Fundargerð - 17. mars 2016
Sveitarstjórn Hörgársveitar
67. fundur
Fundargerð
Fimmtudaginn 17. mars 2016 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Þetta gerðist:
1. Fundargerð fræðslunefndar frá 22. fundi, 7. mars 2016
Fundargerðin er í níu liðum og er eitt mál er þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar
a) Í 9.lið, Ráðning sumarstarfsmanns sumarfrí starfsmanna Álfasteini
Sveitarstjórn samþykkti að ráða starfsmann til afleysinga í heilsuleikskólanum Álfasteini í júní og ágúst og í þjónustustöð í júlí.
2. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 10. fundi, 9. mars 2016
Fundargerðin er í þremur liðum og er eitt mál sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar
a) Í 1.lið, Jafnréttisáætlun Hörgársveitar 2014-2018
Sveitarstjórn samþykkti jafnréttisáætlun Hörgársveitar 2014-2018.
3. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 41. fundi, 14. mars 2016
Fundargerðin er í sex liðum og þarfnast tveir liðir afgreiðslu sveitarstjórnar,
a) Í 1.lið, Deiliskipulag Dysnes
Sveitarstjórn samþykkti tillögu að deiliskipulagi hafnar-, athafna- og iðnaðarsvæðis á Dysnesi í samræmi við svör og viðbrögð við umsögnum og athugasemdum sem bárust og fram koma í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar og er skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að annast gildistöku hennar.
b) Í 4. Lið, deiliskipulagsbreyting vegna Skógarhlíðar 14
Sveitarstjórn samþykkti að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til lóðanna við Skógarhlíð númer 12,16 og 37.
4. Norðurorka hf., aðalfundarboð
Lagt fram fundarboð á aðalfund Norðurorku 1. apríl 2016
Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri fari með umboð Hörgársveitar á fundinum.
5. Hafnarsamlag Norðurlands bs., aðalfundarboð
Lagt fram fundarboð á aðalfund Hafnarsamlags Norðurlands bs. 11. maí 2016.
Sveitarstjórn samþykkti að oddviti fari með umboð Hörgársveitar á fundinum.
6. Brunabótafélag Íslands, styrktarsjóður EBÍ 2016
Lagt fram erindi frá EBÍ ásamt reglum fyrir styrktarsjóðinn og kynnt er að aðalildarsveitarfélög þurfa að vera búin að senda inn umsókn í sjóðinn fyrir lok apríl. Lögð fram hugmynd frá skólastjóra Þelamerkurskóla að verkefni til umsóknar.
Sveitarstjórn samþykkti að sækja um vegna verkefnisins.
7. Efnistaka úr Hörgá
Lögð fram drög að reglum um veitingu framkvæmdaleyfa fyrir efnistöku úr Hörgá og þverám hennar og drög að breytingum á gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfisgjald og gjald fyrir skipulagsvinnu í Hörgársveit.
Lagt fram erindi frá stjórn Hörgár sf. þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um að það kaupi af félaginu, umhverfismat og matsáætlun um efnistöku úr Hörgá staðfestu af Skipulagsstofnun 4. júní 2015.
Sveitarstjórn samþykkti að ganga til viðræðna við stjórn Hörgár sf. um kaupin.
8. Erindi frá UMSE, styrkumsókn
Lagt fram erindi frá UMSE þar sem sótt er um styrk til að mæta kostnaði við ársþing UMSE sem haldið var í Þelamerkurskóla 16. mars sl.
Sveitarstjórn samþykkti að veita UMSE styrk að upphæð kr. 50.000, - vegna ársþingsins.
9. Trúnaðarmál
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 16:45