Fundargerð - 16. september 2003
Fundur haldinn í framkvæmdarnefnd Þelamerkurskóla 16/9 2003.
Mætt var framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og reikningshaldari skólans þegar liður 4. var til umræðu.
1. Húsnæðismál
Skólastjóri gerði grein fyrir lagfæringum sem gerðar hafa verið á íbúð á annarri hæð. Kostnaður er nálægt 1.3 milljónum. Stefnt er að gera við 1. og 3. hæð fyrir áramót. Fram kom að Baldvin og Ásdís óska eftir að farið verði í viðgerð á Laugalandshúsi (eldhúsinnréttingu og útihurð). Lagt til að vinna skuli að þessu verki snemma árs 2004.
2. Tillaga til hækkunar leigu á íbúðum skólans og verði sem hér segir, skólastjóraíbúð kr 35.000.- Laugaland kr 30.000.- íbúð í skólahúsi kr 30.000.- 1. hæð kr 25.000.- 2. hæð kr 28.000.- 3. hæð kr 25.000.-
3. Launauppbót starfsmanna skólans.
Lagt til að launauppbót starfsmanna sé sagt upp, og komi til framkvæmda að hálfu um næstu áramót og að hálfu 1. ágúst 2004.
4. Reikningshaldari mættur til fundar, óskar eftir að fá að færa liði í fjárhagsáætlun á milli bókhaldslykla, gerir bókhaldið skilvirkara. Samþykkt.
5. Starfslýsing húsvarðar
Ósk frá húsverði að íþróttahús sjái um þrif á bílastæði og gangbraut að íþróttahúsi. Skólastjóra falið að ganga frá starfslýsingu húsvarðar. Húsvörður óskar eftir að skólinn greiði síma.
6. Afmæli Þelamerkurskóla - 40 ára 5. des.
Skólastjóri hvað vera vilja til að minnast þessara tímamóta með myndarlegum hætti og gerði grein fyrir nokkrum hugmyndum. Kostnaður u.þ.b. kr 500.000.- Framkvæmdarnefnd leggur til að sveitarstjórnir samþykki þessa áætlun.
7. Bréf frá Önnu Guðrúnu Björnsdóttur sviðstjóra þróunarsviðs Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fjallar um hugmynd að reka leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla sem eina stofnun.
8. Mötuneyti: Unnar sagði að fæði kostaði kr 308.- á dag. Nokkrir foreldrar hafa kvartað og talið fæðið dýrt. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri ætla að skoða hvort hægt er að hagræða í mötuneyti, áður en nýtt verð verður tilkynnt.
Fleira ekki bókað.
Ritari: Ármann Búason