Fundargerð - 16. október 2002

Miðvikudaginn 16. október 2002 kl. 20:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Hlíðarbæ.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Sturla Eiðsson.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 

 

1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 18. sept. afgr. án athugasemda, fundargerð bygginganefndar frá 17. sept. og 1. okt. afgr. án athugasemda, fundargerð leikskólanefndar frá 2. okt. afgr. án athugasemda, fundargerð húsnefndar frá 25. sept. afgr. án athugasemda. Fundargerð skólanefndar frá 8. okt. afgreidd án athugasemda eftir að gerð var eftirfarandi bókun að ósk Sigurbjargar undir lið 10: “Fjárhagsáætlun skólans”. Fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla var lækkuð sbr. fundargerð sveitarstjórnar frá 20. febrúar 2002 en þar stendur að: Heildarkostnaður er áætlaður kr. 71.148.000. Hörgárbyggð gr. 48.323.234. Sveitarstjórn samþykkir lækkun á viðhaldi húsa kr. 1.200.000, innanstokksmuna kr. 300.000, bílstyrkir lækki um kr. 600.000 samtals kr. 2.100.000 lækkun. Verður þá hlutur Hörgárbyggðar kr. 46.895.000”.

 

2. Fundargerð Hraunsráðs og ályktanir

Sveitarstjórn samþykkir að standa einhuga að baki ályktunar Hraunsráðsins varðandi það að ríkið kaupi Hraun í Öxnadal og geri þar þjóðgarð.

 

3. Auglýsingaskilti

Erindi frá Vegagerð ríkisins vegna auglýsingaskiltis vestan þjóðvegar 1 hjá DNG og Þór. Auglýsingaskiltið var sett upp án leyfis sveitarstjórnar og ekki hefur verið gerð nein áætlun um að fjarlægja það að hendi Hörgárbyggðar.

 

4. Fjallskilamál, Krossastaðir

Bréf frá Almennu lögþjónustunni f.h. eigenda Krossastaða þar sem óskað er eftir rökstuðningi vegna álagðs fjallskilaverks. Lagt var fram til kynningar svarbréf til Almennu lögþjónustunnar þar sem ákvörðun sveitarstjórnar er rökstudd með vísan til 42. gr. laga um afréttarmál og fjallskil frá árinu 1986 og 15 gr. fjallskilasamþykktar Héraðsnefndar Eyjafjarðar.

           

5. Bréf frá skólanefnd

Skólanefnd Þelamerkurskóla óskar eftir því að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að íþróttahús Þelamerkurskóla verði fengið til að halda þar árshátíð skólans. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til framkvæmdanefndar skólans. Jafnframt er skólanefnd bent á að skoða möguleikana á að nýta sér félagsheimili sveitarfélagsins til samkomuhalds.

 

6. Kostnaðaráætlun vegna nýbygginga í Skógarhlíð

Áætlaður heildarkostnaður er kr. 17.000.000. Hagkvæmast virðist vera að fá byggingarverktaka til að taka lóðirnar að sér og annast alla framkvæmd verksins. Sveitarstjórn ákvað að fá Ævar Ármannsson hjá VST til að vinna að undirbúningi fyrir slíkt útboð og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

 

7. Styrkir Skógræktarfélags Íslands

Samþykkt að veita kr. 10.000 til Skógræktarfélags Ísl. vegna útgáfu á 2. tbl. Skógræktarritsins 2002.

 

8. Samningur við Morgunblaðið og DV

Búíð er að gera samning við Morgunblaðið um greiðslu vegna dreifingar blaðsins á laugardögum. Mbl. greiðir Hörgárbyggð kr. 1.600 pr. ferð fyrir allt að 50 blöð og kr. 350 fyrir hvern byrjaðan tug eftir það. Drög að samkomulag við DV var lagt fram til kynningar, þar er reiknað með að DV greiði kr. 24 fyrir hvert blað, eins og þeir hafa greitt til Íslandspósts. Oddvita falið að ganga frá samkomulagi við Arnarneshrepp vegna kostnaðarskiptingar.

 

9. Aðstaða sveitarstjóra og verkefni

Ekki er nein skrifstofuaðstaða fyrir sveitarstjórann, en Karl Erlendsson skólastjóri ætlar að sjá um að sveitarstjóri hafi boðlega aðstöðu.

Oddviti kynnti verksamning milli Sigfúsar Karlssonar og Hörgárbyggðar þar sem Sigfús mun sjá um allt bókhald fyrir sveitarsjóð, bókhald Þelamerkurskóla og íþróttahúss fram að áramótum og eftir það verði starfi hans lokið fyrir Hörgárbyggð. Þar af leiðandi verður tölva sveitarfélagsins staðsett áfram hjá Sigfúsi til sama tíma, þar sem öll gögn eru í þeirri tölvu.

Ákveðið var að fá endurskoðanda Hörgárbyggðar Arnar Árnason hjá KPMG til að fara yfir verksamninginn áður en hann verður undirritaður. Ákveðið var að leggja sveitarstjóra til fartölvu og var Helgu falið að velja slíka tölvu og einnig að kaupa farsíma.

 

 

10.  Önnur mál

Lagt var fram til kynningar erindisbréf fyrir leikskólanefnd. Erindisbréfinu vísað til sveitarstjóra til frekari skoðunar. Erindi frá leikskólastjóra vegna kynnisferðar til Reykjavíkur og er kostnaður u.þ.b. kr. 30.000. Sveitarstjórn samþykkti að veita leikskólastjóra fararleyfi.

 

Bréf frá Samb. ísl. sveitarfél. þar sem óskað er eftir upplýsingum fyrir 18. okt. um hver sé launafulltrúi sveitarfélagsins. Helgi sendir umbeðnar upplýsingar um sveitarstjóra.

           

Óskað er eftir að sveitarstjórn mæti á fund mánudaginn 21. okt. kl. 20:30. Fundarboðandi er KEA og ætla þeir að kynna félagið fyrir sveitarstjórn Hörgárbyggðar, Arnarneshrepps og Akrahrepps.

 

Erindi frá bókhaldara um að það vanti kr. 1.100.000 til íþróttahússins nú þegar svo að endar nái saman. Skýringin liggur í auknum launakostnaði. Samþykkt að verða við erindinu og er hlutur Hörgárbyggðar kr. 750.088.

 

Erindi frá Jóni Birgissyni f.h. Akureyrarbæjar þar sem hann óskar eftir heimild til að flytja mold í Blómsturvallanámur til uppgræðslu, þar sem Akureyrarbær vantar losunarstað. Erindi samþykkt samhljóða.

 

Oddviti hefur talað við Kristján Gunnarsson vegna frágangs á túnum í Mið-Samtúni en ekkert hefur verið gert í því að ganga frá sáningu fyrir 15. október eins og samkomulagið kvað á um vegna þökuskurðar leigutaka. Leigutaki hefur ekki keyrt efni í túnið eins og um var samið. Sveitarstjórn ákvað að heimila Kristjáni að vinna túnið og sá í það sem fyrst.

 

Erindi frá Sigurði Skúlasyni skólabílstjóra um að fá hækkun m kr. 32,50 pr. km vegna eins barns sem hefur bæst við í skólabílinn eftir að útboð var gert í haust og hafði það í för með sér að hann varð að láta breyta bílnum og við það færðist hann á milli gjaldskrárflokka. Málinu vísað til framkvæmdanefndar skólans til nánari athugunar.

 

Leikskólinn á Álfasteini er fullsetinn og eru þar u.þ.b. 7 börn úr öðrum sveitarfélögum. Biðlisti hefur myndast á kostnað barna úr Hörgárbyggð og harmar sveitarstjórn að svo sé. Óskað er eftir að leikskólanefnd fari yfir inntökureglur leikskólans, þannig að tryggt séð að börn í Hörgárbyggð sitji fyrir leikskólaplássunum. Tillögur leikskólanefndar verði síðan lagðar fyrir sveitarstjórn. Varðandi 4. lið fundargerðar leikskólanefndar frá 8. okt. um að setja upp forskóla í Þelamerkurskóla munu þau Guðný, Sigurbjörg og Helgi fara til fundar við fulltrúa Arnarneshrepps til viðræðna um stöðu mála. Fara þau á fundinn án allrar skuldbindingar.

 

Skuldastaða íbúa sveitarfélagsins hefur lagast mjög mikið eftir að innheimtubréf voru send út í lok september. Sveitarstjórn ákvað að innheimtumálum yrði fylgt eftir með hefðbundnum hætti.

 

Erfingjar Gísla Eiríkssonar hafa óskað eftir að ógreidd fasteignagjöld u.þ.b. kr. 30.000 verði felld niður. Sveitarstjórn ákvað að fella niður umrædda kröfu.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 00:50