Fundargerð - 17. ágúst 2007
Föstudagskvöldið 17. ágúst 2007 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka mættir: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.
Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:
1. Skrifað undir fundargerð síðasta fundar.
2. Endanleg tímasetning gangna og rétta: Í Glæsibæjardeild og Syðri-Bægisárdal verða fyrstu göngur laugardaginn 8. sept. Réttað verður í Þórustaðarétt síðdegis sama dag auk nokkurra heimarétta. Í Sörlatungu verða fyrstu göngur sunnudaginn 9. sept. annarsstaðar í Skriðudeild og Öxnadal verða fyrstu göngur frá miðvikudeginum 12. sept. til sunnudagsins 16. sept. Réttað verður í Staðarbakkarétt föstudaginn 14. sept. kl. 10 f.h. og Þverárrétt í Öxnadal mánudaginn 17. sept. kl. 10 f.h. Þessa gangnadaga er líka réttað í nokkrum heimaréttum. Seinni göngur verða yfirleitt viku seinna nema í Glæsibæjardeild og Syðri-Bægisárdal verður hálfur mánuður á milli gangna.
3. Farið var yfir niðurröðun gangnadagsverka sem fjallskilastjóri var búinn að forvinna og gerðar smávægilegar breytingar. Ákveðið að nefndin komi aftur saman 23. ágúst til að ganga endanlega frá gangnaseðlum o.fl.
4.
Fjallskilanefnd samþykkir vegna breyttra forsenda að líkt og fram til 2005 verði fjallskilum í Auðbrekkufjalli, á Illagilsdal og Lambárdal sameiginlega jafnað niður á þá fjáreigendur sem sleppa í Auðbrekkufjall, en auk þess verði þar lagt á 35 kindur frá Stóra-Dunhaga, sem áætlað er að komi inn á svæðið, en sleppt er á Dagverðartungudali, samsvarandi verði þessar 35 kindur dregnar frá við álagningu þar. Þessi tilhögun gildir áfram árlega þar til annað verður ákveðið.
Árni lýsti sig sammála þessari bókun og verður því framkvæmdin í samræmi við hana haustið 2007 og áfram þar til annað verður ákveðið.
Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 02:10.