður um staðarhald á Möðruvöllum með vísan til þess að slíkt samræmist ekki tilgangi sjálfseignarstofnunarinnar skv. stofnskrá hennar.

 

4. Birkihlíð, vatnsagi

Lagt fram bréf, ódags., frá Birni Jóhannessyni um vatnsaga á lóðunum 1, 3 og 4 við Birkihlíð.

Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara um efni bréfsins.

 

5. Fundargerðir stjórnar Eyþings, 23. maí, 6. júní og 11. september

Fyrsta fundargerðin er í tólf liðum, önnur í fjórum liðum og sú síðasta er í tuttugu liðum. Fundargerðarnar voru lagðar fram til kynningar. Þar er m.a. fjallað um vinnu sem fram fer við gerð „sóknaráætlunar landshlutans“. Gerð var grein fyrir hugmyndum, sem fram eru komnar, um breytt skipulag Eyþings vegna fjölgunar verkefna sambandsins.

Sveitarstjórn tók jákvætt í framkomnar hugmyndir um breytt skipulag Eyþings.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 22:30.