Fundargerð - 17. nóvember 2014
Mánudaginn 17. nóvember 2014 kl. 20:00 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Jóhanna María Oddsdóttir, Bernharð Arnarson, Helgi Þór Helgason, Sigríður Guðmundsdóttir og Þórður Ragnar Þórðarson í atvinnu- og menningarnefnd og Lárus Orri Sigurðsson, forstöðumaður, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Gjaldskrár fyrir árið 2015
Rætt um breytingar á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar og Hlíðarbæjar fyrir árið 2015. en óbreyttri gjaldskrá.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2015 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund 600 kr., 10 miða kort fyrir fullorðinn 4.800 kr., langtímasalarleiga 7.000 kr./klst., stakur tími í sal 9.500 kr./klst., gjald fyrir afmæli 12.000-16.000 kr. fyrir hvert skipti og að aðrir liðir gjaldskrárinnar breytist ekki frá því sem gilti á árinu 2014. Einnig samþykkti nefndin að leggja til að þeir liðir sem í gildandi gjaldskrá Hlíðarbæjar eru á 15.000 kr. hækki um 5.000 kr. og að dagveislur hækki einnig um 5.000 kr.
2. Íþróttamiðstöðin á Þelamörk, afgreiðslutímar
Rætt um breytingar á afgreiðslutíma Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk til að lækka rekstrarkostnað hennar. Umræðurnar voru á grundvelli þeirra athugana sem gerðar voru á tímabilinu frá 29. október 2013 til 31. október 2014.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að frá og með 1. febrúar 2015 verði Íþróttamiðstöðin á Þelamörk lokuð á föstudögum á veturna, að óbreyttri aðsókn frá því sem verið hefur, en að öðru leyti verði afgreiðslutími hennar óbreyttur þangað til annað verður ákveðið.
3. Sundkort ársins 2015
Rætt um útgáfu sundkorts fyrir íbúa sveitarfélagsins fyrir árið 2015.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að grunnskólabörn, aldraðir og öryrkjar sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu eigi kost á árskorti í sund án endurgjalds á árinu 2015 og auk þess að aðrir sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu fái helmingsafslátt fyrir staka sundferð og árskort á verði 6 mánaða korts.
4. Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árin 2015-2018
Lagt fram til kynningar uppkast að fjárhagsáætlun þeirra málaflokka, sem undir nefndina heyra, fyrir árið 2015.
5. Menningarmiðstöð Möðruvöllum
Lögð fram drög að verksamningi við Kristínu Sóleyju Björnsdóttur vegna verkefnisins Menningarmiðstöð að Möðruvöllum í Hörgárdal, sbr. fundargerð nefndarinnar 14. ágúst 2014.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Kristínu Sóleyju Björnsdóttur um að vinna að undirbúningi menningarmiðstöðvar á Möðruvöllum á grundvelli framlagðra gagna.
6. Ungmennasamband Eyjafjarðar, beiðni um rekstrarstyrk
Lagt fram bréf, dags. 1. september 2014, frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE), þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2015.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2015 verði starfsemi UMSE styrkt um 200.000 kr.
7. Ungmennasamband Eyjafjarðar, beiðni um styrk vegna fundar
Lagt fram tölvubréf, dags. 6. nóvember 2014, frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE), þar sem óskað er eftir styrk vegna fundar sem haldinn var í Þelamerkurskóla 4. nóvember 2014.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að UMSE verði veittur fjárstyrkur sem nemur húsaleigu vegna fundar sambandsins í Þelamerkurskóla haustið 2014.
8. Hraun í Öxnadal ehf., samningur
Lagt fram bréf, dags. 31. október 2014, frá Hrauni í Öxnadal ehf. þar sem óskað er eftir að gerður verði samningur um styrk til félagsins, sbr. slíkan samning sem gerður fyrir árin 2012-2014.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði styrktarsamningur við Hraun í Öxnadal ehf. fyrir árin 2015-2017, sem geri ráð fyrir styrkjum sem nemi allt að 350.000 kr. á ári.
9. Amtmannssetrið á Möðruvöllum ses., styrktarsamningur
Lagt fram tölvubréf, dags. 3. nóvember 2014, frá Amtmannssetrinu á Möðruvöllum ses. þar sem óskað er eftir að gerður verði samningur um styrk til stofnunarinnar, sbr. slíkan samning sem gerður fyrir árin 2012-2014.
Atvinnu- og menningarnefnd frestaði að taka afstöðu til erindis Amtmannssetursins á Möðruvöllum ses. um styrktarsamning.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 23:12.