Fundargerð - 17. október 2001

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar kom saman til fundar í Hlíðarbæ miðvikudagskvöldið 17. október 2001. Mættir voru Oddur Gunnarson, Helgi Steinsson, Ármann Búason, Aðalheiður Eiríksdóttir, Jóna Antonsdóttir, Sturla Eiðsson og Klængur Stefánsson. 1 áheyrnarfulltrúi.

 

 

   1. Fundargerð Hörgárbyggðar 19.09 2001, var samþykkt. Fundargerð skólanefndar frá 04.10 2001. Rætt bréf frá Ásbirni Valgeirssyni og Hörpu Hrafnsdóttur um leigu á Þelamerkurskóla til reksturs gistiheimilis næsta sumar. Sveitarstjórn heimilar framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla að ganga til samninga við Ásbjörn og Hörpu í Skjaldarvík um leigu á Þelamerkurskóla fyrir sumarið 2000, fundargerðin samþykkt. Fundargerð 37. fundar Heilbrigðiseftirlits samþykkt. Fundargerð framkvæmdanefndar Hörgárbyggðar frá 11.10 2001 kynnt, 9. liður ræddur. Upplýsingar frá Gámaþjónustu Norðurlands um sorphirðu. Þar kemur fram að fjöldi íláta er 106 og kostnaðar á mánuði 131.972.- en tilboð miðast við 70 ílát og kr. 93.400 á mánuði. En verulegur mismunur er á tilboði og þeirri tölu sem kemur fram í gögnum frá Gámaþjónustu. Framkvæmdanefnd er falið að ræða við Gámaþjónustu. Fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla frá 24. sept. 2001. Þar er ákveðið að greiða fyrir akstur sem “jöfnun á húsnæðisaðstöðu.” Þeir kennarar sem fá þessa greiðslu eru kennarar sem ekki búa á húsnæði á vegum skólans auk skólastjóra.

 

   2. Lagðir fram ársreikningar Glæsibæjar- Öxnadals- og Skriðuhrepp. Undirritaðir af fyrrverandi sveitarstjórnum.

 

   3. Oddviti kynnti bréf frá Norðurorku varðandi hitastig vatns í Þelamerkurskóla og íþróttamannvirkjum við skólann. Oddvita falið að leita til Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen um rétt eigenda Þelamerkurskóla og íþróttahúss varðandi hitalagnir þar sem heitt vatn frá Norðurorku er langt yfir hættumörkum.

 

   4. 38. fundur Heilbrigðisnefndar. Fjárhagsáætlun heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra fyrir árið 2002 lögð fram. Rekstrarkostnaður áætlaður 27.351.000.- þar af þarf Hörgárbyggðar greiða 395.128.- Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina.

 

   5.  Bréf frá Sigfríði L. Angantýsdóttur skólastjóra til oddvita Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps. Þar kemur fram að starfsmaður vinnueftirlits gefur frest til 20.11. 2001 að gerðar séu úrbætur í smíðastofu skólans. Húsvörður skólans hefur gert kostnaðaráætlun sem er 440.000.- Skólastjóra veitt heimild til að láta framkvæma verkið. Einnig kemur að starfsmenn við skólann fengu ekki greitt fyrir akstur um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn samþykkir að greiða fyrir akstur þetta skólaár. Oddvita falið að ganga frá skriflegum samningum við starfsmenn skólans.

 

   6.  Oddviti kynnti bréf frá Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar varðandi garnaveikibólusetningu á ásetningslömbum haustið 2001. Sveitarstjórn samþykkti að greitt verði komugjald og lyf, en eigandi akstur og laun dýralæknis. Jafnframt tekur Dýralæknaþjónustan að sér hundahreinsun, en á kostnað eigenda.

 

   7.  Oddviti kynnti svæðisskipulag Eyjafjarðar fyrir 1998-2018. Sveitarstjórn ræddi svæðisskipulagið og ákvað að senda til Akureyrarbæjar fyrirspurn um notkun á Skjaldarvík á tímabilinu 2001-2018. Svæðisskipulag afgreitt til næstu umræðu.

 

   8.  Oddviti kynnti bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra varðandi fiskidauða í Lónsá. Helstu ágallar á núverandi fráveitukerfi eru þessir: a) Vantar siturlögn vegna frárennslis frá Húsamiðjunni. Verður lagfært í haust. b) Siturlögn í Skógarhlíð óvirk. Oddvita falið að láta laga siturlögn og bæta við hólfi í rotþró. Kostnaður ca. 300.000.- c) Vantar siturlögn við DNG/Þór, lagfært í haust. d) Vantar siturlögn við Berghól nýrra hús, lagfært í haust. e) Vantar siturlögn við Berghól gamla hús, verður lagfært í haust. f) Vantar siturlögn aftan við felliþrær sem þjóna sláturhúsi/kjötvinnslu B. Jensen, lagfært í haust.

 

   9.  Oddviti kynnti bréf frá Margréti Hermanns Auðardóttur um kynningu á umsókn til kristnihátíðarsjóðs vegna verslunarstaðarins á Gásum. Sveitarstjórn mælir með að kristnihátíðarsjóður veiti fé til rannsókna á Gásum.

 

  10. Tilnefning í sameiginlega kjaranefnd Hörgárbyggðar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahrepps. Tilnefnd var í kjaranefnd Aðalheiður Eiríksdóttir.

 

  11. Bréf frá Akureyrarbæ 11. okt. 2001 vegna samnings um félagsþjónustu. Akureyrarbær hefur þegar samþykkt að gjaldið fyrri 2001 verði það sama og fyrir árið 2000 eða kr. 714.780.- Sveitarstjórn samþykkir þessa greiðslu. Árið 2002 er áætlað að greiðsla Hörgárbyggðar verði kr. 857.598.- Árið 2003 1.094.497.- Árið 2004 1.94.497.- Akureyri býður samning til þriggja ára.

 

  12.a) Umræða um landamæri við Lónsá. Oddvita heimilað að leita eftir við Akureyrarbæ að hafa skipti á smáræmum af landi.

 

  12.b) Oddviti dreifði samþykkum Eyþings til sveitarstjórnarmanna.

 

Fleira ekki bókað, fundargerðin lesin upp og samþykkt, fundi slitið.

 

Fundarritarar Helgi B. Steinsson og Ármann Búason