Fundargerð - 17. apríl 2002
Miðvikudagskvöldið 17.04.2002 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Hlíðarbæ kl. 20:30. Mættir voru
Dagskrá:
1. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, kynning
2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 20. mars, skólanefndar 2. apríl byggingarnefndar 2. apríl framkvæmdanefndar 12. apríl
3. Félagsheimilið Melar, endurbætur
4. Kosning á einum manni í stjórn Sparisjóðs Norðlendinga og eins til vara
5. Umsókn um leyfi til að reka gistiheimili, Ásbjörn og Harpa
6. Umsókn um byggingaleyfi, Sverrir V. Pálmason
7. Svæðisskipulag Eyjafjarðar
8. Drög að ársreikningi Hörgárbyggðar fyrir árið 2001
9. Minkar og refir
10.Hafnasamlag Norðurlands endurskoðun á stofnsamningi
11.Önnur mál
1. Heimir Svansson frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar var mættur til að kynna starfsemi félagsins. Félagið vinnur að frumkvæði og þátttöku í verkefnum. Viðskiptavinir eru beinir og óbeinir viðskiptavinir í sóknarhug. Sveitarstjórnir hjálpa við útvegun fjármagns. Starfsmenn eru fimm. Gefin eru út kynningarefni. Skráð verkefni eru að jafnaði 120-150 á hverju ári. Atvinnuþróunarfélagið er með tvö vefsvæði eða heimasíður á internetinu. Hólmar flutti mjög greinargóðar útskýringar.
2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 20.03.2002 liður 6b. Frá skólabílstjórum við Þelamerkurskóla um framlengingu samnings til eins árs. Þar sem sveitarstjórn Arnarneshrepps hafnaði að semja við skólabílstjóra, hefur verið ákveðið að bjóða skólaakstur út. Fundargerðin samþykkt. Fundargerð skólanefndar frá 02.04.2002 var kynnt. Fundargerð byggingarnefndar frá 02.04.2002 var kynnt. Fundargerð framkvæmdanefndar frá 12.04.2002 var kynnt í 1. lið er bókun um að oddvita er afhent bankayfirlit frá B.Í. sem Lestrarfélag Hörgdæla er eigandi að. Upphæð kr. 41.016,43 sem verður eign Bókasafns Hörgárbyggðar.
3. Um framkvæmdir á Melum. Sveitarstjórn staðfestir svar fulltrúa sinna í stjórn félagsheimilisins á fundi 18.03.2002 og vill að verkið verði unnið. Sveitarstjórn samþykkir að greiða 8% hlut kvenfélagsins í verkinu. Eignarhluti þeirra lækkar á móti, eftir samkomulagi við kvenfélag. Sveitarstjórn samþykkir að heimila framkvæmdanefnd að ganga frá kostnaðarskiptingu milli sveitarfélagsins og leikfélagins vegna hljóðkerfis.
4. Oddviti kynnti að það þyrfti að kjósa einn manna í stjórn Sparisjóðs Norðlendinga og einn til vara til eins árs. Klængur Stefánsson vék af fundi og varamaður G. Björk Pétursdóttir kom í staðinn fyrir Klæng. Tillaga kom um að aðalmaður verði
5. Oddviti lagði fram bréf frá Sýslumanninum á Akureyri um umsókn frá Ásbirni Árna Valgeirssyni um leyfi til að reka tvö gistiheimili annars vegar í Þelamerkurskóla og að Lónsá í Hörgárbyggð. Sveitarstjórn samþykkir að heimila rekstur þessa gistiheimila
6. Oddviti kynnti umsókn frá Sverri Pálmasyni um leyfi til byggingar frístundahúss að Varmavatnshólum í Öxnadal Hörgárbyggð. Sveitarstjórn samþykkti að senda erindi þetta til Skipulagsstofnunar til umsagnar.
7. Oddviti kynnti tillögur um svæðisskipulag Eyjafjarðar. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar gerir athugasemdir við lið 6 um staðarval fyrir sorpförgun. Við kafla 3.2.7. um að texti í 3. línu verði felldur niður (og í landi Gása í Hörgárbyggð.) Þar sem sveitarstjórn hefur ekki samþykkt þetta land fyrir sorpurðun.
8. Drög að ársreikningi Hörgárbyggðar fyrir árið 2001. Fyrri umræða. Tekjur árið 2001 91.105.231.- gjöld árið 2001 85.295.000.- Oddviti útskýrði reikninginn. Reikningurinn á að vera frá genginn fyrir apríllok.
9. Oddviti kynnti bréf frá veiðifélagi Hörgár um fækkun minka og sela við Hörgá. Sveitarstjórn samþykkir að minkaleit verði með svipuðu sniði og verið hefur. Fækkun sela er ekki heimil í ósum Hörgár.
10. Oddviti kynnti breytingar á stofnsamningi Hafnasamlag Norðurlands bs. Það er að segja í stað Glæsibæjarhrepps komi Hörgárbyggð. Einnig fækkun í stjórn úr sjö í þrjá til fimm manns.
11a. Lesið bréf dagsett 11. apríl 2002 frá Halli Jónassyni fyrir hönd landeigenda að Hrauni í Öxnadal. Þar segir meðal annars. Þess er hér með farið á leit við sveitarstjórn að hún komi að málum og athugi hvort vilji er fyrir hendi að sveitarfélagið kaupi jörðina með friðlýsingu í huga, eða að öðrum kosti að sveitarstjórn leiði liðsinnis Héraðsnefndar þannig að fleiri sveitarfélög komi að málinu, eða sveitarstjórn beiti áhrifum sínum til þess að ríkið og sveitarfélagið gengju saman til þess að festa sér jörðina. Afgreiðslu frestað næsta fundar.
11b. Sveitarstjórn samþykkir að kjörstaður vegna sveitarstjórnarkosninga skuli vera í Þelamerkurskóla.
Kjörstjórn skipa:
Aðalmenn: Varamenn
Guðmundur Víkingsson Garðshorni Herborg Sigfúsdóttir Skógarhlíð 18
Ólöf St. Þórsdóttir Bakka Ari H Jósavinsson Auðnum II
Sverrir Haraldsson Skriðu Haukur Steindórsson Þríhyrningi
Fleira ekki bókað. Fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 00:15.
Fundarritarar Helgi B. Steinsson og Ármann Þ. Búason